27.5.2010. Verður það hlutskipti Vg undir forystu Steingríms og leiðsögn AGS að láta alla drauma nýfrjálshyggjumanna rætast á Íslandi?

Verður það hlutskipti Vg undir forystu Steingríms og leiðsögn AGS að láta alla drauma nýfrjálshyggjumanna rætast á Íslandi?  Ekki virðist vera mikil viðspyrna hjá ríkisstjórninni gegn kröfum og hugmyndafræði AGS.  Steingrímur kýs að sparka frekar í eigin liðsmenn en að sporna við fótum gegn frjálshyggjuáætlunum AGS og ESB!  Lilja Mósesdóttir fær að kenna á því fyrir að standa föst fyrir og minna Steingrím á tilmæli þingflokksins í Magma-málinu.  Árni Þór syngur svikasönginn með Steingrími.  Þrír viðstaddra á fundi þingflokksins hafa staðfest orð Lilju.  Þorleifur Gunnlaugsson, Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja. 

Hvaða trakteringar fær Svandís Svavarsdóttir eftir útspil sitt í auðlindamálum þjóðarinnar?  AGS og ESB gera kröfur um að einkaaðilar eignist þær allar.  Leið Norðmanna má reyna en sjálfsagt verður sprenging innan Samfylkingarinnar.  Hjólar Steingrímur í Svandísi?  Er hún gengin í lið með órólegudeildinni?  Auðlindir þjóðarinnar eru í hættu. 

Allsstaðar þar sem AGS kemur elta sjóðinn hýenurnar til að hirða auðlindir þjóða.  Reynt er að þrengja sem mest að þjóðum og fyrirtækjum þeirra.  Koma almúganum á hnén og skera niður samfélagsþjónustuna.   Einkavæða heilbrigðis- og menntakerfið,  einkavæða auðlindirnar, selja fyriritækin og brytja þau niður. Þegar þessu er lokið hefur AGS hefur unnið sitt verk og getur yfirgefið landið í rúst og almúgann á vonarvöl.  Einsog alltaf var ætlunin með komunni. 

Og yfirstéttin, auðvaldið og stjórnmálaelítan, flýtur ofaná einsog kúkurinn í ræsinu.   Með bitlinga sína og mútufé. 

Nú er ekki réttlætanlegt lengur að styðja þessa leppstjórn AGS!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vilhjálmur frá Skáholti tók dæmi að sér og Jesú Kristi þegar hann orti um mennina sem enginn hefði skilið. Það talar hver fyrir sig en ég held að þeir tveir séu mér til muna skiljanlegri en Steingrímur J. Sigfússon.

Og mér er fyllsta alvara þegar ég segi að í mínum huga er Steingrímur J. kominn inn á það svæði pólitískra ályktana sem mér er um megn að koma orðum að án þess að ganga fram af fólki og verða mér til skammar.

Ég læt nægja að lýsa því yfir að vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru beinlínis orðin framtíð þessarar þjóðar hættuleg og áhyggjur fjölmargra fyrri stuðningsmanna vegna þessarar skelfingar aukast með hverjum degi.

Mér er algerlega um megn að skilja þetta dómgreindarleysi í allar áttir.

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 23:34

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála ykkur

Sigurður Þórðarson, 28.5.2010 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband