Hin flokkspólitíska tilfinningasemi helmingaskiptaflokkanna!

Bjarni Benediktsson, Tryggvi Þór Herbertsson og Birgir Ármannsson ræddu allir um Icesave undir liðunum "óundirbúnar fyrirspurnir" og "fundarstjórn forseta."  Það er aungvu líkara en almenn skynsemi og góð greind þessara manna rjúki á dyr um leið og þeir opna munninn um pólitík.  Þá tekur við hin flokkspólitíska tilfinningasemi þeirra, gjarnan kenndar við skotgrafir.  M.a. mátti Birgir vart mæla af hneykslun, þegar hann dró það uppúr pússi sínu að undirritaður hefði verið svokallaður Icesave-samningur í dag, áður en Alþingi hefði rætt málið!!!  Málflutningur flokksbræðra hans var á svipuðum  nótum!

Flokkssystir þingmannsins, háttvirtur forseti Ragnheiður Ríkharðsdóttir, benti honum góðfúslega á, og í vingjarnlegum tón hins vana uppalenda, að milliríkjasamningar væru iðulega undirritaðir með fyrirvara um samþykkt Alþingis og svo væri að þessu sinni!  Þingmaðurinn hafði sem sagt brennt af!

Síðan hóf Sigmundur Davíð umræðu um AGS utandagsskrár.  Það er einsog SDS hafi ekki heyrt af því að samningur við AGS snýst ekki aðeins um peningalánin heldur líka um aðgerðaráætlun í efnahagsmálum þjóðarinnar.  Endurskoðun á þessari aðgerðaráætlun hefur tafist von úr viti og tafið fyrir vinnu í endurreisn efnahagslífsins.  Það skal undirstrikað að það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem stóðu að samningi við AGS!

Sigmundur er á sama báti og aðrir félagar helmingaskiptaflokkanna í opinberri umræðu, að um leið og hann opnar munninn um pólitík tekur tilfinningasemin stjórnina af almennri skynsemi hans og hann hrekkur í hinar pólitísku skotgrafir.

Ég er alveg örugglega ekki einn um það að bíða enn eftir, að flokksmenn helmingaskiptaflokkanna ræði á Alþingi ábyrgð sína og flokka sinna á því fjármálakerfi, sem byggt var upp hér í stjórnartíð þeirra, og hrundi hér í haust.  Sú uppbygging hófst á einkavinavæðing bankanna, og hélt svo áfram undir kjörorðinu "það er kannski best að gera ekki neitt." Laissez faire.  Fræi hrunsins var sáð með uppbyggingu þessa fjármálakerfis.

Nú ætla ég að óska eftir að þeir taki málið fyrir á Alþingi og reki fyrir landsmönnum, hvernig þessi stefna, og gerðir af henni leiddar, er alfarið á ábyrgð flokkanna tveggja Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, helmingaskiptaflokkanna!


mbl.is Óviðunandi niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband