Óværa!

landsfundur "Allir eru jafnir, bara misjafnlega jafnir."

Það ætlar að ganga illa að losna við þessa ríkisstjórn. Fyrst fellur hún ekki í kosningunum og svo ætlar hún að hanga við völd á einum þingmanni. En kannski gefst hún upp á miðjum vetri þegar fer að gjósta um í þjóðlífinu. Og þá fáum við kannski að kjósa aftur og getum farið að hlakka til að verða aftur svikin um betri tíð og blóm í haga. Enda hafa allir það svo helvíti gott. Og þeir sem hafa það ekki gott eru vanþakklátir eymingjar, illa innrætt gamalmenni og aular í láglaunastörfum (mest útlendingar). Þeir sem hafa það gott munu hafa það áfram gott, og hitt liðið og þetta fólk, þarna þið vitið, getur bara sjálfu sér um kennt, og getur bara, já, étið það sem úti frýs. Og þessi þjóð, hvað er hún þessi þjóð, nema atkvæði og sálarlaus hagfræðimeðaltöl.


mbl.is Geir: Sérstök ákvörðun ef stjórnarsamstarfið heldur ekki áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hermann Valdi Valbjörnsson

Ég er sáttur við núverandi ríkisstjórn.

Hermann Valdi Valbjörnsson, 15.5.2007 kl. 00:49

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Vona að þú verðir áfram sáttur, þegar þú þarft að fara að borga af húsnæðislánunum og námslánunum og bílalánunum og.... Með geðvonda, ólétta kellingu og 3 heimtufreka krakka og átt bíl sem búið er að keyra 120000 km! Og átt engan aur og allt í fokki! Nei, ég er bara að lýsa lífi meðaljónsins... 

Auðun Gíslason, 15.5.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband