Er þetta niðurstaðan af þessari svokölluðu jafnréttisbaráttu?

Í dag fékk  ég eftirfarandi bréf.  það vekur mann til umhugsunar.  Það er greinilega ekki gert ráð fyrir feðrum í lífi barna í Foreldrafélagi Háteigsskóla, eða jafnvel á skrifstofu skólans...  Og allra síst einstæðum feðrum!  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég verð var við það hugarfar, að ekki sé gert ráð fyrir að karlar séu forráðamenn barna sinna.  Við höfum greinilega alveg gleymst í allri þessari jafnréttisbaráttu

Ágætu foreldrar og forráðamenn barna í Háteigsskóla

Foreldrafélag Háteigsskóla vill með bréfi þessu óska eftir stuðningi ykkar. Síðustu ár hafa foreldrar stutt dyggilega við foreldrafélag skólans. Foreldrafélagið heldur m.a. öskudagshátíð, vorhátíð og stendur fyrir námskeiðum. Undanfarin ár hefur skólinn boðið foreldrum barna við skólann í jólamat í desember en vegna niðurskurðar þarf skólinn á okkar stuðning að halda til þess að hefðin haldist. Samkvæmt lögum er skylda að hafa foreldrafélag í skólanum og gott samstarf heimila og skóla er afar mikilvægt.


Félagsgjald fyrir veturinn 2009-2010 er 1.500,- kr.
Nú eru greiðsluseðlar að birtast í heimabönkum mæðra. (Leturbreyting mín
).
Aðeins er óskað eftir einu framlagi frá hverju heimili
Þeir sem eru ekki með heimabanka geta greitt inná reikning 130-26-6610 kt.661094-2229 (Foreldrafélag Háteigsskóla)
Við þökkum stuðninginn, barnið þitt mun njóta framlagsins!

Foreldrafélag Háteigsskóla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband