Nýmæli?

Verður ekki að ætlast til að formaður Framsóknarflokksins hafi kynnt sér stöðu fjármála ríkisins, og þar með skuldir.  Nóg hefur hann tjáð sig um málið með sínum háværa hætti.  Nú hefur hann opinberað á Alþingi að hann hefur ekkert vitað um hvað hann var að tala, þegar hann hefur tjáð sig um ríksfjármálin.  Kannski veit hann ekki heldur hverja sök flokkur hans ber á uppbyggingu fjármálakerfisins, sem hrundi í haust.  Hins uppblásna svikamyllukerfis, sem hófst með einkavinavæðingu bankanna, og var látið hér nánast eftirlits- og afskiptalaust á ábyrgð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins!
mbl.is 1.000 milljarða lán í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Bendi þér á það Auðunn að lántaka hjá AGS og Norðurlöndunum hefur verið kynnt sem lán til að byggja hér upp gjaldeyrisvaraforða.   Nú er komið annað hljóð í strokkinn.   Það getur verið að þú teljir sjálfsagt að ráðamenn segi ósatt í tíma og ótíma og teljir ekki eftir þér að kasta skít í þá sem trúa og treysta því sem ráðamenn segja. 

Ef baráttan fyrir því að taka á sig IceSave skuldbindingarnar snýst um að geta tekið lán til að greiða af skuldum í stað þess að styrkja krónuna er landið tæknilega gjaldþrota og heiðarlegra að lýsa því yfir strax.

G. Valdimar Valdemarsson, 19.10.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Hefur það breyst?  Ég vil nú helst bíða eftir að fá það staðfest frá ábyrgari manna hálfu!

Baráttan um að taka á sig Icesave-skuldbindingarnar?  16.nóvember 2008 skrifuðu þáverandi ráðamenn þjóðarinnar undir samning við Evrópusambandið fyrir hönd Breta og Hollendinga um að undirgangast ábyrgð Íslands á innistæðum á Icesave-reikningum Landsbankans.

"Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta þar sem íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu innistæðna í íslenskum bankaútibúum á Evrópska efnahagssvæðinu, einkum Icesave-reikningum Landsbankans."  Heimild Mbl.is.

Það hefur allatíð legið fyrir af hálfu Vg, að Icesave-samningurinn er nauðungarsamningur, og ekki langt síðan Steingrímur J. ítrekaði þá skoðun sína.  Kallaði þetta fjárkúgun!  Þannig að um varnarbaráttu hefur verið að ræða!

Ég vil svo benda þér á, að þetta vandamál er ekki tilkomið í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi það verið eitthvað óljóst!

Talandi um skítkast, þá er undarlegt að telja núverandi ríkisstjórn bera ábyrgð á þeim vandamálum sem við er að glíma á Íslandi í dag. Og þá sérstaklega Steingrím J.  Ætli megi ekki segja með réttu, að um uppsafnaðan vanda sé að ræða eftir óslitinn valdaferil Sjálfstæðisflokksins í 18 ár. Laissez faire.  "Það er kannski best að gera ekki neitt."

Auðun Gíslason, 19.10.2009 kl. 17:37

3 identicon

Svo mörg voru þau orð, Auðun!

Frábært hjá þér.

Kári (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 17:41

4 identicon

Auðun notar gömlu lummuna að kenna þeim sem á undan voru. Fyrri ríkistjórnir skrifuðu aldrei upp á ábyrðg á skuldum einkafyrirtækja en það gerði þessi ríkistjórn. Kreppan skall á Íslandi og gátu íslensk stjórnvöld lítið við því gert. Þeir sem halda því fram að stjórnmálamenn hér hafi getað komið í veg fyrir eignabólu í USA og EU sökum ríkisábyrgða á húsnæðislánum og blandaðs hagkerfis sem nú er runnið sitt skeið, eru ekki í neinum tengslum við raunveruleikan. Ríkistjórn VG og xS fer í söugbækurnar sem versta ríkistjórn sem þetta land hefur alið af sér. Engin ríkistjórn hefur skuldsett þjóðina jafn mikið og til langs tíma. Allt fyrir aðgöngumiða í ESB.

Landið (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 17:44

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Takk fyrir, Kári!  Vonandi verðskuldað!

Auðun Gíslason, 19.10.2009 kl. 17:45

6 Smámynd: Auðun Gíslason

16.nóvember skrifuðu Sjálfstæðismenn undir samning við Evrópusambandið fyrir hönd Breta og Hollendinga þar sem þeir undirgengust fyrir hönd Íslendinga um ábyrgð á innistæðum í íslenskum bönkum á Evrópska efnahagssvæðinu!  Hrun íslenska efnahaggskerfisis verður ekki skrifaður á reikning eignabólu annarsstaðar í heiminum, heldur eingöngu á þá stefnu sem hér réð ríkjum.  Stefnu sem lét hér fjármálakerfið eftirlit- og stjórnlaust.  Stefnu sem krystallast ágætlega í orðunum "það er kannski best að gera ekki neitt."  Orð Geirs H. Haarde fyrrum fjármálaráðherra og svo forsætisráðherra!

Auðun Gíslason, 19.10.2009 kl. 17:55

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli tvö fremur en þrjú ár hafi liðið frá því að fyrstu ábendingar frá erlendum hagspekingum um yfirskuldsett þjóðarbú fram að hruni bankanna? Tók ekki Steingrímur J. og fleiri stjórnarandstöðuþingmenn undir þetta samstundis og vöruðu stjórnvöld við?

Ekki man ég betur. Þetta kom engum á óvart öðrum en hægri fíflunum sem góluðu í kór:

"Markaðurinn leiðréttir sig sjálfur!"

Árni Gunnarsson, 19.10.2009 kl. 18:03

8 Smámynd: Auðun Gíslason

www.jonas.is  Ágætis færsla "Sýning fyrir fávitana."  Jónas skrifar um Sjálfstæðismenn!  Þingmenn og almenna FLokksmenn!

Auðun Gíslason, 19.10.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband