Krónan á flot og lífeyrissjóðina uppí spilaskuldir vina Sjálfstæðisflokksins?

Skítt með almenning, sem þegar sýpur dauðann úr skel eftir hrunið!  Sjá menn verðbólguna fyrir sér!  Og svo vill Bjarni fá að gambla með sjóði lífeyrisþega nútímans og framtíðarinnar.  Hirða skatttekjur af börnunum,  skattgreiðendum framtíðarinnar.  Nú sjá bankavinamennirnir að eina féð sem til er í landinu, það fé sem ekki er búið að tapa í botnlausri spilamennsku kapítalismans, og vilja endilega komi því í súginn líka!  Ég segi nei takk!  Ég vil ekki meiri verðbólgu, og ég vil ekki gefa Bjarna og félögum lífeyrissjóðina til að borga spilaskuldir vina Sjálfstæðisflokksins!

Það er hinsvegar alveg nýtt, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki flatan niðurskurð!  Finnst einhverjum þetta trúverðug sinnaskipti?


mbl.is Svigrúm til að lækka ríkisútgjöld verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli eignir lífeyrissjóðanna séu ekki "fé án hirðis?"

Reyndar finnst mér nú að það sé brýnna verkefni en margt annað að koma lífeyrissjóðunum tafarlaust úr höndum þeirra manna sem að undanförnu hafa nýtt sér sjóðina til hagnaðar en láta eigendur sitja uppi með tapið.

Árni Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 21:46

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Ekki þó í hendur Bjarna í bankamannavinaflokknum?

Auðun Gíslason, 14.10.2009 kl. 21:57

3 identicon

Auðunn.

Þú villt þá frekar Ömma blanka og stjórn hanns sem var með stærstu yfirbyggingu ALLRA sjóðanna!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 22:46

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Stærstu yfirbygginguna???  Hver þessi Óskar Guðmundsson?  Það væri fróðlegt að fá að vita það.

Auðun Gíslason, 15.10.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband