22.10.2009 | 18:55
"Hér fljótum við eplin, sögðu hrossataðskögglarnir."
Sagði Ólína um stjórnarandstöðuna. Það er hálfdapurlegt að hlusta á Bjarna Ben og Höskuld Noregsfara. Sigmund Davíð þarf varla að nefna lengur. Þeir teljast seint meðal beittustu kutanna í skúffunni, þessir þrír helstu talmenn þeirra flokka, sem færðu einkavinum sínum bankana á silfurfati. Síðan það gerðist hefur stefnt hægt en örugglega að því hruni, sem þjóðin hefir verið stödd í um eins árs skeið. Enda mottóið "Það er kannski best að gera ekki neitt." Allskyns fjárglæframenn og skúrkar hafa fengið frítt spil með velvilja og velþóknun Framsóknar og SjálfstæðisFLokks.
Það er náttúrulega orðum aukið að Sjálfstæðisflokkurinn eigi einn allt Icesave-klúðrið. Framsókn á sinn hlut af því endemismáli.
Bjarna Ben og Sigmund þyrstir í völdin valdanna vegna. Hagsmunir þjóðarinnar vega létt í máttlausri baráttu þeirra. Aðeins eitt skiptir þá mál, völdin. Og þá hlýtur maður að spyrja sig þeirrar spurningar, hvort þessum kónum sé treystandi fyrir landsstjórninni. Svarið er einfaldlega nei! Þeir hafa ekki mannkosti, reynslu eða þekkingu til þess. En fyrst og fremst skortir þá þá mannskosti, sem þarf. Það er ljóst af málflutningi þeirra öllum! Auk þess standa sömu eiginhagsmunaklíkurnar á bak við þessa flokka. S-hóparnir og ýmsir menn "í talsambandi við FLokkinn." Sömu fjárglæframennirnir eru enn á kreiki í skúmaskotum helmingaskiptaflokkanna og áður! Bæði þessir, sem verið er að rannsaka, og hinir sem hafa sloppið fram að þessu!
Þung orð falla um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.