28.12.2009 | 23:48
Líklega jafnfyndið...
...og krafa SjálfgræðsFLokksins um að forsetinn neita að skrifa undir Icesave og vísi þar með málinu til þjóðarinnar. FLokksmenn voru á sínum tíma búnir að sanna að forsetinn gæti ekki neitað að skrifa undir lög frá Alþingi og vísað þeim til þjóðarinnar. Að eigin sögn!
FLokkurinn hefur aldrei fyrr í sögu sinni haft áhuga á, að þjóðin fengi að kjósa um einstök mál í þjóðaratkvæðagreiðslu! Alltaf vísað því á bug.
Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og hvað? Ég veit ekki betur en Vinstri Grænir og hluti Samspillingarinnar hafi verið talsmenn þess lengi að þjóðin ætti að kjósa um sem flest mál, má þar nefna t.d. Kárahnjúka, og virkjun í neðri hluta Þjórsár sem eru hreinn tittlingaskítur miðað við mál sem hneppir þjóðina í ánauð um ókomna tíð.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 00:37
???
Auðun Gíslason, 29.12.2009 kl. 00:54
Aldrei hef ég séð tittlingaskítnum gert svona hátt undir höfði. Virkjun í neðri hluta Þjórsá yrði staðfesting á því að þessari þjóð er ekki treystandi fyrir eigin náttúruverðmætum. Reyndar hef ég lengi vitað það að ákveðin stjórnmálaöfl þrælast gegnum lífið með hjartað í rassvasanum og flestar þeirra pólitísku ályktanir koma frá afturendanum því samkvæmt. Lyktin er ólygnust.
Árni Gunnarsson, 29.12.2009 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.