14.10.2009 | 15:09
Leyniskjal?
Nú á tímum tortryggninnar vekja eftirfarandi orð í tilkynningu forseta Alþingis þá spurningu, hvort halda eigi skýrslunni leyndri að hluta eða í heild. Mun stjórnmálaelítan, vegna hagsmuna sinna og valda, halda skýrslunni leyndri fyrir almenningi, og bera fyrir sig þjóðarhagsmuni?
Jafnframt vill forseti upplýsa að á vettvangi forsætisnefndar og formanna þingflokkanna hefur verið fjallað um hvernig standa á að þinglegri meðferð á skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Samstaða er um mikilvægi þess að sá farvegur verði markaður fyrir fram áður en skýrslan verður gerð opinber. Því má vænta þess að á næstu dögum verði lögð fram þingsályktunartillaga sem taki á þessu atriði. Sú tillaga mun ganga út frá því að skipuð verði sérstök þingmannanefnd sem falið verði að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Í upphafi starfa rannsóknarnefndarinnar var sagt, að hún myndi halda fréttamannafundi reglulega á starfstímanum. Ekki hefur borið á því, eða hvað?
Rannsóknarskýrslu seinkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.