Stórútsalan á Íslandi hafin!

 

 

bigsell-out2

30.6.2009 | 10:57

The Big Sell-out Íslands hafið!

Þetta er stórhættuleg þróun sem er að hefjast með þessari sölu á HS Orku, ef af verður.  Það er vonandi enginn sem heldur að þessir fjármálamenn ætli sér að reka HS Orku, einsog orku- og veitufyrirtæki hafa verið rekin á Íslandi fram til þessa.  Nei, þeir munu gera allt til að hámarka afraksturinn af fyrirtækinu.  Og hvað mun það þýða í orkuverði til almennings?  Tvöföldun, fjórföldun á verði?

Myndin "The Big Sell-out" var nýverið sýnd á RÚV (kemur á óvart, en góðra gjalda vert).  Þar mátti sjá hvernig fjármálamenn léku samfélagsleg fyrirtæki og stofnanir víða um heim.  Bechtel (var þetta fyrirtæki ekki eitthvað að brasa hér á landi, svo þeir þekkja til hér) "eignaðist" vatnsveitur í Bólivíu, fjármálamenn rafmagnsveitu í S-Afríku, heilbrigðiskerfi Filippseyja var einkagróðavætt.  Hver var niðurstaðan fyrir íbúana, sem þurftu að nota sér þjónustu þessara fyrirtækja og stofnana, sem voru komin í "eigu" peningamanna?  Jú, hún var sú, að fólkið hafði einfaldlega ekki efni á að nýta sér þjónustuna.  Sem það hafði áður getað! 

Nú á sem sagt að hefja "The Big Sell-out" á Íslandi í boði einkavæðingarsinna!

Hér er verið að fremja samfélagslegan glæp!bigsell-out Einkaeign á auðlindum landsins er óásættanleg og vinnur gegn hagsmunum samfélagsins! 


mbl.is Mótmæla sölu á hlut í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband