Ekki frammistöðu ríkisstjórnarinnar?

Ég hefði nú frekar haldið það!  Þessi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Steingríms er ekkert annað en leppstjórn AGS, einsog lesa má um í þessari grein Gunnars Skúla:

 http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/3411

Og hér má svo lesa viljayfirlýsingu Leppstjórnarinnar:

http://www.efnahagsraduneyti.is/media/Acrobat/Letter_of_Intent_2nd_review_-_o.pdf

Hvar þessi margumtalað Skjaldborg heimilanna!  Felst hún í að fresta endalaust aftökum á almenningi?  Og umsaminni hlýðni við AGS?  Að þrengja kost almennings?  Ræna heimilum almennings? Selja auðlindir þjóðarinnar í hendur einkaaðilum?  Einkavæða samfélagsþjónustuna, s.s. heilbrigðis- og menntakerfið?  Ferill AGS er ljós.  AGS sleppir ekki hendi af þjóðum fyrr en allt þetta hefur verið gert.  Heilu samfélögin hafa verið lögð í rúst, og við skulum bara gjöra svo vel og horfast í augu við það!  Verði þessi leppstjórn AGS öllu lengur við völd endurtekur sagan sig hér:  Íslenskt samfélag verður lagt í rúst!  Af AGS og leppstjórn hans!  Ekki af Jóni Gnarr eða Níumenningunum sem nú hafa verið dregnir fyrir dómstól yfirstéttarinnar!

Lifi Fokkíng Byltingin!  Bless Jóhanna!  Farðu með AGS í fúlan...


mbl.is Fylgið of lítið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Auðunn !

  Einkavæða samfélagsþjónustuna !  -  þetta getur þú ekki sagt með sanngirni , því blindur og heyrnarlaus er sá maður sem tekur þennann vilja af   FL-okknum  .

  Annars get ég verið þér sammála , en alltaf bíð ég eftir svarinu frá ÞÉR .

Hörður B Hjartarson, 28.5.2010 kl. 16:46

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Einkavæðing samfélagsþjónustunnar, já!  Fyrst kemur niðurskurður, og svo meiri niðurskurður!  Síðast kemur svo einkavæðingin á þjónustunni!  Hér neðar á síðunni tefli ég fram þeirri skoðun minni, að ríkisstjórnin, norræna velferðarstj., sé leppstjórn AGS!  Á Smugunni er grein eftir Gunnar Skúla, skulablogg, um  samstarfsyfirlýsingu AGS og núverandi ríkisstjórnar frá 7. apríl síðastliðinn.  Þar kemur fram að ríkisstjórnin skuldbindur sig til að fara í einu og öllu eftir vilja AGS!  Nær allsstaðar hefur AGS, þar sem hann hefur komið, krafist einkavæðingar samfélagsþjónustunnar ásamt skerðingum á lífskjörum almennings!  Og það er einmitt það sem verið er að framkvæma hér nú á Íslandi.  Það kemur að einkavæðingunni.  Vertu alveg rólegur!

Auðun Gíslason, 28.5.2010 kl. 17:39

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Á ég líka að vera rólegur eftir svarinu frá þér við minni aths.  í minni færslu ?

Hörður B Hjartarson, 28.5.2010 kl. 19:40

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú bíð ég eftir því að djarfhuga listamenn fari að dæmi Jóns Gnarrs og félaga í landspólitíkinni. Okkur vantar jákvæðan kraft og skapandi hugsun í Stjórnarráðið.

Listamenn hafa orðið að takast á við erfið verkefni og þar hafa engir komist áfram sem hafa fallið á prófum. Það er alkunna að Leiklistarskólinn er flestum skólum erfiðari þegar kemur að inntökuprófinu. Þar er brottfallið yfir 80% að mig minnir. Og síðan tekur við endalaus þrældómur sem ekki aðrir en þeir bestu lifa af í faglegum skilningi.

Það lýgur sig enginn áfram á listamannsbrautinni.

Árni Gunnarsson, 28.5.2010 kl. 22:20

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Svar:  Þegar búið verður að sverfa nógu rækilega að almenningi og skera nógu rækilega niður, verður einkavætt!  Það er aðferðin sem notuð hefur verið og notuð verður hér.  Nema almenningur sporni við fótum.  Við verðum að átta okkur á því að hér er það AGS sem ræður en hvorki "norræna velferðarstjórnin" né FLokkurinn!  Búið er að breyta Íslandi í leppríki AGS og ESB!  Þessi ríkisstjórn er bara að nafninu til!

Auðun Gíslason, 28.5.2010 kl. 23:05

6 identicon

Ágæta Jóhanna.
Þökk sé þér og hinu vanhæfa sjálftøkuliðinu í 4flokka samspillingunni, Þá sýnist mér að þjóðin hafi ekki haft meiri áhuga á pólitík síðan 1944. Er við fengum lýðræðið fyrir tilstuðlan stjórnmálamanna sem unnu landi og þjóð, og fyrir land og þjóð.

Þú ert ekki ein af þeim.

Hér á Íslandi búa eingøngu rúmlega 300.000 hræður. Í landi þar sem auðlyndirnar okkar eru sem nægtarbrunnur Edens. Hér gætu allir lifað eins og kóngar og í vellystingum. Ef að auðlyndir og auðæfi lands og þjóðar myndu skiftast jafnt.

Þú og restin af 4flokka samspillingunni hafið séð til þess að gæðum lands og þjóðar er misskift. Aldrei hefur fleyra fólk þurft að þyggja ølmusu og aldrei hafa fleyri flúið land með marg þúsundfaldan sinn skerf af þjóðarkøkunni. Án nokkurra andmæla stjórnvalda.
Svei ykkur øllum.

Þess vegna ætla allir sannir Íslendingar, að kjósa alt annað en 4 flokkinn á morgun og í næstu kosningum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband