Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.2.2010 | 21:03
250-375 milljarða króna kostnaður af töfum á afgreiðslu Icesave síðan 1. september í boði Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs!
![]() |
„Reyna að þvo hendur sínar af eigin verkum“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2010 | 19:45
Í Lýðveldi lyginnar. Vanhæf ríkisstjórn-Merkingarlaus ríkisstjórn Geirs H. Haarde? Ríkisstjórn ómerkinga?
Aldrei hefur annað eins samsafn ómerkinga setið saman í ríkisstjórn og haustið 2008. Það hefur verið að koma í ljós smátt og smátt á undanförnum mánuðum.
Nánast ekkert af verkum þeirra í hruninu hafði eða hefur nokkra þýðingu; allt er það merkingarlaust og hefur enga þýðingu! Að sögn þessa gæfusnauða fólks.
Samningar og yfirlýsingar, samningaþreifingar háttsettra ráðuneytismanna og yfirlýsingar ráðherra og þingmanna. Ræður. Allt merkingarlaust og hefur enga þýðingu!
Memorandum of understanding 11.10.2008, Samningurinn við ESB 13.11.2008 og nú skjöl sem vitna um samningaþreifingar ráðuneytanna/Baldursnefndarinnar. Yfirlýsingar um að við munum standa við skuldbindingar okkar,gilda stundum og stundum ekki. Orð um dómstólaleiðina, gilda stundum og stundum ekki.
Ríkisstjórn Geirs H. Haarde var ekki bara gæfusnauð og vanhæf. Húm var líka merkingarlaus. Verk hennar marklaus, að sögn Ingibjargar Sólrúnar og Bjarna Ben.
![]() |
Makalaust innlegg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2010 | 18:31
Í Lýðveldi lyginnar. Ræður stjórnarliða 27. nóvember 2008. Samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna Icesave-innistæðna.
Virðulegur forseti. Ég kannast ekki við að komið hafi fram í opinberri umræðu að það liggi fyrir lánveitingar og þau kjör sem þar er um að ræða. Það er ósamið um það. Ég geri ráð fyrir að farið verði í þær viðræður í næstu viku, að semja við aðilana um lánin og þau kjör sem á þeim verða.
Hvað varðar hryðjuverkalögin í Bretlandi þá er enn frysting á eignum Landsbankans þar. Það er auðvitað til mikils vansa fyrir Breta hvernig þeir stóðu þar að málum og við getum öll sammælst um að það var þeim ekki til mikils sóma nema síður sé. En ég get alls ekki tekið undir að þessi einhliða aðgerð Breta sé á ábyrgð Evrópusambandsins, þeir verða að sjálfsögðu að bera fulla ábyrgð á því sjálfir og það er ekki hægt að vísa henni á einhvern annan eins og hv. þingmaður gerði hér. Bretar verða sjálfir að bera þá ábyrgð og við verðum auðvitað að skoða eftir öllum tiltækum leiðum hvernig við getum sótt mál gagnvart þeim fyrir þessa aðgerð.
Hvað varðar þær eignir sem eru í búinu eins og hjá Landsbankanum er alveg rétt hjá þingmanninum að þær verða væntanlega seldar á löngum tíma, það getur skipt máli að taka sér tíma í að selja þannig að sem mest virði fáist fyrir þær. Þá er einmitt gert ráð fyrir að það lán sem við fáum mæti þeim greiðslum sem koma til á þeim tíma og hugsanlegir skilmálar á láninu geti á einhvern hátt mætt þeirri stöðu að andvirði fyrir eignirnar kemur ekki inn nema á talsverðum tíma.
Virðulegi forseti. Þau efnislegu atriði sem hv. þingmaður rakti í ræðu sinni mun ég kannski fjalla um þegar ég flyt ræðu mína en ég vildi bara í stuttu andsvari gera athugasemd við eitt atriði sem fram kom í máli hv. þingmanns.
Hann kallaði eftir því að tiltekin gögn sem hann nefndi sem lúta að samningum við Breta og Hollendinga og samningaferlinu innan Evrópusambandsins yrðu lögð fram á Alþingi og kynnt. Ég vildi þess vegna upplýsa að utanríkisráðuneytið hefur kynnt þau gögn í utanríkismálanefnd en þar sem um er að ræða gögn sem hafa bein áhrif á samninga sem standa nú þegar yfir við erlend ríki ríkir um þau trúnaður í utanríkismálanefnd, enda hefði birting gagnanna núna áhrif á samningsstöðu í þeim samningum sem fram undan eru og fara vonandi fram í næstu viku um frágang þessara mála. Þar af leiðandi voru þau kynnt í utanríkismálanefnd með trúnaði og um það var ekki gerður ágreiningur í utanríkismálanefnd. Það var ágætissátt um það fyrirkomulag meðan málið er til meðferðar og til samninga við önnur ríki.
Virðulegi forseti. Mikils misskilnings gætir hjá hv. þingmanni um að verið sé að veita ríkisstjórninni heimild til greiðslu á einhverjum skuldum. Hér er verið að fá umboð Alþingis til að ljúka samningum á tilteknum forsendum og þeir samningar munu skuldbinda ríkið. Forsendurnar liggja fyrir og hafa alltaf legið ljósar fyrir að ákveðin lagaskylda er um að okkur beri að hafa tiltekna tilskipun í heiðri.
Hvað varðar samningana þá er ferlinu ekki lokið og ég held að hv. þingmaður hljóti að skilja að í miðjum samningum við önnur ríki er ekki upplýst um einstök gögn sem liggja til grundvallar afstöðu fyrr en samningum er lokið. Málið hefur verið kynnt utanríkismálanefnd í samræmi við 24. gr. þingskapa og haft um það samráð við nefndina. Öll gögn hafa verið lögð fyrir utanríkismálanefnd í trúnaði. Ekki einn einasti nefndarmaður hefur óskað eftir að aflétta trúnaði á gögnunum.
10.2.2010 | 23:49
Þingsályktun um samninga varðandi ábyrgð ríkissjóðs á innstæðutryggingum vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Evrópska efnahagssvæðinu.
Þingsályktun samþykkt 5. desember 2008
3. kafli athugasemda er einkar athyglisverður. Ekki annað að sjá en aðeins hafi verið eftir að ræða lánakjör á áður samþykktum lánum.:
"Gert er ráð fyrir því að þau ríki sem hlut eiga að máli muni aðstoða sjóðinn við að standa undir þessu verkefni og það verði í formi lánveitinga viðkomandi ríkja til sjóðsins með ábyrgð íslenska ríkisins. Þær viðræður sem fram undan eru munu skera úr um nánari útfærslu þessara lánveitinga, auk þess sem hin endanlega niðurstaða mun ráðast af því að hve miklu leyti andvirði eigna viðkomandi banka mun renna til sjóðsins við uppgjör á búum þeirra.
Endanlegar niðurstöður framangreindra samninga munu verða lagðar fyrir Alþingi og aflað viðeigandi fjárheimilda eftir því sem aðstæður krefjast. "
***
Þingsályktun
um samninga varðandi ábyrgð ríkissjóðs á innstæðutryggingum
vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka
á Evrópska efnahagssvæðinu.
(Lögð fyrir Alþingi á 136. löggjafarþingi 20082009.)
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við viðeigandi stjórnvöld vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Evrópska efnahagssvæðinu á grundvelli þeirra sameiginlegu viðmiða sem aðilar hafa komið sér saman um.
Í kjölfar bankahrunsins í byrjun október 2008 kom í ljós að umtalsverðar fjárhæðir voru á innlánsreikningum í útibúum íslenskra banka í Evrópu. Þessar fjárhæðir voru að stærstum hluta til á innlánsreikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, svokölluðum Icesave- reikningum. Þar sem starfsemi bankans í viðkomandi löndum var rekin í formi útibúa en ekki dótturfélaga gilda lög nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, um þessa starfsemi en þau lög eru byggð á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/19/EBE um innlánatryggingakerfi.
Í samræmi við ákvæði 3. gr. laga nr. 98/1999 nær greiðsluskylda sjóðsins, og þar með talin ábyrgð hans á greiðslufalli, til útibúa íslenskra banka á Evrópska efnahagssvæðinu. Í þessu efni er vísað til reglugerðar nr. 120/2000 um sama efni. Á þessari forsendu sneru stjórnvöld í viðkomandi ríkjum Evrópusambandsins sér að íslenskum stjórnvöldum í því skyni að kanna með hvaða hætti þau hygðust tryggja að sjóðurinn stæði við þær skuldbindingar sem í tilskipuninni felast.
Íslensk stjórnvöld voru ekki tilbúin til að fallast á að íslenska ríkinu bæri að ábyrgjast greiðslur til innlánseigenda ef þær færu fram úr því sem Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta gæti staðið undir af inngreiðslum í sjóðinn. Hafa þau haldið því skýrt til haga í öllum sínum viðræðum við stjórnvöld viðkomandi ríkja að þau telji að vafi leiki á um ábyrgð ríkja á tryggingarsjóðnum, ekki síst undir kringumstæðum þar sem fjármálakerfi aðildarríkis hrynur nánast að fullu eins og reyndin er hér á landi. Þessari lagatúlkun hefur verið hafnað af þeim ríkjum sem hlut eiga að máli svo og af Evrópusambandinu.
Af hálfu íslenskra stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að fá úr málinu skorið fyrir viðeigandi úrskurðaraðila eða dómstól. Þessu hafa aðildarríki Evrópusambandsins alfarið hafnað. Afstaða þeirra byggist ekki síst á því að þau telja það mjög varhugavert að gefa með einhverjum hætti til kynna að vafi kunni að leika á um gildissvið þess innlánstryggingakerfis sem liggur til grundvallar innlánastarfsemi í Evrópu, þar sem ótvírætt gildi tilskipunarinnar sé forsenda þess að innstæðueigendur treysti bönkum fyrir sparifé sínu. Réttaróvissa kynni að valda ófyrirséðum afleiðingum í evrópsku bankakerfi.
2. Pólitísk staða.
Við upphaf þeirrar deilu sem hér um ræðir sneri hún einvörðungu að Bretum og Hollendingum og voru því viðræður teknar upp við þau ríki sérstaklega. Á þeim tíma stóðu líkur þegar til þess að Ísland mundi þurfa að reiða sig á lánafyrirgreiðslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem og tvíhliða aðstoð erlendra ríkja til þess að koma efnahagslífinu á réttan kjöl á nýjan leik. Eftir að gengið hafði verið frá viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í samvinnu við sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var skipulega unnið að því í gegnum tengslanet utanríkisþjónustunnar að kynna málstað og málaleitan Íslands fyrir aðildarríkjum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varð framan af ekki vart neins annars en stuðnings. Það snerist hins vegar og verulegar tafir urðu á fyrirtöku viljayfirlýsingar Íslands í framkvæmdastjórn sjóðsins.
Þessi staða kom enn skýrar í ljós þegar Frakkland, sem formennskuríki í Evrópusambandinu, ákvað að beita sér fyrir viðræðum milli deiluaðila með pólitíska lausn að markmiði. Þá varð ljóst að ríki Evrópusambandsins töluðu einum rómi í málinu og lögðu kapp á að ábyrgð Íslands skýrðist sem allra fyrst. Sama átti við um starfshóp norrænu ríkjanna um lánafyrirgreiðslu við Ísland sem starfaði í framhaldi af fundi forsætisráðherra Norðurlandanna á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Þannig varð ljóst að lausn þessa máls væri forsenda þess að hægt væri að fjármagna að fullu þá efnahagsáætlun sem íslensk stjórnvöld höfðu sent Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til afgreiðslu og að Ísland stæði einangrað ef pólitískri samningaleið væri hafnað.
3. Niðurstaða íslenskra stjórnvalda.
Með allt framangreint í huga er það mat ríkisstjórnarinnar að hagsmunum Íslands til lengri tíma litið sé best borgið með því að stjórnvöld styðji við Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta þannig að hann geti staðið straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um að því marki sem eignir viðkomandi banka standa ekki undir henni. Gert er ráð fyrir því að þau ríki sem hlut eiga að máli muni aðstoða sjóðinn við að standa undir þessu verkefni og það verði í formi lánveitinga viðkomandi ríkja til sjóðsins með ábyrgð íslenska ríkisins. Þær viðræður sem fram undan eru munu skera úr um nánari útfærslu þessara lánveitinga, auk þess sem hin endanlega niðurstaða mun ráðast af því að hve miklu leyti andvirði eigna viðkomandi banka mun renna til sjóðsins við uppgjör á búum þeirra.
Endanlegar niðurstöður framangreindra samninga munu verða lagðar fyrir Alþingi og aflað viðeigandi fjárheimilda eftir því sem aðstæður krefjast.
Fylgiskjal.
1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/ EBE. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.
***
"Til hvaða sérstaka tillits er þarna verið að vísa?"
Svar Ingibjargar Sólrúnar: Hvað varðar að taka sérstakt tillit til Íslands vegna þeirra aðstæðna sem hér eru uppi þá geri ég ráð fyrir að það sé einmitt í þeim þáttum sem það endurspeglist, hvenær við byrjum að borga af láninu, hverjir verði vextirnir, hver verði kjörin, hvaða endurskoðunarákvæði verði í þessu og annað slíkt, að það sé það sem átt er við.
***
KANNSKI FUNDIN SKÝRING Á HVERSVEGNA SKILMÁLAR LÁNSINS (T.D. 5,5% VEXTIR) Í SAMNINGUM SVAVARS-NEFNDARINNAR ERU SVO MIKLU BETRI EN RÆTT VAR UM Í SAMNINGSDRÖGUNUM FRÁ 19.12.2008? Þ.E. 6,7% VEXTIR, STYTTRI LÁNSTÍMI OG GREIÐSLUR SKILDU HEFJAST STRAX! AÐ BRÜSSEL-VIÐMIÐIN HAFI EINMITT VERIÐ HÖFÐ Í HUGA EÐA ÞÁ AÐ SVAVARS-NEFNDIN NÁÐI SVONA MIKLU BETRI ÁRANGRI EN NEFND BALDURS GUÐLAUGSSONAR?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.2.2010 kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2010 | 16:38
Ósvífni RÚVara! Og tilræði við hina einsleitu umræðu lægsta mögulega meðaltals Íslendinga. Sem fram fer á bloggsíðum manna, sem ég hirði ekki um að nafngreina. !
Það er náttúru alger ósvífni RÚVara að hleypa Indriða og Svavari Gestssyni á ljósvakann. Sama gildir um alla aðra, sem hafa aðra skoðun á málinu en Indefence og Jón Gjallarhorn herprestur !
Svavari Gestssyni var hleypt í síðdegisútvarpið í gær með sína sýn á Samningsgerðina. Og svo fjallar RÚV ítarlega um grein Indriða í Fréttablaðinu í morgun.
Þetta er náttúrulega yfirgengileg ósvífni. Og tilræði við hina einsleitu umræðu lægsta mögulega meðaltals Íslendinga! Sem fram fer á bloggsíðum manna, sem ég hirði ekki um að nafngreina. Af tillitssemi við aðstandendur þeirra og með hliðsjóna af meiðyrðalöggjöfinni!
http://dagskra.ruv.is/ras2/4519057/2010/02/09/4/
http://frettir.ruv.is/frett/icesave-nanast-tilbuid-fyrir-ari
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.2.2010 | 16:14
Icesave og þjóðarrétturinn.
Þórdís Ingadóttir, sérfræðingur í þjóðarrétti, talar um gildi yfirlýsinga í þjóðarrétti og alþjóða dómstóla. RÚV 26. febrúar.
http://dagskra.ruv.is/ras2/4482283/2010/01/26/2/
8.2.2010 | 17:56
Hverju gleymir Kristrún? Snaran hnýtt um háls þjóðarinnar!
Umræðan hefur verið furðuleg um Icesave-mylluna. Einn þeirra ráðuneytismanna, sem hnýttu snöruna um háls þjóðarinnar, Kristrún Heimisdóttir tók nýverið til máls í fréttablaðinu. Þar segir hún, að Svavarsnefndin svokallaða hafi ekki notast við hin svo kölluðu Brüssel-viðmið við samningsgerðina. Þar vísar Kristrún til samnings, sem undirskrifaður var 15. nóvember 2008. Horfi maður framhjá "Memorandum of understanding", kallað minnisblað eða minnismiði af sumum, þá er samningurinn frá 15. nóvember 2008 fyrsti Icesave-samningurinn. Margir hafa vilja afneita þessu plaggi og telja það ómark. En aðrir, þar á meðal þjóðréttarfræðingar, halda því fram, að með þessum samningi hafi snaran verið hnýtt um háls þjóðarinnar. Úr þessari snöru höfum við ekki komist. Og enginn hefur boðist til að skera okkur úr snöru þessa Icesave-samnings númer 1. Hér má sjá frétt á mbl.is af samningnum. Ljóst er, hvernig litið var á samning þennan á stjórnarheimilinu :
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/16/icesave_deilan_leyst/
Skoðið endilega viðhengið með fréttinni. Það hefur sést víða, meðal annars hér á blogginu og verið kallað rugl og gömul tugga af sumum. Sem eru nú í önnum við að ritskoða söguna!
Hér er svo fréttatilkynning ríkisstjórnarinnar frá 11. október 2008: þetta samkomulag er hið svokallaða "Memorandum of understanding."
Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.
Fjármálaráðherra Hollands, Wouter.J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen tilkynntu þetta.
Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter. J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.
Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.
Framhjá þessu skautar Kristrún léttilega. Telur kannski rétt að fegra hlut ISG, og þar með sinn í málinu! Þarna er talað um lánafyrirgreiðslu Hollendinga til Íslendinga!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Robert Wade sagði líka, að fjármálakerfi Íslendinga hefði hrunið, þó ekki hefði hefði komið til alþjóðleg fjármálakreppa.
Það getur vel verið, að mogga og rúv finnist, að það hjálpi að kenna öðrum um. Fólk sem gerir það er ófært um að taka þátt í endurreisninni. Hér þarf að endurreisa siðferði þjóðarinnar, auk efnahagslífsins. Það gerist ekki með því að kenna öðrum um vanrækslu okkar og sofanda hátt. Þjóðin þarf að líta í eigin barm, ekki annarra. Í því felst uppgjör. Og svo þarf að bæta fyrir það tjón, sem framferði okkar Íslendinga hefur valdið öðrum. Meðal tjóna er Icesave málið efst á baugi nú. Hvort sem okkur líkar betur eða ver, verðum við að bæta það tjón sem hlaust af í sátt við aðra. Það er einmitt hluti af uppgjörinu: sátt við umhverfi okkar meðal þjóðanna.
Nákvæmlega einsog fyllibytta, sem hættir að drekka og byggir upp líf sitt, þarf þjóðin að endurmeta allt það, sem hún hefur gert, og ekki gert, síðastliðin ár. Og bæta fyrir brot sín! Uppræta skaðlegan hugsunarhátt. Bæta siðferði sitt.
Kannski gengur Arionbanki í takt við þjóðarsálina, þegar hann telur að hér eigi allt að vera óbreytt. Sömu fjárglæframennirnir eigi að ríða hér röftum sem fyrr. Og sama hugarfar að ríkja. Þá er upplagt að kenna öðrum um og neita að borga Icesave. Halda áfram með sama hrokanum og yfirlætinu! Breyta engu! Bissness as usual!
![]() |
Vanræksla hollenska seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2010 | 22:55
Icesave deilan leyst!
Var ekki búið að leysa þessa deilu? Það sagði mogginn 16. nóvember 2008!
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/16/icesave_deilan_leyst/
Þar er ekki þorandi að copy-pasta fréttir af mogga. Þar er allt orðið sérstaklega merkt höfundarréttarvarið!
Leyfi mér samt að copy-pasta þessa snilld eins Sjálfstæðismannsins á blogginu, sem nú hamast einsog óður á móti Icesave samningum núverandi ríkisstjórnar. Það er mjög fyndið að lesa sum bloggin við fréttina í ljósi stöðunnar í dag! Einsog sjá má spyrja sumir bloggarar, hvort hægt sé að gera svona samning án þess að bera hann fyrst undir Alþingi!
"Íslenska þjóðin hefur vaxið í alþjóðlegu tilliti vegna þessarar gjörðar, nokkuð sem bera að virða við Geir og hans Ríkisstjórn. Batnandi manni er best að lifa. Smásigur í alþjóðlegu tilliti er betri en enginn."
Hér viðhengið við frétt moggans:
RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS
FRÉ T TAT ILKYNNING
Samkomulag næst við Evrópusambandsríki
Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)
Mikilvægur áfangi að lausn deilunnar um innstæðutryggingar
Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra
bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við
nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í
Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari
samningaviðræðum.
Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur
mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs
vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna.
Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í
að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.
Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrirgreiðslu
sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur.
Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.
Umsamin viðmið
1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og
hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB.
Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina
um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið
og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna
þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum
hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og
knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálaog
efnahagskerfi sitt.
3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt
í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.
Reykjavík, 16. nóvember 2008
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2010 | 20:32
Og hvernig líður þjóðinni?
Landsýn eftir Stein Steinarr (1954). |
Ísland, minn draumur, mín þjáning, mín þrá, mitt þróttleysi og viðnám í senn. Þessi vængjaða auðn með sín víðerni blá, hún vakir og lifir þó enn. Sjá, hér er minn staður, mitt líf og mitt lán, og ég lýt þér, mín ætt og mín þjóð. Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán, mín skömm og mín tár og mitt blóð. |
![]() |
AGS vill ekki tengja Icesave við lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |