Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka!

Classic_time_bomb  Fátækt á Íslandi er afleiðing af pólitískri stefnumótun á sama hátt og sífelldur peningaskortur í heilbrigðiskerfinu.  Í eina tíð urðu allir stjórnmálaflokkar sammála um að "auðvitað" þyrfti að spara/skera niður í heilbrigðiskerfinu.  Öfugt við Skandínava, sem forða þjóðfélagshópum með lágar tekjur frá fátækt, höfum við samþykkt fátæktina með þögn, aðgerðum og aðgerðarleysi!  Við höfum ekki beitt skattakerfinu til tekjujöfnunar!  Það er til marks um áhugaleysið hér á landi um þessi mál, að ég þurfti að leita lengi að bloggfærslum um málið.  Fréttir af þessu máli er ekki að finna á Smugunni.  Vinstrigrænir bloggarar eru áhugalausir um málið!  Hvað segir það okkur?  Jú, sá flokkur er líka búinn að samþykkja ástandið!  Meirihluti svokallaðra jafnaðarmanna á íslandi hefur ekki hugmynd um hvað jafnaðarstefna er, og hefur heldur ekki áhuga á að vita það!  Sósíalistar eru vandfundnir og undir sömu sök seldir!  Hér ríkir Thatcher-ismi:  Markaðurinn sér um fátæklingana!  Og stjórnmálaelítan er öll sammála um að hafa það þannig!  Fátæktin er ekki hennar mál, heldur mál góðgerðafúsra kellinga!

Thatcherismi=Blairismi=Þriðja leiðinStefna Samfylkingarinnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar.  Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, er fulltrúi þessarar stefnu í núverandi ríkisstjórn.  Jóhanna og Steingrímur hafa samþykkt þessa stefnu nú, ef marka má aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðvitað verður þegjandi samkomulag um fátækt á Íslandi á meðan krakkarnir úr háskólunum sitja á Alþingi í boði sponsoranna sem hagnast á misskiptingu auðs.

Ég hef heyrt af fólki sem grætur af sulti í Reykjavík en ekki orðið vitni að því. Ég hef hisnvegar heyrt í grátandi fólki og verið viðstaddur þegar það hefur lýst angist sinni og tilgangslausri framtíð.

Það hafa verið efnaðir einstaklingar og moldríkir atvinnurekendur. Þeir bresta ævinlega í grát og kveinstafi þegar þeir heyra talað um hækkanir á sköttum!!!!

Allir vita að auðveldasta leiðin til að jafna kjör fólksins í þessu samfélagi er veruleg hækkun á skattleysismörkum. Það yrði til þess að vernda þær litlu tekjur sem lægst launaða fólkið hefur og tryggja neyslu þess. Mjög líklega þyrfti að mæta tekjumissi ríkis og sveitarfélaga með því að hækka ofurlítið skatta þeirra sem rýmri tekjur hafa.

En þegar á það er minnst þá sveiflar kórstjóri auðmanna tónsprotanum og grátkórinn hefur upp sína raust.

Sungið er af þrótti hið stórkostlega tónverk um baráttuna gegn kommúnismanum.

Margir eru hinsvegar farnir að ryðga í textanum og láta nægja að kyrja: ex dé-ex dé!

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 14:36

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Já. Árni minn, þetta er svakalegt!  Og það  skilja þeir einir til fulls, held ég, sem einhvern tíma hafa verið fátækir!  En hvar eru jafnaðarmennirnir svonefndu?  Væntanlega að hræra í "kjötkötlunum", eða hvað?

Auðun Gíslason, 27.5.2010 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband