Krónan og stýrivextirnir. Spillingin, græðgin og gengi krónunnar!

Tryggvi Þór Herbertsson á sína spretti.  (Framsóknarkerlingarnar eru greinilega bálskotnar í honum, að minnsta kosti tvær).

Í dag talaði Tryggvi Þór um Evrópusambandið og sérstaklega gjaldmiðilsmálin.  Tvennt fannst mér alveg sérstaklega athyglisvert í máli Tryggva.  Það er fyrst, að háir stýrivextir hafi grafið undan krónunni.  Og annað að hátt gengi krónunnar hafi framkallað það sem hann kallaði gengisglýju.  Hátt gengi krónunnar söfnuðu hér inn fjármunum sem hefur svo þrýst genginu niður eftir hrun, svokallaðar hræddar krónur/krónubréfin.  Háið vextir sköpuðu hér falska gengisskráningu.  Innflutningur var ódýr.  Og margir fengu þá tilfinningu að þeir væru ríkari en þeir voru í raun og eyddu því enn meir.  Þetta er ræða sem ástæða er til að lesa.  Og andsvör í kjölfar ræðunnar.

Það fer saman við þá skoðun, að eigingirni og græðgi(spilling) stjórnmálamanna og fjármálamanna grafi undan gjaldmiðlum.  Það sé ekki smæð gjaldmiðilsins sem geri hann veikan fyrir.  Þetta er sýnt með rannsókn á fjölda gjaldmiðla sem hafa hrunið og orðið lítilsvirði/einskisvirði.

Er mögulegt að við getum byggt upp traust á krónunni?

Og er mögulegt að við getum byggt upp traust í samfélaginu?  Eytt spillingunni, græðginni og valdhroka stjórnmálamanna/embættismanna?


...frelsa oss frá illu...

Hvaða nátttröll eru hér á ferð?  Á bloggi Sjálfstæðismannsins Guðbjörns Guðbjörnssonar er fullyrt að Davíð hafi afnumið lýðræðið í flokknum í formannstíð sinni.  Er það svona eftirsóknarvert?  Hver afhenti Bjöggunum Landsbankann á silfurfati?  Viljum við fá endurtekningu á því ævintýri öllu?  Nei, takk, ekki ég.  Ekki fleiri einkavinaævintýri; ekki fleiri Icesave-ævintýri!
mbl.is Skorað á Davíð á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturla Pálsson laminn og lemstraður í Svörtuloftum?

Hvað er það sem gengur á í þessum Seðlabanka? Eru lögfræðingarnir í einkaerindum á fundum þingnefnda?  Til hvers komu þeir á fundinn?  Og hvenær mæta þeir sem lögfræðingar bankans og hvenær sem einstaklingar?

Hvað með Sturlu Pálsson, hagfræðing og yfirmann alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, fulltrúi Seðlabanka Íslands í samninganefndinni um Icesave?  Gengur hann um lemstraður og laminn í vinnunni, eða er hann kannski enn í Rússlandi að sækja Rússalánið? 

Er enginn sem getur haldið skikki á þessu liði?  Einn af hagfræðingum bankans stóði í slagsmálum í miðbænum í haust.  Hvort var hann þar sem einn af starfsliði Seðlabankans eða sem einstaklingur?  Miðað við að lögfræðingar bankans mæti í einkaerindum á fund utanríkismálanefndar, má þá ekki allt eins búast við að hagfræðingurinn hafi gert tilraun til að berja mann og annan sem opinber starfsmaður Seðlabankans?  Kannski það hafi talist til efnahagsaðgerðar?

Hver á svo að bera virðingu fyrir svona batteríi?  Eða taka mark á því?

P.s Nei, hér verður ekki minnst á Davíðs kranasúpu!


mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurhæfa þarf starfsfólk bankanna! "Hvað gerðist?"

Viðhorf þjónustufulltrúa bankanna virðist einkennast af miklum skorti á þekkingu og þjónustulund.  Það er jafnvel þannig, að það er einsog þessir starfsmenn séu ekki alveg með á nótunum.

Vinir mínir reka fyrirtæki.  Þau hófu reksturinn ca. ári fyrir hrun.  Fóru með velútbúna rekstraráætlun í bankann og fengu þá fyrirgreiðslu sem þau þurftu.  Það þarf ekki að spyrja að því ,en reksturinn gekk allur úr skorðum við hrunið í haust.  Uppúr áramótum fóru þau í bankann.  Fengu þar viðtal við þjónustufulltrúann.  Sýndu breytingarnar, sem höfðu orðið á rekstrinum við hrunið svart á hvítu, og fóru fram á breytingar á láni og fleira.

Fulltrúi bankans spurði:  Hvað gerðist?


mbl.is Ráðþrota gegn úrræðaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Faðir vor...

... eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu...

Kranaviðtal við veruleikafirrtan pólitíkus á eftirlaunum tekið af illa undirbúnum jádrengjum.  Þannig að ég er eiginlega alveg orðlaus.  Hér talar maður sem pródúserar ekki-staðreyndir útí eitt.  Er  hann ekki búinn að gleyma öllu síðan í haust.  Einhver spurði, á hverju er maðurinn! Og er nema von að spurt sé.


mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í heyskapinn!

Var það ekki heyskapurinn sem rak á eftir Ásmundi.  Ekki var hann á þinginu í dag, heldur fór vestur fyrir hádegi!  Enginn tími fyrir ræðuhöld.  Slátturinn kallar!

Steingrímur formaður Vg hefur greinilega ekki þann mátt, sem formenn Sjálfstæðisflokksins höfðu hér áður.  Þeir eru þeir einu sem hafa getað haldið uppi Lenínískum aga í flokknum sínum.  Samhljómurinn var einsog hjá vel æfðum stúlknakór!


mbl.is Tal um stjórnarslit undarlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðgarður?

Ekki auðmannagarður?  Almenningur hefur ekki aðgang að nema hluta garðsins vegna sumarhalla.  Hvernig væri að rífa hallirnar og tyrfa yfir þessar lóðir líka og opna garðinn fyrir þjóðinni?
mbl.is Hótelrekstur á ekki að vera í þinghelginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Störf sem ekki eru nógu fín fyrir klíkusamfélagið?

Blygðunarlaust sagði Vilhjálmur Egilsson í viðtali við RÚV, að nú væru atvinnuleysisbætur orðnar hærri en lægstu laun.  Og svei mér þá, ef hann var ekki hneykslaður á að atvinnuleysisbætur væru þetta háar!

En væri ekki ráð að bjóða ættmennum og fjölskyldumeðlimum í klíkusamfélaginu þessu störf sem enginn lítur við vegna launa undir fátæktarmörkum?  En kannski eru þetta ekki nógu fín störf fyrir ættingjana og fjölskyldumeðlimina!


mbl.is Illa gengur að ráða í störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Íslendingar 320.000 eða 3.200?

Mér flaug þessi spurning í hug, þegar ég las í morgun frétt um fjölskyldutengsl.  Einhver, kannski Þráinn Bertelsen, sagði einhvern tíma að Íslendingar hlytu að vera miklu fleiri en 300.000, kannski 500.000-1.000.000 miðað alla verslun í landinu (minnir mig).

Ég held að Íslendingar séu varla fleiri en 3.200 miðað við ættar- og fjölskyldutengslin, sem dúkka upp í sambandi við ráðningar og skipanir í ýmis störf hér á landi.  En auðvitað er þetta bara klíkusamfélagið, ein af birtingarmyndum spillingarinnar og siðleysisins, á Íslandi!


Eignir Landsbankans.

Það er gleðilegt að svona skyldi dæmt í þessu máli.  Gerningar af þessu tagi hafa verið bannaðir með lögum í ýmsum löndum, m.a. Bretlandi.  Þessi viðskipti eru gerð á mjög svo hæpnum grunni, siðferðilega og sennilega lagalega, að til skammar er.  En dæmigert fyrir hugsanagang "viðskiptasnillinganna" í Landsbankanum,  bankastjóranna, bankastjórnarinnar (áður bankaráð) og annarra æðstu yfirmanna.  En eitt dæmið um "snilldina".

Og svo því sé haldið til haga, þá hefur þessi dómur ekki áhrif á þær eignir Landsbankans, sem talað er um í sambandi við Icesave!  Þar er talað um eignir Landsbankans í Bretlandi!  Ekki aðrar eignir!


mbl.is Bankinn fær ekki eignirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárkúgun!

 

9cadf078fd

Ég ætla ekki að fjalla um siðferðislegu hlið málsins.Við Íslendingar erum að mestu siðlaus á flestum sviðum.

Ég ætla ekki að fjalla um lagalegu hlið málsins, enda  lítum við Íslendingar á lögin einsog  flík, sem hægt er að nota bæði á réttunni og á röngunni.  Eftir hentugleika og veðri!  Við erum lagaflækjumenn.  Högum seglum eftir vindi!

Fjárkúgun.  Við sætum fjárkúgun alþjóðasamfélagsins. Sumir myndu segja af hálfu heimskapítalismans.  Það er verið að hóta að svelta okkur inni, ef við borgum ekki!  Og engan eigum við sláturkeppinn til að henda út fyrir virkið!  Því er það af hreinum praktískum ástæðum að  við eigum að borga.  Kokhreysti er gagnslaus í þessu máli.  Og hin vanalega íslenska aðferða að ganga um heiminn með betlistaf , segjandi við erum svo lítil og fátæk, við getum ekki borgað, gengur  ekki lengur.  Ekki eftir framgöngu íslenskra kapítalista síðustu árin! 

Það hefur einsog við vitum verið vani okkar í samskiptum við aðrar þjóðir að fá allt frítt eða að minnsta kosti með afslætti. 

Borgum.  Hættum þessu væli.  Hættum að röfla um hvort samningurinn er vondur eða góður.  Borgum nágrönnum okkar það sem um var samið.  Stöndum í lappirnar.  Sýnum karlmennsku og þolgæði. Komum fram einsog menn við nágrannaþjóðir okkar...

 

".....enda stöndum við þeim svo miklu framar...." (SA).


Steingrímur gengur svipugöngin við björgunarstörfin!

 null

Steingrímur hefur gefið sig allan í að endurreisa kapítalisman og styðja hann á brauðfæturna aftur.  Það er hinsvegar alveg rétt hjá honum að gefa ekkert eftir gagnvart græðgiskörlunum í VÍS.  Steingrímur er trúr þeirri firru að lögmál samkeppninnar virki á fákeppnismarkaði.  Það myndi auðvitað skemma samkeppnina(!), að fækka að fyrirtækjunum á samráðsmarkaðnum!  Og margir myndu tapa fé sínu ef fyrirtækin rúlluðu. 

Og því er um að gera að ráðstafa þessum fjármunum sem tekst að svæla útúr öldruðum og fötluðum til bjargar þurfandi!


mbl.is Hefðu ekki getað tekið við viðskiptavinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FME gerir athugasemd við ummæli Þórs Sigfússonar!

 
FME-slenska2  
09.07.2009

Athugasemd við ummæli

Þór Sigfússon, fyrrum forstjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf. segir í viðtali við Vísi hinn 7. júlí síðastliðinn:  „Allar fjárfestingar voru gerðar í samræmi við Fjármálaeftirlitið sem fékk öll gögn í hendurnar varðandi fjárfestingar Sjóvár."

Af þessum ummælum Þórs má skilja að haft hafi verið samráð við Fjarmálaeftirlitið varðandi fjárfestingar Sjóvár. Svo var ekki.
 

Útibú MP Banka í Litháen?

Læra FME og SÍ aldrei neitt?  Nú er verið að reka útibú íslensks banka í Litháen á ábyrgð ríkisins(?).  Hefur reynsla okkar ekkert kennt okkur eða embættismönnum okkar í FME eða SÍ?  Eru innistæður í MP Banka á Íslandi notaðar til að bjarga rekstrinum í Litháen?  Eru þær í hættu?  Enn eitt dæmið um íslenska viðskiptasnilld?

Sænskir bankar eru í miklum vandræðum vegna umsvifa sinna í Eystrasaltslöndunum!


mbl.is MP hefur brugðist við athugasemdum frá Litháen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Benediktsson: Fjárhagslegir hagsmunir og trúnaðarstörf utan þings.

   Á vef Alþingis má sjá hvernig Bjarni Benediktsson gefur upp hagsmuni sína. 

 

 

Bjarni Benediktsson: Fjárhagslegir hagsmunir og trúnaðarstörf utan þings.

  • 1. Launuð stjórnarseta í einkareknum eða opinberum félögum. Staða og félag skulu skráð.
  • * Engin
  • 2. Launað starf eða verkefni (annað en launuð þingmannsstörf). Starfsheiti og nafn vinnuveitanda/verkkaupa skulu skráð.
  • * Seta í skipulagsnefnd Garðabæjar.
  • 3. Starfsemi sem unnin er samhliða starfi alþingismanns og er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í. Skráð er tegund starfsemi.
  • * Engin
  • 4. Fjárframlag eða annar fjárhagslegur stuðningur frá innlendum og erlendum lögaðilum og einstaklingum, þ.á.m. stuðningur í formi skrifstofuaðstöðu eða hliðstæðrar þjónustu, sem fellur utan þess stuðnings sem Alþingi eða flokkur þingmannsins lætur í té, og verðgildi stuðningsins nemur meira en 50 þús. krónum á ári. Enn fremur er skráður fjárhagslegur stuðningur í formi afsláttar af markaðsverði og annars konar ívilnunar að verðgildi meira en 50 þús. krónur sem ætla má að sé veittur vegna setu á Alþingi. Skráð er hver veitir stuðninginn og hvers eðlis hann er.
  • * Engin
  • 5. Gjöf frá innlendum og erlendum lögaðilum og einstaklingum þegar áætla verður verðmæti hennar yfir 50 þús. krónum og ætla má að gjöfin sé veitt út af setu á Alþingi. Skrá skal nafn þess sem gefur, tilefni gjafar, hvers kyns hún er og hvenær hún er látin í té.
  • * Engar
  • 6. Ferðir og heimsóknir innan lands og utan sem geta tengst setu á Alþingi og útgjöldin eru ekki að öllu leyti greidd af ríkissjóði, flokki þingmannsins eða þingmanninum sjálfum. Skrá skal hver stóð undir útgjöldum ferðar, tímabil hennar ásamt nafni áfangastaða.
  • * Engar
  • 7. Eftirgjöf eftirstöðva skulda og ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottinn. Skrá skal lánardrottinn og eðli samningsins.
  • * Engar
  • 8. Fasteign, sem er að einum þriðja eða meira í eigu alþingismanns eða félags sem hann á fjórðungshlut í eða meira, annað en húsnæði til eigin nota fyrir alþingismann og fjölskyldu hans og lóðarréttindi undir slíkt húsnæði. Skráð er heiti landareignar og staðsetning fasteignar.
  • * Engar
  • 9. Heiti félags, sparisjóðs eða sjálfseignarstofnunar í atvinnurekstri, sem alþingismaður á hlut í sem fer yfir einhver eftirtalinna viðmiða:
  • a. Verðmæti hlutar nemur að markaðsvirði meira en einni milljón króna miðað við 31. desember ár hvert.
  • b. Hlutur nemur 1% eða meira í félagi, sparisjóði eða sjálfseignarstofnun þar sem eignir í árslok eru 230 millj.kr. eða meira eða rekstrartekjur 460 millj. kr. eða meira.
  • c. Hlutur nemur 25% eða meira af hlutafé eða stofnfé félags, sparisjóðs eða sjálfseignarstofnunar.
  • * Engar
  • 10. Samkomulag við fyrrverandi vinnuveitanda sem er fjárhagslegs eðlis, þar á meðal samkomulag um orlof, launalaust leyfi, áframhaldandi launagreiðslur eða fríðindi, lífeyrisréttindi og ámóta meðan setið er á þingi. Skrá skal gerð samkomulags og nafn vinnuveitanda.
  • * Ekkert
  • 11. Samkomulag um ráðningu við framtíðarvinnuveitanda, óháð því að ráðningin taki fyrst gildi eftir að þingmaður hverfur af þingi. Skrá skal gerð samkomulags og nafn vinnuveitanda.
  • * Ekkert
  • 12. Skrá skal upplýsingar um stjórnarsetu og önnur trúnaðarstörf fyrir hagsmunasamtök, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félög önnur en stjórnmálaflokka óháð því hvort þessi störf eru launuð. Skrá skal nafn félags, hagsmunasamtaka, stofnunar eða sveitarfélags og eðli trúnaðarstarfs.
  • * Sit í skipulagsnefnd Garðabæjar.

 

 

 

 

Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um
vef Alþingis skal beint til ritstjóra vefs Alþingis.

 


Kjáni getur hann verið, þessi Bjarni Ben.!

Síðan hvenær hefur það ekki verið ríkisstjórn í sjálfsvald sett, hvaða pappírum hún henti í þingið.  Ferill ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins er ekki svo glæsilegur að þessu leytinu til!  Ætli Davíð og Halldór hefðu ekki afgreitt þessi mál, Icesave og ESB, við eldhúsborðið!  Svona einsog Íraksmálið!

Og vel á minnst:  Eru einu hagsmunatengslin sem Bjarni Benediktsson birtir á vef Alþingis seta í einhverri nefndardruslu í Garðabæ?  Seint og um síðir!  Annað kemur víst þjóðini ekki við, eða hvað?  En hver eru hagsmunatengsl Bjarna Benediktssonar?  Hvar á hann hlutafé?  Í Sjóvá?  Í N1?  Hvar situr hann í stjórn?  Hvar eru eignatengsl fjölskyldu hans o.s.frv.?


mbl.is Fór fram á afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynir mbl.is að fela fréttir af rannsóknum á meintu misferli fjármálamanna?

  Rannsóknir yfirvalda á meintum afbrotum eru ekki viðskipti!  Eða verða næstu fréttir af vini mínum Lalla Jones aðeins birtar á viðskiptasíðu mbl.is?  Má vera, hann er síst ómerkilegri en Margeir og Sigurður Einarsson!

Það er alkunna að færri lesa viðskiptafréttir en almennar fréttir.  Þessvegna er það svolítið skrýtið að fréttir af rannsóknum á meintum afbrotum fjármálamanna eru á viðskiptasíðu mbl.is.  Tæpast teljast það viðskiptafréttir, rannsókn Fjármálaeftirlitsins á MP Banka, "Vísar MP Banka til Fjármálaeftirlitsins", og rannsókn Sérstaks saksóknara, "Sigurður Einarsson yfirheyrður."


mbl.is Vísar MP Banka til Fjármálaeftirlitsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta þolir nú varla dagsljósið?

Þannig að það er kannski best að segja sem minnst!

Eða hvað, Þór Sigfússon og Tryggvi Þór og Wernarsynir?  Voruð þið ekki búnir að segja að allt væri eðlilegt með rekstur Sjóvár?  Hvar er lögreglan?  Er ekki vaninn að brotlegir séu  settir í varðhald meðan rannsókn fer fram?  Eða eru kannski allir saklausir í málinu og enginn grunaður um neitt?  Er hægt að setja eitthvert stöndugasta fyrirtæki landsins á höfuðið í eiginhagsmunaskyni?  Og enginn grunaður um neitt?Bandit

Þetta hefur nú verið meiri veislan!


mbl.is 16 milljarðar inn í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Við læðumst hægt um laut og gil..." The Big Sell-Out of Iceland!

Hann talar mjúklega!  Og upplýsir, að fyrirtækið Arctic Finance hafi sent 30 aðilum upplýsingar um HS Orku.  Að Arctic Finance hafi hluti OR og Hafnarfjarðarbæjar í HS Orku til einskonar sölumeðferðar.  Og þá spyr maður sig:  Er verið að selja hæstbjóðandi orkuauðlindir landsins?  Stjórn OR og bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hljóta því að hafa gefið AF umboð til þess!  Hér er sem sagt verið að kasta hagsmunum eigenda OR og Bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í hendurnar á gróðapungum!

Ross Beaty er sjálfsagt hinn besti maður, en eina markmið hlutafélags einsog Magma Energy Corp. er að hámarka arðinn af hlutafé eigendanna,  Magma Energy Corp. er ekki líknarfélag.  Og heldur ekki félag sem er rekið áfram af hugsjónum, eða með hag neytenda í huga!  Sama á við um Geysir Green Energy.

Orkuframleiðslu- og veitufyrirtæki hafa lengst af, og af mestu leyti, verið rekin á samfélagslegum grunni.  Hér virðist eiga að verða breyting á.  Nú á að færa þennan rekstur í hendurnar á  einkahlutfélögum.  Hvað þýðir það fyrir kaupendur á orku hér?  Margfaldast verð rafmagns-, heitavatns- og neysluvatns?  Það er ekki ólíklegt miðað við reynslu annarra þjóða af því að koma þessum auðlindum í eigu alþjóðkapítalismans, hins blinda gróðaafls!

Annars vísa ég á síðu Láru Hönnu hér á blogginu.  www.larahanna.blog.is 

Hér er svo frétt af stofnun Arctic Finance.  Takið eftir hvaðan þessir menn koma, jú úr Landsbankanum.  Og hafa möndlað mörg af stærstu fyrirtækjaviðskiptum á landinu undanfarin ár:

 

Viðskipti | mbl.is | 24.11.2008 | 14:48

Nýtt ráðgjafarfyrirtæki

Bjarni Þórður Bjarnason, fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbanka Íslands, hefur ásamt sex öðrum sett á fót fyrirtækið Arctica Finance. Framkvæmdastjóri félagsins, og einn stofnendanna, er Stefán Þór Bjarnason, sem starfaði einnig hjá Landsbankanum.

Aðrir stofnendur og starfsmenn hins nýja fyrirtækis eru Ólafur Finsen, Baldur Stefánsson, Aðalsteinn Jónsson, Jón Þór Sigurvinsson og Gunnar Jóhannesson.

Samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Þórði mun Arctic Finance byggja þjónustu sína á því að veita fagfjárfestum og öðrum fjársterkum aðilum ráðgjöf, svo sem við kaup og sölu fyrirtækja og eða rekstrareininga, fjármögnun, fjárhagslega endurskipulagningu og annað því tengt.

Ætlunin er að starfsemi Arctica Finance verði fyrst og fremst á Íslandi, en tengslanet starfsmanna fyrirtækisins teygir sig víða.

Starfsmenn Arctica Finance hafa komið að mörgum af stærstu viðskiptum sem átt hafa sér stað hér á landi á undanförnum árum.


mbl.is Magma ætlar sér ekki að verða ráðandi í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra mötuneyti!

fatass
mbl.is Umsvif aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband