Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hin flokkspólitíska tilfinningasemi helmingaskiptaflokkanna!

Bjarni Benediktsson, Tryggvi Þór Herbertsson og Birgir Ármannsson ræddu allir um Icesave undir liðunum "óundirbúnar fyrirspurnir" og "fundarstjórn forseta."  Það er aungvu líkara en almenn skynsemi og góð greind þessara manna rjúki á dyr um leið og þeir opna munninn um pólitík.  Þá tekur við hin flokkspólitíska tilfinningasemi þeirra, gjarnan kenndar við skotgrafir.  M.a. mátti Birgir vart mæla af hneykslun, þegar hann dró það uppúr pússi sínu að undirritaður hefði verið svokallaður Icesave-samningur í dag, áður en Alþingi hefði rætt málið!!!  Málflutningur flokksbræðra hans var á svipuðum  nótum!

Flokkssystir þingmannsins, háttvirtur forseti Ragnheiður Ríkharðsdóttir, benti honum góðfúslega á, og í vingjarnlegum tón hins vana uppalenda, að milliríkjasamningar væru iðulega undirritaðir með fyrirvara um samþykkt Alþingis og svo væri að þessu sinni!  Þingmaðurinn hafði sem sagt brennt af!

Síðan hóf Sigmundur Davíð umræðu um AGS utandagsskrár.  Það er einsog SDS hafi ekki heyrt af því að samningur við AGS snýst ekki aðeins um peningalánin heldur líka um aðgerðaráætlun í efnahagsmálum þjóðarinnar.  Endurskoðun á þessari aðgerðaráætlun hefur tafist von úr viti og tafið fyrir vinnu í endurreisn efnahagslífsins.  Það skal undirstrikað að það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem stóðu að samningi við AGS!

Sigmundur er á sama báti og aðrir félagar helmingaskiptaflokkanna í opinberri umræðu, að um leið og hann opnar munninn um pólitík tekur tilfinningasemin stjórnina af almennri skynsemi hans og hann hrekkur í hinar pólitísku skotgrafir.

Ég er alveg örugglega ekki einn um það að bíða enn eftir, að flokksmenn helmingaskiptaflokkanna ræði á Alþingi ábyrgð sína og flokka sinna á því fjármálakerfi, sem byggt var upp hér í stjórnartíð þeirra, og hrundi hér í haust.  Sú uppbygging hófst á einkavinavæðing bankanna, og hélt svo áfram undir kjörorðinu "það er kannski best að gera ekki neitt." Laissez faire.  Fræi hrunsins var sáð með uppbyggingu þessa fjármálakerfis.

Nú ætla ég að óska eftir að þeir taki málið fyrir á Alþingi og reki fyrir landsmönnum, hvernig þessi stefna, og gerðir af henni leiddar, er alfarið á ábyrgð flokkanna tveggja Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, helmingaskiptaflokkanna!


mbl.is Óviðunandi niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af flokkspólitískri tilfinningasemi!

Bjarni Benediktsson, Tryggvi Þór Herbertsson og Birgir Ármannsson ræddu allir um Icesave undir liðunum "óundirbúnar fyrirspurnir" og "fundarstjórn forseta."  Það er aungvu líkara en almenn skynsemi og góð greind þessara manna rjúki á dyr um leið og þeir opna munninn um pólitík.  Þá tekur við hin flokkspólitíska tilfinningasemi þeirra, gjarnan kenndar við skotgrafir.  M.a. mátti Birgir vart mæla af hneykslun, þegar hann dró það uppúr pússi sínu að undirritaður hefði verið svokallaður Icesave-samningur í dag, áður en Alþingi hefði rætt málið!!!  Málflutningur flokksbræðra hans var á svipuðum  nótum!

Flokkssystir þingmannsins, háttvirtur forseti Ragnheiður Ríkharðsdóttir, benti honum góðfúslega á, og í vingjarnlegum tón hins vana uppalenda, að milliríkjasamningar væru iðulega undirritaðir með fyrirvara um samþykkt Alþingis og svo væri að þessu sinni!  Þingmaðurinn hafði sem sagt brennt af!

Síðan hóf Sigmundur Davíð umræðu um AGS utandagsskrár.  Það er einsog SDS hafi ekki heyrt af því að samningur við AGS snýst ekki aðeins um peningalánin heldur líka um aðgerðaráætlun í efnahagsmálum þjóðarinnar.  Endurskoðun á þessari aðgerðaráætlun hefur tafist von úr viti og tafið fyrir vinnu í endurreisn efnahagslífsins.  Það skal undirstrikað að það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem stóðu að samningi við AGS!

Sigmundur er á sama báti og aðrir félagar helmingaskiptaflokkanna í opinberri umræðu, að um leið og hann opnar munninn um pólitík tekur tilfinningasemin stjórnina af almennri skynsemi hans og hann hrekkur í hinar pólitísku skotgrafir.

Ég er alveg örugglega ekki einn um það að bíða enn eftir, að flokksmenn helmingaskiptaflokkanna ræði á Alþingi ábyrgð sína og flokka sinna á því fjármálakerfi, sem byggt var upp hér í stjórnartíð þeirra, og hrundi hér í haust.  Sú uppbygging hófst á einkavinavæðing bankanna, og hélt svo áfram undir kjörorðinu "það er kannski best að gera ekki neitt." Laissez faire.  Fræi hrunsins var sáð með uppbyggingu þessa fjármálakerfis.

Nú ætla ég að óska eftir að þeir taki málið fyrir á Alþingi og reki fyrir landsmönnum, hvernig þessi stefna, og gerðir af henni leiddar, er alfarið á ábyrgð flokkanna tveggja Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, helmingaskiptaflokkanna!


mbl.is Sakar Steingrím um kúvendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir Baugs-miðla í Mogga?

Nú er ég hlessa!

Þessi skoðanakönnun sýnir og sannar gullfiskaminni kjósenda.  Lýðskrum helmingaskiptaflokkanna hefur skilað sínu!  Ferill þeirra skiptir engu!


mbl.is Ríkisstjórnin rétt héldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins eitthvað að viti?

Eftir allan áliðjuáróðurinn koma loksins fréttir af einhverju, sem til framfara horfir.  Allt tal um stóriðjuna,sem á að ganga fyrir orku sem ekki er til, einsog t.d. Helguvíkurverksmiðjan, hefur kæft umræðu um allt annað.  Það er einsog stóriðjudraumurinn hafi breyst í þráláta þráhyggju. Nánast ekkert annað hefur verið rætt af sumu fólki.  það hefur ekki séð neitt annað sem geti horft til framfara í atvinnulífinu.

Talandi um Helguvík, hvaðan á öll þessi orka, sem fyrirtækið þarf, að koma?  Það væri gott, ef þeir sem hafa lýst sig svona fylgjandi þessu álveri upplýsi okkur um það sundurliðað eftir virkjunum.

Eftirfarandi er listi úr skýrslu iðnaðarráðuneytisins um þá orku, sem hugsanlegt er að virkja fyrir áliðjudrauminn.  Þegar þessi orka hefur verið virkjuð, eru virkjunarmöguleikar á suðvesturlandi uppurnir.  Þá verður engin virkjanleg orka eftir til að sinna öðrum verkefnum í þessum landshluta!  Helguvíkurálbræðslan þarf 625 MW í endanlegri stærð.  90 MW eru frátekin fyrir Norðurál í Hvalfirði!

625 MW +  90 MW = 715 MW

Virkjanir í neðri hluta Þjórsár:  Hvammur 80 MW, Urriðafoss 120 MW, Holt 50 MW=250 MW

(Búðarháls 75 MW.  Orkan frá Búðarhálsi er víst frátekin fyrir RioTintoAlcan, sem nú hótar öllu illu vegna væntanlegra skatta.)

Reykjanes 50 MW, Krýsuvík (Trölladyngja) 100 MW, Hellisheiði 300 MW=450 MW

Samtals eru þetta  700 MW.  Frekari rannsóknir þarf að gera á háhitasvæðum á Reykjanesi.  Ekki er fullvíst að hægt sé að fá alla þessa orku frá háhitasvæðunum vegna breytinga, sem orðið hafa á þeim vegna þeirra virkjana sem þegar hafa verið reistar.


mbl.is Skóflustunga metanólverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fari þeir sem fara vilja...

RioTintoAlcan er nú komið á kaf í innanlandspólitíkina.  Nú stendur uppá Landsvirkjun að upplýsa landslýð um það raforkuverð, sem álfurstarnir borga hér.  Samanburður við heimsmarkaðsverð má fylgja.  Það er hámark ósvífninnar að erlendir auðhringir skuli ekki geta látið það ógert að vera með svona hótana-spuna á hendur ríkisstjórn Íslands, hver sem hún er hverju sinni!

Ef RioTintoAlcan vill ekki beygja sig þegjandi og hljóðalaust undir þær reglur, sem réttkjörinn yfirvöld landsins kjósa að setja má fyrirtækið einfaldlega fara.  Það  eru væntanlega einhverjir aðrir í heimi hér sem vilja reka álbræðsluna, sem væntanlega yrði yfirtekin af ríkinu vegna samningsbrota, fari svo að RioTinto vilji ekki vera hér lengur!  Hótana-spunameistarinn fylgir væntanlega húsbændum sínum frekar en þjóð sinni!

...og veri þeir sem vera vilja!


mbl.is Kipptu að sér höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregsför Framsóknarformannanna og gleypigangur óhæfra fjölmiðlamanna!

Fjölmiðlamenn ófróðir og vinna ekki vinnuna sína.  Gleypa við öllu vegna þekkingar- og reynsluleysis?  Þorbjörn Broddason tekur fjölmiðla á beinið.

http://dagskra.ruv.is/ras1/4511522/2009/10/14/2/


Krónan á flot og lífeyrissjóðina uppí spilaskuldir vina Sjálfstæðisflokksins?

Skítt með almenning, sem þegar sýpur dauðann úr skel eftir hrunið!  Sjá menn verðbólguna fyrir sér!  Og svo vill Bjarni fá að gambla með sjóði lífeyrisþega nútímans og framtíðarinnar.  Hirða skatttekjur af börnunum,  skattgreiðendum framtíðarinnar.  Nú sjá bankavinamennirnir að eina féð sem til er í landinu, það fé sem ekki er búið að tapa í botnlausri spilamennsku kapítalismans, og vilja endilega komi því í súginn líka!  Ég segi nei takk!  Ég vil ekki meiri verðbólgu, og ég vil ekki gefa Bjarna og félögum lífeyrissjóðina til að borga spilaskuldir vina Sjálfstæðisflokksins!

Það er hinsvegar alveg nýtt, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki flatan niðurskurð!  Finnst einhverjum þetta trúverðug sinnaskipti?


mbl.is Svigrúm til að lækka ríkisútgjöld verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski er bara best að gera ekki neitt?

Áhugamenn um stjórnmál vita hvaðan þessi setning er komin.  Ég er allavega viss um að stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna veit það. Þau eru orð Geirs H. Haarde, sem virtist hafa þau að leiðarljósi lífs síns sem stjórnmálamanns.  Niðurstaðan var hrunið.  Kannski er bara best að gera ekki neitt, og láta bara markaðinn um hrunið? 
mbl.is Krefjast lausnar á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svalir í annarlegu ástandi?

Þá er ekki nema von að maðurinn dytti fram af.

 

 "Maðurinn var í annarlegu ástandi en hann er ekki búsettur þar sem óhappið varð."Mbl.is. Er þetta eitthvað málinu viðkomandi?

Þetta er skrítna frétt vikunnar!  Ekki atburðurinn heldur fréttin!


mbl.is Féll fram af svölum í annarlegu ástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef mínar efasemdir.

Þórey er tengdadóttir Ragnheiðar Ríkharsdóttur þingkonu, sem sumir segja að sé í vitlausum flokki.  Kannski á það sama við um Þóreyju.  En kannski er þetta bara einsog hvert annað djobb.
mbl.is Ráðin kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband