31.12.2009 | 22:34
Frábær Jóhanna!
Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið sá stjórnmálamaður, sem almenningur telur einna heiðarlegastan úr þeirra röðum. Ólíkt áramótaávörpum síðustu 2ja áratuga var ávarpið innihaldsríkt en ekki innihaldslaust raus um ágæti eigin ríkisstjórnar að mestu. Þjóðin treystir Jóhönnu áfram. Þrátt fyrir óvinsælar aðgerðir og þrátt fyrir Icesave.
Sömu sögu er að segja af Steingrími J. Í dag varð hann í öðru sæti í kosningu um mann ársins. Þrátt fyrir Icesave og þrátt fyrir óvinsælar aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Þetta segir mér talsvert um hvað þjóðinni finnst eftirsóknarvert í fari stjórnmálamanna. Þetta segir mér líka talsvert um lýðskrumarana, sem leiða stjórnarandstöðuna. Þeir komust ekki á blað í þessari kosningu, og hafa í könnunum skorað talsvert lægra en Jóhanna og Steingrímur í könnunum á trausti kjósenda.
Um 20% kjósenda hafa að sögn skrifað undir áskorun Indefence-deildar Framsóknarflokksins. Vonandi að allir á listanum séu raunverlegir kjósendur, og að allir á listanum hafi sjálfir sett nafn sitt á listann. Óvíst er um skoðanir undirritara. Kannski eru einhverjir sem sett hafa nafn sitt þar sömu sinnis og ég. Ég er á móti því að við þurfum að borga Icesave en ég veit hinsvegar, að við sitjum uppi með Icesave, hvort heldur okkar líkar betur eða ver. Og ég hef enga trú á að við náum betri samningi verði þessum hafnað. Þá held ég að Bretum og Hollendingum verði einfaldlega nóg boðið, og verði enn harðari í horn að taka. Auk þeirra vandræða sem slíkt myndi valda á öðrum sviðum!
Krefjumst ábyrgra fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hef sagt þennan sannleika áður og get svo sem sagt hann aftur:
Jóhanna áttar sig ekki á vanda venjulegs launafólks, einyrkja og smá-fyrirtækja.
Jóhanna heldur í alvörunni að hún og allt undir pilsi hennar sé heilagt.
Jóhanna gengur á vatni. Því mun hún sökkva. Ósköp einfalt náttúrulögmál.
Uppúr botnleðjunni leita þeir sem felast undir pilsinu, fyrr en síðar, að súrefni.Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 23:55
Sæll Auðunn. Jóhanna Sigurðardóttir er mikill og farsæll stjórnmálamaður sem skilur betur en margur annar kollegi hennar kjör almennings í landinu. Hún nýtur mikils trausts og það gerir Steingrímur líka eins og þú segir réttilega. Reiðin í samfélaginu er enn mikil og hún er sínu mest á suðvestur horninu. Þar var fallið líka langmest. Þegar uppbyggingarstarfið fer að verða sýnilegra og rannsóknarstarfið sömuleiðis fer fólk að átta sig og þá dvínar reiðin. Þó er einn málaflokkur sem stjórnin verður að taka betur á og það er skuldavandi heimilanna. Þegar tekið hefur verið á þeim málum af sanngirni fer virkilega að róast í samfélaginu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.1.2010 kl. 00:32
Gleðilegt ár gamli skarfur og takk fyrir það gamla!
Ég missti nú af miklum hluta þessa áramótaávarps og get ekki dæmt meira en ég náði. Allt var það mjög notalegt og í þeim anda sem þessi stjórn hefur boðað í sinni stefnu. Jóhanna hefur enga líka leiðtogatilburði og fyrirrennarar hennar sem töldu sig geta gengið á vatni og töldu mestum hluta þjóðarinnar trú um að fólkið í landinu gæti það líka. Margir álpuðust til að trúa því og sukku með leiðtogunum og því miður höfðu leiðtogarnir ekki átt nein flotvesti fyrir aðra en þá sjálfa og þeirra nánustu vini. Þeim skaut fljótt upp úr kafinu en þjóðin væntir björgunar enn.
Engir eru ótrúverðugri til að bjarga þjóðinni en börn þeirra leiðtoga sem leiddu hana út í ófæruna með hrokasvip.
Árni Gunnarsson, 1.1.2010 kl. 01:21
það eina sem við þurfum núna er að losna við þessa kerlingarálft og alla hennar stuðningsmenn,fyrr verður engin uppbygging,megi hún og hennar ömurlegi flokkur aldrei þrífast.
magnús steinar (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 11:36
Ég er sammála Auðun
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 1.1.2010 kl. 22:36
Hvað með gjánna milli hennar og okkar?
Sigurður Haraldsson, 4.1.2010 kl. 19:41
Heyrðu Sigurður! Hvaða dónaskapur er þetta; Jóhanna og gjá? Ertu að meina að Jóhanna sé gjálíf? Eða viltu komast í ........ hennar?
Auðun Gíslason, 5.1.2010 kl. 02:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.