Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.11.2009 | 19:57
Er þetta niðurstaðan af þessari svokölluðu jafnréttisbaráttu?
Í dag fékk ég eftirfarandi bréf. það vekur mann til umhugsunar. Það er greinilega ekki gert ráð fyrir feðrum í lífi barna í Foreldrafélagi Háteigsskóla, eða jafnvel á skrifstofu skólans... Og allra síst einstæðum feðrum! Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég verð var við það hugarfar, að ekki sé gert ráð fyrir að karlar séu forráðamenn barna sinna. Við höfum greinilega alveg gleymst í allri þessari jafnréttisbaráttu
Ágætu foreldrar og forráðamenn barna í Háteigsskóla
Foreldrafélag Háteigsskóla vill með bréfi þessu óska eftir stuðningi ykkar. Síðustu ár hafa foreldrar stutt dyggilega við foreldrafélag skólans. Foreldrafélagið heldur m.a. öskudagshátíð, vorhátíð og stendur fyrir námskeiðum. Undanfarin ár hefur skólinn boðið foreldrum barna við skólann í jólamat í desember en vegna niðurskurðar þarf skólinn á okkar stuðning að halda til þess að hefðin haldist. Samkvæmt lögum er skylda að hafa foreldrafélag í skólanum og gott samstarf heimila og skóla er afar mikilvægt.
Félagsgjald fyrir veturinn 2009-2010 er 1.500,- kr.
Nú eru greiðsluseðlar að birtast í heimabönkum mæðra. (Leturbreyting mín).
Aðeins er óskað eftir einu framlagi frá hverju heimili
Þeir sem eru ekki með heimabanka geta greitt inná reikning 130-26-6610 kt.661094-2229 (Foreldrafélag Háteigsskóla)
Við þökkum stuðninginn, barnið þitt mun njóta framlagsins!
Foreldrafélag Háteigsskóla
28.10.2009 | 19:04
Baugspenninn Hannes Hólmsteinn skammar Jón Steinsson!
Hannes finnur það Jóni meðal annars til foráttu að hafa gleymt "hæfilegri varúð fræðimennsins". Það var líklega einmitt það sem gerðist, þegar fræg bók var skrifuð um Halldór Kiljan Laxness hér um árið! Nú talar Hannes, aldrei þessu vant, af nokkurri þekkingu!
22.10.2009 | 23:21
Jón Valur, þó!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2009 | 22:29
Forherðing og firring! Bannið RÚV ehf!
Nú er hafin alherjar áróðursherferð gegn Agli Helgasyni og RÚV ehf undir forystu Ástþórs Magnússonar og Björns Bjarnasonar lagabætis! Ýmsir hafa tekið á sig krók á lífsleið sinni til að leggja málefninu lið. Má þar nefna Hannes frelsara og Sturlu Hólmara. Vilja þeir að Egill verði rekinn af RÚV! Ástæðan er sú að þeim hugnast ekki skoðanir Egils. Segja að hann leggi Sjálfstæðisflokkinn í einelti og dissi Ástþór! Telja þeir að með því að hafa Egil á launaskrá, og leyfa honum að stýra tveim vinsælustu sjónvarpsþáttum á Íslandi, brjóti ríkisútvarpið ehf landslög! Það á að sjálfsögðu ekki að viðgangast að ríkisútvarpið ehf sé með vinsælt sjónvarpsefni á dagskrá sinni. Og enn síður, að það sé stjórnandi sem ekki tilheyrir halelúja-kór litlu svörtu klíkunni (samsafn götustráka í FLokknum), sem sé svo vinsæll meðal alþýðu manna! Slíkt má einfaldlega ekki viðgangast!
Áfram Hannes og Ástþór!
22.10.2009 | 19:53
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur leggur stein í götu suðvesturlínu!
![]() |
Heilbrigðiseftirlit lýsir yfir áhyggjum vegna vatnsverndarsvæðis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2009 | 18:55
"Hér fljótum við eplin, sögðu hrossataðskögglarnir."
Sagði Ólína um stjórnarandstöðuna. Það er hálfdapurlegt að hlusta á Bjarna Ben og Höskuld Noregsfara. Sigmund Davíð þarf varla að nefna lengur. Þeir teljast seint meðal beittustu kutanna í skúffunni, þessir þrír helstu talmenn þeirra flokka, sem færðu einkavinum sínum bankana á silfurfati. Síðan það gerðist hefur stefnt hægt en örugglega að því hruni, sem þjóðin hefir verið stödd í um eins árs skeið. Enda mottóið "Það er kannski best að gera ekki neitt." Allskyns fjárglæframenn og skúrkar hafa fengið frítt spil með velvilja og velþóknun Framsóknar og SjálfstæðisFLokks.
Það er náttúrulega orðum aukið að Sjálfstæðisflokkurinn eigi einn allt Icesave-klúðrið. Framsókn á sinn hlut af því endemismáli.
Bjarna Ben og Sigmund þyrstir í völdin valdanna vegna. Hagsmunir þjóðarinnar vega létt í máttlausri baráttu þeirra. Aðeins eitt skiptir þá mál, völdin. Og þá hlýtur maður að spyrja sig þeirrar spurningar, hvort þessum kónum sé treystandi fyrir landsstjórninni. Svarið er einfaldlega nei! Þeir hafa ekki mannkosti, reynslu eða þekkingu til þess. En fyrst og fremst skortir þá þá mannskosti, sem þarf. Það er ljóst af málflutningi þeirra öllum! Auk þess standa sömu eiginhagsmunaklíkurnar á bak við þessa flokka. S-hóparnir og ýmsir menn "í talsambandi við FLokkinn." Sömu fjárglæframennirnir eru enn á kreiki í skúmaskotum helmingaskiptaflokkanna og áður! Bæði þessir, sem verið er að rannsaka, og hinir sem hafa sloppið fram að þessu!
![]() |
Þung orð falla um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2009 | 15:13
Já, hvar eru auðmenn Íslands, já og stórfyrirtækin á landinu!
Hér hefur allt orðið vitlaust, ef orðaðir eru sérstakir skattar á auðmenn og fyrirtæki þeirra, að ég tali nú ekki um útlend fyrirtæki alþjóðlegra auðhringa. Hægrimenn og hagsmunasamtök íslenskra kapítalista hafa risið upp og mótmælt. Nei, þeir vilja ekki borga hærri skatta, hafa enda vanist við tilveruna í skattaparadísinni sem frjálshyggjumenn komu hér á. Þeir vilja að launfólk borgi skatta en ekki þeir!
Þvílíkur aumingjaskapur!
![]() |
Þýskir auðmenn til bjargar - hærri skatta takk! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2009 | 21:10
Prúðuleikarar einkavæðingarstjórnarinnar.
Á síðu Sigurðar G. Guðjónssonar á "Pressunni" má lesa ýmislegt skemmtilegt, einsog leikritið um einkavæðingu Búnaðarbankans og um Davíð og Pukrið og fleira skemmtilegt!
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaSigurdurG/pruduleikararnir
19.10.2009 | 20:00
Þorgerður í Kastljósinu: "Sýning fyrir fávitana."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2009 | 16:47
Nýmæli?
![]() |
1.000 milljarða lán í biðstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |