Álver í Reykjavík! Opið bréf til þingmanna og borgarfulltrúa Reykvíkinga.

Ég krefst þess hér með að reist verði álver í Reykjavík!  Það er tími til kominn!  Á höfuðborgarsvæðinu búa flestir þeirra sem atvinnulausir eru í dag!  Orkuveita Reykjavíkur, OR, á ekki að vera að vinna orku útum allar koppagrundir fyrir einhverja aðra en Reykvíkinga!  Hér vantar auk þess almennilega stórskipahöfn.  Höfn einsog þarf fyrir rekstur álvers.  Fyrir utan það, er hér allt sem þarf.  Vinnufúsar atvinnulausar hendur og þekking! Og orkufyrirtækið, OR, er eign Reykvíkinga.  Landrými er hér nóg við sjó, t.d. á flugvallarsvæðinu.  Öll stjórnsýslan hlýtur að láta þetta fljóta athugasemdalaust í gegn fyrir höfuðborgarbúa!  Öll leyfi yrðu klár athugasemdalaust.  Skítt með það þó Reykjavíkurborg/OR og ríkissjóður verði að slá 300 milljarða lán fyrir herlegheitunum!  Og að öll vinnanleg orka á suðvesturlandi dugi ekki til.  Hver er sjálfum sér næstur, Reykvíkingar!  Berjumst fyrir hagsmunum okkar!  Aðrir geta séð um sig(?)!

Sem sagt!  Álver í Reykjavík!  Tvö frekar en eitt!  Hvað eru þingmenn og borgarfulltrúar Reykvíkinga að hugsa! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er bara einfalt réttlætismál og ætti að standast alla gagnrýni. Síðan má taka til hendinni og úthluta aflaheimildum á sama jafnréttisgrundvelli og að ég tali nú ekki um mjólkur-og sauðfjárkvóta. Við Reykvíkingar höfum látið bjóða okkur upp á þessa byggðapólitík nógu lengi.

Lifi byltingin!

Árni Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

það væri fín staðsetning að setja slíkt álver upp á 360 þúsund tonn  við tjörnina. T. d. í hitt hornið beint á móti ráðhúsinu. Þar er gott byggingasvæði sem nær upp með  lóðinni hjá forseta vorum og hans ektafrú og inn á gömlu Thorsaralóðinni.

Það er mikið land á óbyggðu svæði sem kallað er Hljómskálagarður, sem er hvort eð engum til gagns. Þá væri upp lagt að láta raflínur koma niður laugaveginn því hann er í beinni línu ofanað Hellisheiðinni. Þá myndi verða járnbrautalest sem færi eftir lækjargötinni og niður að höfninni. Sem nú er lítið notuð

Kristbjörn Árnason, 5.11.2009 kl. 13:54

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Hér tala framsæknir menn!  Ég finn það í sálinni hve mikið skortir á hér í borginni álverslausri!

Auðun Gíslason, 5.11.2009 kl. 14:56

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þetta líkar mér.

Loksins, loksins, kom alminnileg hugmynd inní helst til snauða autvinnumálaumræðu!

Þeir gera ekki betur frömuðurnir í Keflavík. Svo mikð er víst.

Jóhannes Ragnarsson, 5.11.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband