Nýsköpun?

Er allt orðið nýsköpun, hversu gamalt og tuggið það er?  Eða opna matvörubúð, er það nýsköpun?

Ég tek undir með Haraldi Haralds.  Jón Sullen á að hætta þessu væli!  Annaðhvort opnar hann þessa matvörubúð á heiðinni eða ekki!

Ég var nú að spá í að skrafa soldið um viðtalið við Friðrik, lúser í búðarrekstri, en ég nenni því varla.  Það er varla eyðandi orðum á fólk sem telur viðskiptavini Bónuss Maóista, Stalínista eða Nazista svonu upp til hópa.  Eftir þá romsu hans steinhætti ég að taka mark á einu orð, sem frá hans kjafti kom!

Ég veit ekki hverslags "manía" er skollin hér á í sambandi við Bónus.  Mér er slétt sama hversvegna ódýrara er að versla hjá Jóa.  Og mér finnst með ólíkindum að kenna vinnu brögðum  hans um hátt vöruverð á Íslandi.  Ef einhver getur boðið betra verð, hversvegna í skollanum gerir hann það ekki?  Og án þess að væla!

P.s.  Ég heyrði það í útvarpinu í gær, að verð í Krónunni væri hækkað eftir lokun hjá Bónus.  Ætli geti verið að þetta sé rétt?  Ef svo er, er það löglegt?  Eða má Krónan allt?  Kannski er það löglegt en siðlaust, einsog flest í þessu þjóðfélagi auðhyggjunnar!


mbl.is Alvarlegt fyrir nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ef einhver getur boðið betra verð, hversvegna í skollanum gerir hann það ekki?  Og án þess að væla!"

Það getur enginn boðið betra verð því að Hagar eiga dreifikerfið. Ef framleiðendur hafa ekki aðgang að dreifikerfinu selja þeir ekki neitt. Þar sem að Hagar eiga dreifikerfið stjórna þeir því hvað framleiðendur fá greitt fyrir sína vöru.

K (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 12:57

2 identicon

Það flokkast undir nýsköpun að bjóða upp á nýjar vörur eða þjónustu. Nýsköpun getur líka falist í ferlum og tæknibreytingum. Það hlýtur að teljast til nýsköpunnar að ætla að fara framleiða nýja tegund af kexi eða opna nýja matvörubúð. 

Svo ef þú hefur kynnt þér hagfræðilega hluti sem snúa að samkeppni þá er það auglsjóst mál að það ríkir fákeppni á smávörumarkaðnum þar sem að ein fyrirtækjasamsteypa getur komið í veg fyrir að nýjir aðilar komi inn á markað. Meir að segja eru þeir orðinir svo stórir að þeir geta ráðið því hvort smásalar eða framleiðendur fái að halda lífi. Þú hlýtur að sjá að það er ekki gott fyrir neytendur að einn aðilli geti gert það. 

Þú ert kannski bara sáttur við að láta okra á þér í krafti fákeppni eða jafnvel einokunnar?

Bjöggi (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: Auðun Gíslason

K!   Hvað átt þú við með dreifikerfi?  Að Hagar eigi öll heildsölu- og dreifingarfyrirtækin?  Ef svo er, er það ekki rétt!

Bjöggi!  Vitanlega veit ég að hér ríkir fákeppni.  Og ég veit líka, að hún komst ekki á sjálfkrafa, þessi fákeppni!  Allskyns bolabrögð í verslunarrekstri eru ekki nýtilkomin, og voru hér til löngu áður en Bónus-veldið óx hér flestu yfir höfuð!  En Bónus/Hagar hafði aðeins betur en keppinautarnir.  Og þá ekki komið að niðurstöðu hins frjálsa markaðskerfis, einokun?

Auðun Gíslason, 14.10.2009 kl. 14:42

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Átti að vera:  Og er þá ekki komið að lokaniðurstöðu hins frjálsa markaðskerfis, einokun eða fákeppni?  Fákeppni og einokun er niðurstaða hins frjálsa markaðar, frjálsrar samkeppni.  Varla eru K. og Bjöggi á móti frjálsri samkeppni?  Og hversvegna haldamenn að Samkeppnisyfirvöldum séu svo þröngar skorður settar með lögum?  Að geta ekki hindrað þessa þróun?  Það er vegna þess, að löggjafinn vildi ekki setja hinum frjálsa markaði þröngar skorður?  Vildi ekki hindra þetta með lagasetningu.  Markaðurinn átti jú að sjáum sig sjálfur!

Auðun Gíslason, 14.10.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband