Endurhæfa þarf starfsfólk bankanna! "Hvað gerðist?"

Viðhorf þjónustufulltrúa bankanna virðist einkennast af miklum skorti á þekkingu og þjónustulund.  Það er jafnvel þannig, að það er einsog þessir starfsmenn séu ekki alveg með á nótunum.

Vinir mínir reka fyrirtæki.  Þau hófu reksturinn ca. ári fyrir hrun.  Fóru með velútbúna rekstraráætlun í bankann og fengu þá fyrirgreiðslu sem þau þurftu.  Það þarf ekki að spyrja að því ,en reksturinn gekk allur úr skorðum við hrunið í haust.  Uppúr áramótum fóru þau í bankann.  Fengu þar viðtal við þjónustufulltrúann.  Sýndu breytingarnar, sem höfðu orðið á rekstrinum við hrunið svart á hvítu, og fóru fram á breytingar á láni og fleira.

Fulltrúi bankans spurði:  Hvað gerðist?


mbl.is Ráðþrota gegn úrræðaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þú alhæfir svona um heila starfsstétt án þess að blikna?  Alveg rólegur.

Starfsmaður (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 13:51

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, ég tel að alhæfa þurfi svona þegar bjóða þarf heilli stétt uppá endurhæfingu.  Nú er starfsumhverfi bankamanna allt annað en það var!  Og síendurtekið er fólk að lenda í undarlegustu uppákomum í samskiptum sínum við þessa starfsmenn sem enn eru staddir 2007, sumir hverjir!

Auðun Gíslason, 14.7.2009 kl. 14:28

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Og bankamenn!  Ekki vera hér á blogginu í vinnutímanum!

Auðun Gíslason, 14.7.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband