Já, hvar eru auðmenn Íslands, já og stórfyrirtækin á landinu!

Hér hefur allt orðið vitlaust, ef orðaðir eru sérstakir skattar á auðmenn og fyrirtæki þeirra, að ég tali nú ekki um útlend fyrirtæki alþjóðlegra auðhringa.  Hægrimenn og hagsmunasamtök íslenskra kapítalista hafa risið upp og mótmælt. Nei,  þeir vilja ekki borga hærri skatta, hafa enda vanist við tilveruna í skattaparadísinni sem frjálshyggjumenn komu hér á.  Þeir vilja að launfólk borgi  skatta en ekki þeir!

Þvílíkur aumingjaskapur!


mbl.is Þýskir auðmenn til bjargar - hærri skatta takk!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hærri skattar þýðir minni fjárfesting sem þýðir færri vinnandi hendur sem þýðir minni verðmætasköpun. Þetta er spurning um að nýta verðmæti til að skapa meira eða eyða þeim í ríkið sem er gjarnt á að eyða þeim.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 18:55

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Það  gilda þá sem sagt önnur efnahagsleg lögmál í Þýskalandi?  Ég get ekki séð annað en að skattastefna síðustu ára hafi leitt til annars en aukins ófarnaðar.  Ekki hafa íslenskir auðmenn verið að fjárfesta mikið í framleiðslufyrirtækjum á landinu, heldur öfugt.  Fé hefur streymt útúr undirstöðuatvinnugreinunum og verið notaðar í vita vitlaust brask!

Auðun Gíslason, 22.10.2009 kl. 18:59

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Afhverju komi nú ekki íslenskir auðmenn og leggi í sérstakan sjóð í stað hærri skatta á þá? Ég hef lagt til að efnameira fólk skuli greiða í sérstakan sjóð í skjali mínu "Okkar Ísland" ...krafa í nýrri stjórnun......En afhverju geta þeir ekki bara komið fram á sjónarsviðið og lagt inn sitt framlag í sérstakan sjóð?

Í stað þess á að nota sparifé okkar í lífeyrissjóðum til að fjárfesta í einhverjum fyrirtækjum með þátttöku erlends fyrirtækis: sjá í fréttum.

Guðni Karl Harðarson, 22.10.2009 kl. 21:27

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Mér þykir þú bjartsýnn, Guðni!

Auðun Gíslason, 22.10.2009 kl. 22:09

5 identicon

Það gilda ekkert önnur lögmál í þýskalandi en hér, ef skattar verða hækkaðir þar mun það draga úr sparnaði og eyðslu og þar með fjárfestingu. Það að halda því fram að hér hafi ekki verið mikil fjárfesting í hinum ýmsu fyrirtækjum er annað hvort fáfræði eða barnaskapur. Þúsundir íslendinga hafa vinnu í dag vegna þess að til var fjármagn til að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum og stækka og efla eldri. Ef skattar hefðu verið hærri á Íslandi síðustu 25 ár er alveg víst að hér væri kaupmáttur enn lægri en hann er í dag. Hagkerfi snúast um að skapa verðmæti ekki eyða þeim í ríkið.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:56

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Uppástunga auðmanna í Þýskalandi er þá hvað?  Talandi um fáfræði, veist þú ekki um skuldsetningu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, sem m.a. stafar af því að menn tóku lá til að fjárfesta í allskyns vitleysu sem fór lóðbeint á hausinn.  Hvar hefur þú verið?  Eða ertu í algerri afneitun á ástandið!  Þú lítur greinilega á "ríkið" sem einhverskonar óvin og andstæðu verðmætasköpunar.  Hagkerfið á skapa verðmæti fyrir fólk, fyrir samfélagið! Framleiðslan á þjóna fólkinu ekki öfugt einsog þið frjálshyggjupésarnir teljið.  Fjármagnið á að þjóna samfélaginu, samfélagið á ekki að þjóna fjármagninu!

Auðun Gíslason, 22.10.2009 kl. 23:04

7 identicon

Uppástunga þýskra auðmanna er heimskuleg, ef þeir vilja eyða fjármagni sínu til að hjálpa til við að vinna Þýskaland út úr kreppunni þá geta þeir fjárfest í fyrirtækjum sem þeir telja góð. Það er fjöldinn allur af einstaklingum með góðar hugmyndir sem sárvantar fjármagn.

Ég veit heilan helling um skuldsetingu sjávarútvegs og hún miklu minni en þú heldur og samanborði við aðrar atvinnugreinar þá er hún undir meðallagi. En gefum okkur að hún sé meiri en annars staðar og hvað með það er það hlutverk ríkisins að vasast í því hvað einstaklingar og lögaðilar gera við verðmæti sín? Viltu fá ríkið í bókhaldið hjá þér og banna þér að kaupa þetta og hitt því það er ekki gott fyrir þig eða sé bara óþarfa eyðsla. Ætti það ekki að vera þín ákvörðun í hverju þú fjárfestir og fyrir hvað mikið. Þú hefur fullan rétt á því að græða rétt eins og að tapa.

Já ég lít á ríkið sem óvin og andstöðu verðmætasköpunar, einstaklingar og lögaðilar sem bera ekki ábyrgð á tapi sínu eru síst til þess fallnir að skapa verðmæti t.d. bankarnir sem féllu. Hvaða heilbrigt fyrirtæki heldur þú að myndi reka sig eins og ríkið? Hagkerfið er bara hópur einstaklinga á sama landssvæði að reyna að bæta sinn hag. Það sem þú blaðrar um í lokin er ekkert annað en orðhengilsháttur. Þú ert ekki að segja neitt og skilningur þinn á frjálshyggju er greinilega enginn. Fjármagn þjónar þeim sem á það og þeim sem versla með það.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 04:10

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Mér þykir þú bjartsýnn Guðni.

Ég bjartsýnn? Þetta væri aðeins krafa í stað hærri skatta. Þannig kæmu því peningarnir beint í kassann.

Auðunn af lestri því sem Vilhjálmur svarar þér er ekki annað að sjá en þú hafir sett hann í vörn (v. blaðrar í lokin osfrv.) Hlægilegt að lesa frekar aumkunarvert svar hans.

Það er hinsvegar alveg ljóst að bæði ríkið og frjálshyggjan eru óvinir almennings í landinu því í svona hagkerfi hefur ríkið augljóslega enga getu til að byggja upp neina verðmætasköpun að ráði nema einhver Álverskjaftæði og frjálshyggjan gerir allt fyrir eigin vasa en ekki með hagsmuni heildarinnar í huga. Þessvegna þarf  að losa öll þessi höft af og byggja upp nýtt kerfi. Ég sé að það væri alveg hægt að reka landið (burt með þetta ríkisnafn) sem Heildarfyrirtæki með höfuðstól sem treystir m.a. á uppbyggingu krónunnar með stóraukinni verslun á hana og setja síðan smærri fyrirtæki úti á landi í gang með verðmætasköpun í huga. (sjá "Okkar Ísland" 1.04 þegar að það verður tilbúið um helgina og slóðin sett á bloggið mitt)

Það þarf að losa sig alveg við þessi hugtök: frjálshyggja og ríki osfrv. Meðfram því verður hægt að byggja upp nýtt Hagkerfi sem þjónar hagsmunum heildarinnar en ekki einhverjum einkavösum. Slíkt væri best í nálægð við íbúana því í nálægðinni með svæðisþingum og embættismönnum væri jú búið að draga niður þetta hugtak sem Ríkið er líka.

Guðni Karl Harðarson, 23.10.2009 kl. 10:59

9 identicon

Guðni er það regla hjá ykkur sósíalistum að fara í kringum efni og ekki svara mönnum málefnalega eða er þetta getuleysi ykkar að ræða málefnin?

Það sem þú ert að lýsa er afnám eignaréttar og upptaka svæðisþinga(ráðstjórnir fólksins) kannastu eitthvað við þetta í sögunni? Hringir þetta engum bjöllum? Allt í lagi ég skal hjálpa þér USSR, Kína, N-Kórea, Kúba??? Já kommúnismi. Virkaði hann? NEI.

Eina leiðin til að byggja upp Ísland sem efnahagslega stöðugt og stækkandi hagkerfi er að notast við frjálshyggju. Ég veit að þú hefur ekki hugmynd hvað sú stefna er en í stuttu máli þá snýst hún um neikvætt frelsi þ.e. frelsi frá einhverju og þar með frelsi og ábyrgð. Þökk sé vinstirmönnum sem tala um jákvætt frelsi fengum við blandað hagkerfi þ.e. einkavæddir bankar en ríkisvæddur gróði eða frelsi fjármálafyrirtækja til að græða en tapa á kostnað skattgreiðenda. Mæli með að þið horfið á þetta http://frjalshyggja.ning.com/video/gunnlaugur-jonsson-raedir

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 14:00

10 Smámynd: Auðun Gíslason

Athyglisverð afstaða.  Hafi einhver annan skilning á frjálshyggjunni en Vilhjálmur, þá hefur hann engan skilning!  Þessi afstaða og svo afstaðan til fjármagnsins flokkast undir rétttrúnaðarviðhorf svipuð þeim sem tíðkast innan trúarhópa ýmissa.  Við svoleiðis case er náttúrulega ekki hægt að eiga vitsmunaleg skoðanaskipti.  Frjálshyggjan er einn helsti sökudólgurinn í því efnahagshruni sem heimurinn stendur frammi fyrir.  Vilhjálmur vill nota sömu aðferð til að reisa efnahagslífið við.  Fyrirfram veit ég hverju Vilhjálmur svarar.  Hann mun halda því fram að ríkisafskipti hafi sett efnahag heimsins um koll, ekki frjálshyggjustefnan.   Ég styð eindregið neikvætt frelsi þegar kemur að frjálshyggjunni og talsmönnum hennar.  Megi heimsbyggðin losna undan því oki sem slíkum fylgir og þeirra hugmyndafræði.  Semsagt frelsi frá frjálshyggjunni og talsmönnum hennar!

Auðun Gíslason, 23.10.2009 kl. 15:15

11 identicon

Hvernig væri Auðun að útksýra það hvernig frjálshyggjan olli þessu hruni. Hvað er það við frjáls samskipti, frjálsan markað og að einstaklingar beri ábyrgð á eigin gjörðum sem orsakaði kreppuna?

Kreppan er eins og svo margar kreppur hafa verið komin til vegna þess að ábyrgð á ákvörðunum er færð frá einstaklingum og yfir á skattgreiðendur. Hagkerfið hafa veirð blönduð þ.e. einkavætt fjármagnskerfi en ríkisvætt tap. Hver eru helstu orsök þessara kreppu? Húsnæðislán í USA og EU, það deilir enginn um það. Hvað olli því að húsnæðislán voru jafn ótrygg og raun bar vitni í þessum löndum. Annars vegar lög sem skylduðu banka og fjármálastofnanir að lána hverjum sem er og hins vegar ríkisábyrgð á slíkum lánum. Bóla af völdum ríkisafskipta. Ef þú vilt kenna frjálshyggjuni um þetta þá væri góður leikur að útskýra það hvað það var við frjálshyggjuna sem olli hruninu.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 15:51

12 Smámynd: Auðun Gíslason

Beri ábyrgð!  Voru ekki yfirvöld að grípa í taumana þegar kapítalistarnir voru búnir að keyra hagkerfið inní kreppuna?  Hin frjálsu samskipti sem þú kallar svo!  Að kenna um sparisjóðsstjórum í smáborgum BNA er svona heldur billeg útskýring.  Hvað voru mörg prósent íbúðalána í BNA í vanskilum eða lántakendur komnir í þrot þegar  kreppa kapítalismans skall á?  Mér skilst að hlutfallið hafi verið svo lágt að það eitt og sér geti ekki verið ástæðan fyrir ástandinu!  En nú segir þú: Hún er samt flöt!  Þegar ruglið allt hrundi varð að finna sökudólg og ef sama vitleysan er endurtekin nógu oft breytist hún í Staðreynd með stórum staf!  Athugið, þessi efasemd um húsnæðislánin sem frumorsök kreppunnar er ekki frá mér komin.  Hinsvegar er fullyrðingin um húsnæðislánin sem Sökudólg með stórum staf komin frá frjálshyggjupésum sem hluti af þeim blekkingarvef sem þeir reyna að spinna til varnar ónýtri hugmyndafræði sinni!  Heilaþvotturinn hefur gengið svo langt að stór hluti fólks trúir á frjálshyggjuna og hefur ekki hugmynd um aðra valkosti.  Enn aðrir eru haldnir blindu trúarbragðanna.  Þeirrra átrúnaðargoð er hinn alfrjálsi einráði allt um lykjandi markaður.  Og þegar allt klikkar kenna þeir um smámunum í hlutfalli við heildina í þessu tilviki smábroti af húsnæðislánaskuldurum og þeim sem lánuðu þeim.  Hefði hinn allt leysandi markaður ekki átt að geta gert eitthvað annað og meira en að leysa þann vind sem hann gerði með útskýringum markaðssinna?

Auðun Gíslason, 23.10.2009 kl. 19:14

13 identicon

Já auðvitað vænin þessar 1,6 trilljón dollarar sem fólk tók að láni út á fasteignir sínar hafði ekkert að segja, þetta er ekki nema 12% af heildar efnahag BNA. Bættu ofan á þetta öllum undirmálslánunum. Í hvaða draumaheimi býrð þú?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 20:59

14 identicon

Væri gaman að heyra þína útskýringu á kreppunni. Þó efast ég um að þú hafir eina og sért bara einn af þeim sem bendir og hrópar.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 21:00

15 Smámynd: Auðun Gíslason

Þú kýst að svara ekki, hversu hátt hlutfall þessara lána var í vanskilum.  Spurði ég þig ekki að því?  Það hlýtur að vera sá hluti lánanna, sem veltu hlassinu um koll, ekki satt?  Varla hafa lán sem voru í fullum skilum velt því, eða hvað?  Við getum kannski bara kennt íbúðalánasjóði um, hvernig fór hér á landi undir mottóinu "það er kannski bara best að gera ekki neitt." 

Auðun Gíslason, 23.10.2009 kl. 21:36

16 identicon

Undirmálslánin eru talin vera á bilinu 750 til 900 milljarðar dollara, lítið sem ekkert af því fæst til baka. Hvað margir af þeim sem tóku lán út á húsnæði sitt þ.e. þessi 1,6 trilljón geta ekki greitt til baka það veit ég ekki en nóg er þetta til að velta heilu bankakerfunum.

Þú ert gjarn á að krefja mig um svör en engin koma frá þér sjálfum t.d. við spurningu minni hér fyrr: "Hvernig væri Auðun að útksýra það hvernig frjálshyggjan olli þessu hruni. Hvað er það við frjáls samskipti, frjálsan markað og að einstaklingar beri ábyrgð á eigin gjörðum sem orsakaði kreppuna?"

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 00:11

17 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Villhjálmur þú ætlar mér að vera fylgjandi einhverjum sósíalisma. Þá hefur þú algjörlega misskilið sem ég hef verið að skrifa. Hugmyndir mínar ganga hvorki út á frjálshyggju né sósíalisma heldur að losa um þessi hugtök og valdið í kringum þau. Að minnka ríkið! Að hefta frjálshyggjuna þannig að allir eigi jafnan rétt en ekki einhverjir sérhagsmunapostular. Það er algjörlega misskilningur að ætla mér að vilja aukið vald til fólskins heldur vil ég þver öfugt. Því hugmynd minn gengur út á blandað hagkerfi í nálægð við íbúana þar sem allir eiga jafnan þátt í framtaki íbúanna og jöfn tækifæri. Það er fólkið sjálft sem stjórnar og allar hugmyndir koma frá því. Síðan taka embættismenn (fáir á hverju svæði eða 4) við og aðeins framkvæma það sem fólkið hefur ákveðið. Það lítið sem ekkert fast vald og lítið sem ekkert Ríki né ráðstjórnarríki. Það er tilfærsla og hringrás á valdi sem allir eiga jafnan rétt. HVERGI HAFA ÞÆR HUGMYNDIR SEM ÉG ER MEÐ VERIÐ REYNDAR Í HEIMINUM.

Ég vil losna við Auðvald og Stjórnunarvald líka með því að setja upp hringrás af stjórnun frá fólkinu sjálfu. Alltaf skiptanlegt því hver tekur þátt í stjórnun (ath. ég skrifa ekki stjórnar) og samskiptum innan svæðisins.

Ég nenni ekki og hef engan tíma í að fara í einhverjar rökræður við þig um þessi mál. Ég er búinn að fara í gegnum þessi mál aftur og aftur og endalaust lesið um þau. Það er líka alveg ljóst að Ríkinu hefur mistekist að gera sem því er ætlað að gera. Frjálshyggjan færir fólk síðan upp í einhvern metorðastiga og skylur þá eftir sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Það hefur alltaf komið í ljós. Það er ekkert réttlæti í því að sumir eigi að fá einhver fleiri tækifæri en aðrir.

Það er hinsvegar áhugavert að lesa þessar umræður allar. 

Guðni Karl Harðarson, 24.10.2009 kl. 16:00

18 identicon

Guðni þú hefur gífurlega miklar ranghugmyndir um það hvernig heimurin virkar ef þú telur að það sé hægt að búa til sósíal kerfi eins og í Sovétríkjunum. Þú getur neitað því að vera að predika sósíalisma og kallað þetta einhverjum öðrum nöfnum en sósíalismi er þetta. Þú ert að afnema eignarétt og þar með hvatann fyrir einstaklinga að skapa verðmæti.

Þá er greinilegt að þú hefur litla sem enga þekkingu á því hvað frjálshyggja er og dæmir hana á yfirborðskenndum frösum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ef þú vilt að fólk geti búið í réttlátara samfélagi þá er frjálshyggjan besta leiðin að því markmiði.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 19:11

19 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Villhjálmur guð minn góður segi ég nú bara. Ég er búinn að segja þér að ég nenni ekki að svara þessu rugli frá þér.  Sósíal kerfi? Hvar er það sem þú sérð að ég vilji sósíal kerfi? Ég hef þvert á móti skrifað að ég vilji út úr öllum þessum kerfum sem hafa engin virkað! Allt saman burt eins og sósíal, frjálshyggja, eiginhagsmunir, miðja vinstri hægri og allt þetta sem hefur njörfað niður og haldið almenningi í fjötrum ofurvalds, frelsissviptingu, græðgi, auðsöfnun á fárra hendur. Ég get haldið endalaust áfram.........

Frjálshyggjan er búin að sanna sig svo vel í heiminum eða hvað? Milljarða hungraðra einstalkinga út um allan heim. Eins og mörgum ríkjum Afríku þar sem stórfyrirtækin arðræna heilu þjóðirnar og hverfa burt með auð þeirra. Svo mörgum sinnum hefur maður verið vitni að þessu. Réttlátt samfélag með frjálshyggju? Þú ert ótrúlegur. Og um leið og ég skrifa eitthvað kemur þú til baka með fullyrðingar eins og þessa:

þú>Þá er greinilegt að þú hefur litla sem enga þekkingu á því hvað frjálshyggja er og dæmir hana á yfirborðskenndum frösum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Og svo muntu halda áfram sjálfsagt: það sem hefur komið fyrir í Afríku kemur frjálshyggju ekkert við. Og eflaust koma með fullt af einhverjum útskýringum þar um...................

Já, já ég  dæmist segja að Frjálshyggja vera með yfirborðskenndum frösum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum? Eins og ég sé ekki búinn að fara í gegnum þessi fræði öll sömul og skoðað þau í gegnum árin og lesa (á ensku) á netinu. Þú veist ekkert hvað þú ert að segja.

Guðni Karl Harðarson, 28.10.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband