18.5.2007 | 11:34
Forsetinn og stjórnarmyndunin.
Það tók Geir 5 daga að komast að því að stjórnin hefði ekki nægan þingmeirihluta til áframhaldandi stjórnarsetu, eða þannig. Meðan Jón reyndi að dekstra Geir, sat Geir á svikráðum við Jón. Geir hefði átt að segja af sér, fyrir sig og ráðuneyti sitt, á Sunnudaginn var. Og það hefði hann gert, ef hreinskiptni og heiðarleiki hefði einhverja þýðingu fyrir hann.
Nú ætlar Geir sem sagt á Bessastaði á morgun, segja af sér og segja Forseta Íslands að núna langi hann að reyna að mynda stjórn með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sem er skrýtið, vegna þess að skoðanar Sjálfstæðismanna á Ingibjörgu hafa til þessa skipað henni á bekk með óviðræðuhæfum! Um Bessastaðaför Geirs er það að segja, að ekki er víst að sú ferð verði til fjár. Ekki er víst að forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, hugnist ýmislegt, sem Sjálfstæðismenn hafa sagt um forsetaembættið og hann sjálfan undanfarin misseri. Og allra síst síðasta aðför Sjálfstæðismanna að embættinu og þeirri persónu sem skipar það nú. Sú skoðun, að forsetinn sé "ógnun við lýðræðið" teygir sig langt inní raðir Sjálfstæðismanna, þar á meðal forystumanna flokksins. Steingrímur J. Sigfússon hefur bent á, að samkvæmt venjum um stjórnarmyndanir væri eðlilegast að formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins fengi umboð til stjórnarmyndunar. Það mætti alveg eins segja, að eðlilegast væri að sá stjórnarandstöðuflokkur sem bætti við sig í kosningunum ætti að fá umboðið. Það væri alveg eðlilegt. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að Geir fái umboði.
Merkilegt nokk kveður við nýjan tón hjá Geir H. Haarde formanni Sjálfstæðisflokksins, ef marka má Fbl. "...ef ég fæ til þess umboð frá forseta Íslands...". Þetta eru svolítið merkileg orð hjá Geir miðað við hvernig Sjálfstæðismenn hafa látið lengi gagnvart forsetaembættinu. Þeir hafa lengst af sem minnst viljað vita af forsetanum. Talið að hann hefði lítið sem ekkert hlutverk. Reyndar sýnt forsetanum bæði dónaskap og fyrirlitningu. Má minna á framkomu þeirra í fjölmiðlamálinu frá a-ö og svo þessa óskemmtilegu umræðu þeirra um forsetann í miðri kosningabaráttunni. Það verður fróðlegt að sjá framan í t.d. Ástu Möller við næstu þingsetningu. Og hvað hrópar hún þá: "Niður með forsetann" í staðinn fyrrir "Húrra".
Sjálfstæðismenn hafa lýst þeirri skoðun sinni uppá síðkastið að forsetanum verði að halda fyrir utan stjórnarmyndanir. Hann væri "ógnun við lýðræðið". Síðan Davíð Oddson var og hét hafa þeir talað, einsog þeir hefðu hér einkaleyfisrétt á rekstri íslensks samfélags, gera sumir enn. Þar innifalið væri að ákveða hver færi með umboð til stjórnarmyndunar. Þeim sem efast um þetta er bent á ummæli Ástu Möller og níðskrif ritstjóra Morgunblaðsins um forsetann.
18.5.2007 | 11:11
Ógnun við lýðræðið?
![]() |
Geir gengur á fund Ólafs Ragnars á Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2007 | 21:44
Stjórnarmyndun og forsetinn!
Nú ætlar Geir að fara á Bessastaði með öngulinn í rassinum og segja forsetanum fyrir verkum.
17.5.2007 | 11:26
Umboðssvik?
![]() |
Sökuð um tuga milljóna umboðssvik í netbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2007 | 11:24
V+S+D
![]() |
Vaxandi vantrú á framhald stjórnarsamstarfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2007 | 11:20
Árni Matt. og einkaeignin.
![]() |
Hæstiréttur dæmir eignarland í 4 þjóðlendumálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2007 | 22:34
Egill Helgason í "Íslandi í dag"
Stórkanónan Egill Helgason er alltaf að verða opinskárri um fordóma sína. Í sömu setningunni og hann tjáir sig um mávapláguna í borginni talar hann um að útrýma þurfi annarri "plágu" í miðbænum sínum. Það er ógæfufólkið, sem fer á kreik þegar hlýnar í veðri. Fólkið sem átti m.a. athvarf í Byrginu. Sem sagt veikir alkahólistar og fíknaefnaneytendur. Ekki veit ég hvernig hinn nýi lögreglustjóri Reykvíkinga á að útrýma þessum manneskjum úr miðbænum hans Egils fyrir hann. Reyndar held ég, að Egill hafi í þetta skiptið, sem oftar, talað áður en hann hugsaði. En svona grunnhyggnislegar yfirlýsingar falla sjálfsagt í kramið hjá "vínóunum" vinum Egils.
Ég vil benda Agli Helgasyni á, að það eru manneskjur sem hann er að tala um. Veikar manneskjur, sem ekki völdu sér það hlutskipti að verða sjúkdómi sínum að bráð. Og alls ekki völdu sér að fara jafnilla útúr sjúkdómi sínum og raunin er. Manneskjur sem samfélagið hefur brugðist. Fólkið sem samfélagið brást núna síðast í vetur með undarlegum aðferðum sínum við að "leysa" Byrgismálið. Fólkið sem ekki er velkomið á Njálsgötuna. Manneskjur sem eru haldnar sjúkdómi sem leiðir á endanum til geðveiki og/eða dauða að undangengnum miklum þjáningum, andlegum og líkamlegum.
Ef til vill finnst einhverjum, að ég sé að gera veður útaf smámunum. En þessu fáu orð, sem féllu í "Íslandi í dag" um útigangsfólkið í miðbænum, eru til þess eins fallin að kynda undir fordómum gagnvart manneskjum, sem búa við erfiðara hlutskipti í lífi sínu en tárum taki. Og gleymum ekki að orð meiða!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2007 | 15:08
Ja, hérna hér!
Ég á ekki orð! Ætlar nú minnkurinn í hænsnakofanum að gráta hænurnar!
16.5.2007 | 14:51
Ja, hérna hér!
Ég á ekki orð, eða þannig! Ætlar nú minnkurinn í hænsnakofanum að gráta hænurnar?
![]() |
Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 10:42
Hvers gísl er hver?
![]() |
Flestir vildu stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 17:16
Áfram Framsókn.
![]() |
Framhald núverandi stjórnarsamstarfs feigðarflan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2007 | 09:29
djélistinn.
![]() |
Bandaríska heilbrigðiskerfið það versta meðal ríkra þjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2007 | 01:10
Ógnun við lýðræðið!
![]() |
Afmælisdagur forsetans í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2007 | 00:36
DHL er ekki treystandi að eigin sögn!
![]() |
DHL segist áskilja sér rétt til að opna pakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2007 | 00:31
Óværa!
"Allir eru jafnir, bara misjafnlega jafnir."
Það ætlar að ganga illa að losna við þessa ríkisstjórn. Fyrst fellur hún ekki í kosningunum og svo ætlar hún að hanga við völd á einum þingmanni. En kannski gefst hún upp á miðjum vetri þegar fer að gjósta um í þjóðlífinu. Og þá fáum við kannski að kjósa aftur og getum farið að hlakka til að verða aftur svikin um betri tíð og blóm í haga. Enda hafa allir það svo helvíti gott. Og þeir sem hafa það ekki gott eru vanþakklátir eymingjar, illa innrætt gamalmenni og aular í láglaunastörfum (mest útlendingar). Þeir sem hafa það gott munu hafa það áfram gott, og hitt liðið og þetta fólk, þarna þið vitið, getur bara sjálfu sér um kennt, og getur bara, já, étið það sem úti frýs. Og þessi þjóð, hvað er hún þessi þjóð, nema atkvæði og sálarlaus hagfræðimeðaltöl.
![]() |
Geir: Sérstök ákvörðun ef stjórnarsamstarfið heldur ekki áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2007 | 00:08
Merkilegt!
![]() |
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2007 | 00:03
Hundahaldarar?
![]() |
Kvartað undan lausagöngu hunda á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2007 | 16:07
Sómi Framsóknarflokksins og framtíð.
Nú eiga Framsóknarmenn leikinn. Sjá sómi sinn í því að segja af sér og tryggja þannig framtíð sína í stjórnmálum. Losa sig frá Sjálfstæðisflokknum og öðlast þannig frelsi til að taka þátt í stjórnmyndun á eigin forsendum. Þetta er einfalt! Ráðherrar framsóknar eiga að segja af. Framsóknarflokkurinn getur þá myndað ríkisstjórn með Samfylkingunni og VinstriGrænum. Jón Sigurðsson minntist á Ólaf Jóhannesson og hvernig hann glotti stundum. Ég held að Ólafur væri hættur að glotta væri hann hérna meginn grafar. Hann hefði ekki látið sér lynda að standa í skugga Sjálfstæðisflokksins við þessr aðstæður. Hann hefði tekið málið í sínar hendur, gripið tækifærið og myndað 3ja flokka stjórn með vinstrimönnum. Framsóknarflokkurinn er í úlfakreppu, sem Jón Sigurðsson á að losa hann úr. En hefur hann kjark? Ólafur hafði kjark til að grípa tækifærin. Ætlar Jón Sigurðsson að bíða eftir að vera kallaður til verka nú, eins og endranær, eða hefur hann kjark til að taka málin í sínar hendur? Veltur ekki framtið Framsóknarflokksins á því?
14.5.2007 | 15:34
Sagan endalausa.
Stjórnarflokkarnir ætla greinilega að endurtaka leikinn, sem þeir léku í borgarstjórn Reykjavíkur. Framsóknarmenn átta sig greinilega ekki á því, að pólitískur ofleikur þeirra í Reykjavík er ein ástæða þess að þeim var hafnað í kosningunum nú. Þetta þótt snjallt hjá Birni Inga á sínum tíma, en hefur dregið dilk á eftir sér. Sérhagsmunapotið í borginni kostaði flokkinn atkvæði í þingkosningunum. Sjálfstæðismenn vilja umfram allt halda völdum, en eru reyndar komnir uppað vegg. Hvað gerist ef ógnvaldurinn á Bessastöðum kemst í spilið? Þó svo forsetinn eigi að vera hlutlaus í pólitísku tillit, þá hafa djélistamenn ekki verið að safna prikum hjá Ólafi Ragnari Grímssyni í gegnum árin. Árásir Ástu Möller og ritstjóra Morgunblaðsins á forsetann í kosningabaráttunni voru þvílíkur dónaskapur, að það slær flestu við sem flokksmenn Sjálfstæðisflokksins hafa látið útúr sér. Er þó af nógu að taka. Dylgjurnar sem Ásta og ritstjórar létu eftur sér að viðhafa um forsetann eru ekki settar fram í einhverju tómarúmi umræðunnar innan raða æðstu valdamanna Sjálfstæðisflokksins. Því berst nú Geir um á hæl og hnakka við að halda foræðinu á stjórnamyndunum á sinni hendi, auk þess sem viljinn til þess að halda völdum knýr hann áfram. Reynir að ríghalda í Framsókn, en reynir um leið að hindra að Samfylkinguna og VinstriGræn nái raunverilegu útspili í málinu. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að besta væri fyrir stjórnmálin í landinu til lengri tíma, að stjórnin héldi áfram. Ég held nefnilega að þeir myndu fljótlega springa á limminu og stjórnin falla. En hvað sem verður þarf að losa forræðið á stjórnarmyndunum úr höndum forystu Sjálfstæðisflokksins. Þessi völd sem þeir tóku sér 1995 og hafa haldið síðan gefa þeim forskot og völd, sem ekki á að líða miðað við þá stjórnskipun, og hefðir, sem við búum við. Hvort það gerist núna eða í nánustu framtíð skiptir í sjálfu sér engu. Nú virðist Guðjón Arnar ætla að losa Geir úr klemmunnni og býðst til að setjast í stjórn með Geir og Jóni. Ingibjörg og Steingrímur virðast líka vera til í tuskið. Ég held, að betra væri fyrir stjórnaandstöðuflokkana að láta ekki hungrið í völdin villa sér sýn. Látum frekar Geir um sín vandamál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 12:50
Afmæli: Ógnun við lýðræðið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)