Kannski er bara best að gera ekki neitt?

Áhugamenn um stjórnmál vita hvaðan þessi setning er komin.  Ég er allavega viss um að stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna veit það. Þau eru orð Geirs H. Haarde, sem virtist hafa þau að leiðarljósi lífs síns sem stjórnmálamanns.  Niðurstaðan var hrunið.  Kannski er bara best að gera ekki neitt, og láta bara markaðinn um hrunið? 
mbl.is Krefjast lausnar á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ha? Var ekki Geir Hilmar Haarde harðduglegur stjórnmálamaður og fylginn sér með afbrigðum? Skjótur til ákvarðana og snjallráður? Hef ég kannski "misskilið þetta öfugt"? Hvað um það, hann er góður í feluleik, alltaf í útlöndum og forðast íslenska fjölmiðla eins og pestina. Alltaf gott að vera góður í einhverju.

Björn Birgisson, 14.10.2009 kl. 16:27

2 identicon

Það á að draga þennan vitleysing til ábyrgðar fyrir vítaverð afglöp í opinberu starfi.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 16:30

3 identicon

Á Íslandi eru menn verðlaunaðir fyrir afglöp í starfi. Samanber Icesave nefndina frægu.

axel (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 16:40

4 Smámynd: Auðun Gíslason

axel!  Hvaða Icesave nefnd og hvað afglöð?

Björn!  Jú, vissulega var Geir harðduglegur í að gera kannski ekki neitt.  Það var hluti af hans stjórnmála/hagstjórnarskoðunum.  Sbr. Á sunnudagskvöld f. hrun, þá sagði hann, að ekki væri þörf á sérstakri aðgerðaráætlun!  Kannski átti hann við, að allt væri um seinann?

Auðun Gíslason, 14.10.2009 kl. 17:01

5 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Í sama þætti sagði hann einnig að bankakerfið stæði traustum fótum. Varla var hann að tala um brauðfætur.

Annars er sennilega best að stjórnin skipti sér lítið sem ekkert af þessu, hún virðist bara gera illt verra.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 14.10.2009 kl. 17:10

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Markaðurinn leiðréttir sig sjálfur!"

Árni Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 20:38

7 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, og sér um hina fátæku!  Svo sagði annar snillingur á hægrikantinum,  Margrét Thatcher, átrúnaðargoðið.

Auðun Gíslason, 14.10.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband