Engin meðaumkun gagnvart samborgurunum?

Mér sýnist á yfirskriftum bloggara að þeim finnist bara gott á þessa launþega, bæði að missa vinnuna og fá ekki útborgað í uppsagnafresti!  Já, svei!  Og,ja hérna!  Ekki er nú samúðin mikil!  Og ekki stéttarvitundin!  Við erum öll öreigar! 
mbl.is Launalausir vegna mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mótmæla! En Jón Valur var búinn að því. Í eitt skipti fyrir öll!

Ég mjög hrifinn af mótmælum og tel að við eigum að mótmæla öllu mögulegu, og helst bara öllu!  En ég held, að hér á landi sé búið að mótmæla fyrir fullt og allt, í eitt skipti fyrir öll.  Það gerði Jón Valur, einsog sjá má á Youtube.  Fyrir fullt og allt! 
mbl.is Mótmæla Icesave samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskhyggja Morgunblaðsins?

Það er óskiljanlegt, að menn bindi vonir við að Ögmundur standi ekki við sannfæringu sína og sannfæringu.  Ögmundur er á móti því að við greiðum Icesave, en hann mun ekki láta atkvæði sitt fella ríkisstjórnina.  Hafi menn hlustað á Ögmund, og taki þeir hann alvarlega, sem ég vona að menn geri núorðið, þá sagði hann eftirfarandi:  Allur málflutningur stjórnarandstöðunnar miðar að því að fella ríkisstjórnina.  Til þess ætla þeir að nota þennan samning.  þeir tala jafnvel einsog þeir hafi aldrei viljað semja.  Og jafnvel einsog ekki sé neinn samningur á borðinu.  Og hægt sé að hlaupa frá málinu, og þar með sé það gleymt!  Þeir vona, að nógu margir þingmenn stjórnarinnar muni greiða atkvæði gegn Icesave.  Og þar með falli stjórnin.  Allur málflutningur stjórnarandstöðunnar snýst um þetta.  Og beinist í þessa átt!

Ögmundur mun ekki gera þeim þetta til geðs.  Frekar mun hann greiða atkvæði með samningnum, þó hann telji að við eigum ekki að greiða Icesave reikninginn.  REYNDAR EINSOG VIÐ FLEST!  Það er nefnilega sannfæring Ögmundar, að hagsmunum íslensku þjóðarinnar sé ekki borgið með nýrri frjálshyggjusinnaðri stjórn.

Þegar hér er skrifað um stjórnarandstöðu er átt við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.  Ég hef einfaldlega ekki heyrt málflutning Borgarahreyfingarinnar.  Hún er reyndar sá hluti stjórnarandstöðunnar, sem hægt er að taka alvarlega.  Hún hefur ekki stundað þann sandkassaleik sem EnneinnBjarni og Sigmundur, auðmannasynirnir, leiða flokka sína í!


mbl.is Ögmundur ekki ákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórútsalan á Íslandi hafin!

 

 

bigsell-out2

30.6.2009 | 10:57

The Big Sell-out Íslands hafið!

Þetta er stórhættuleg þróun sem er að hefjast með þessari sölu á HS Orku, ef af verður.  Það er vonandi enginn sem heldur að þessir fjármálamenn ætli sér að reka HS Orku, einsog orku- og veitufyrirtæki hafa verið rekin á Íslandi fram til þessa.  Nei, þeir munu gera allt til að hámarka afraksturinn af fyrirtækinu.  Og hvað mun það þýða í orkuverði til almennings?  Tvöföldun, fjórföldun á verði?

Myndin "The Big Sell-out" var nýverið sýnd á RÚV (kemur á óvart, en góðra gjalda vert).  Þar mátti sjá hvernig fjármálamenn léku samfélagsleg fyrirtæki og stofnanir víða um heim.  Bechtel (var þetta fyrirtæki ekki eitthvað að brasa hér á landi, svo þeir þekkja til hér) "eignaðist" vatnsveitur í Bólivíu, fjármálamenn rafmagnsveitu í S-Afríku, heilbrigðiskerfi Filippseyja var einkagróðavætt.  Hver var niðurstaðan fyrir íbúana, sem þurftu að nota sér þjónustu þessara fyrirtækja og stofnana, sem voru komin í "eigu" peningamanna?  Jú, hún var sú, að fólkið hafði einfaldlega ekki efni á að nýta sér þjónustuna.  Sem það hafði áður getað! 

Nú á sem sagt að hefja "The Big Sell-out" á Íslandi í boði einkavæðingarsinna!

Hér er verið að fremja samfélagslegan glæp!bigsell-out Einkaeign á auðlindum landsins er óásættanleg og vinnur gegn hagsmunum samfélagsins! 


mbl.is Mótmæla sölu á hlut í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýfrjálshyggjustjórn?

Félli stjórnin, hvað fengjum við yfir okkur þá?  Nýfrjálshyggjustjórn með Enneinn Bjarna, Þorgerði  Gunnars kúlulánaþega, Sigmund Davíð (sem virðist hafa tapað veruleikaskyni sínu síðustu daga), bankastjóra Werner-bræðra (Sjóvá-Milestone-Macau) Tryggva Þór Herbertsson eða Blair-istana úr Samfylkingunni?  Hannes Hólmstein og Þór Sigfússon sem hugmyndafræðinga.  Og svo framvegis........Er ekki búið að svíða nóg af Íslendingum?  Sjálfstæðisflokk og Framsókn aftur eða Sjálfstæðisflokk og SamfylkingarBlair-istana? 
mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plan B?

Til hvers?  Það er orðið nokkuð ljóst af framkomnum upplýsingum, að ekki er um annað að ræða en að greiða þetta Icesave klúður útrásarprinsa frjálshyggjunnar.  Til hvers að vera með plan B?  Trúið þið því að eitthvað betra gefist nú, jafnvel eitthvað enn betra en i samningsdrögunum á minnismiðanum hans Árna?

  Ég las eftirfarandi á bekk við Austurvöll í dag, skrifað með svörtu:  Hengjum okkur saman í sumar!  Er það eitthvað plan B, fyrir þá sem halda að veruleikinn sé bíómynd?  En ekki þessi hrollkaldi veruleiki sem við blasir í skýrum kröfum "vina" okkar í Nato og ESB:  Borgið eða étið það sem úti frýs, ein í þeirri kreppu, sem er rétt aðeins hafin!  Því ástandið á eftir að versna og svo á það bara eftir að versna enn meir!  Viljum við þá standa ein eftir?  Búið að draga til baka lánið frá AGS og loka á allar lánalínur og lánamöguleika!  Þá sitjum við hér bensínlaus, sígarettulaus og ekkert kornfleks í morgunmat....

Ein lítil dæmisaga, stundum sögð sem brandari:  Einu sinni voru maurar á ferð.  Þeir rákust á fíl.  Og þar sem maurarnir voru góðu vanir og höfðu unnið góða og mikla sigra fyrr á göngu sinni ákváðu þeir að leggja til atlögu við fílinn og leggja að velli.  Og einsog þið vitið, börnin góð, þá eru fílar ógnarstórir og maurar að sama skapi smáir.  Og sem þeir hafa lengi herjað á fílinn án árangurs, þá kemst loks einn maurinn uppá herðakamb fílsins.  Og þá hrópuðu allir hinir maurarnir einum rómi:  Kiddi kyrkt'ann, kyrkt'ann!  Þú hefur hann alveg!  Engum sögum fer af kyrktum fíl í skóginum.  Að minnsta kost ekki þann daginn.

kreppan industrial output

Allt þykir benda til þess, að samdrátturinn í heimsframleiðslunni muni halda áfram næstu misserin.  Þó ekki sé víst að kreppan nú hegði sér nákvæmlega einsog sú, sem hófst 1929.  Gegnum allt hrunið á 4. áratugnum trúðu menn því, að einmitt núna væri botninum náð.  Nákvæmlega einsog í þessari sem nú herjar!  Ættum við ekki frekar að reyna að verjast hræætunum sem munu herja á íslenskt samfélag í líki peningamanna, einsog þeirra sem nú eru að gera kaupsamning um HS Orku.  Og reyna að koma í veg fyrir eitt allsherjar "Sell-Out" á fyrirtækjum og stofnunum landsins.  Er þjóðin ekki búin að fá nóg af reynslu sinni af auðmönnum og peningamönnum?


mbl.is „Ekkert plan B"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband