22.10.2009 | 22:29
Forherðing og firring! Bannið RÚV ehf!
Nú er hafin alherjar áróðursherferð gegn Agli Helgasyni og RÚV ehf undir forystu Ástþórs Magnússonar og Björns Bjarnasonar lagabætis! Ýmsir hafa tekið á sig krók á lífsleið sinni til að leggja málefninu lið. Má þar nefna Hannes frelsara og Sturlu Hólmara. Vilja þeir að Egill verði rekinn af RÚV! Ástæðan er sú að þeim hugnast ekki skoðanir Egils. Segja að hann leggi Sjálfstæðisflokkinn í einelti og dissi Ástþór! Telja þeir að með því að hafa Egil á launaskrá, og leyfa honum að stýra tveim vinsælustu sjónvarpsþáttum á Íslandi, brjóti ríkisútvarpið ehf landslög! Það á að sjálfsögðu ekki að viðgangast að ríkisútvarpið ehf sé með vinsælt sjónvarpsefni á dagskrá sinni. Og enn síður, að það sé stjórnandi sem ekki tilheyrir halelúja-kór litlu svörtu klíkunni (samsafn götustráka í FLokknum), sem sé svo vinsæll meðal alþýðu manna! Slíkt má einfaldlega ekki viðgangast!
Áfram Hannes og Ástþór!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.