Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er engin hjálparstofnun. International Monetary Fund lánar einfaldlega peninga sem sjóðurinn vill fá greidda til baka. Með beinum peningagreiðslum eða með sölu auðlinda. Kerfið er einfaldlega svona, samkvæmt þeim sem varað hafa íslendinga við: Fyrst er byrjað á að rústa fjárhag landsins, svo er lánað til ríkissins meira en það getur greitt til baka. Þá er fjárhagur þjóðarinnar rústaður enn meira og svo eru aulindirnar keyptar á slikk af vel völdum einkavinum IMF. Það eru engir íslendingar í þeim hópi. Millistéttin er þurrkuð út og aðeins eru tvær eftir, yfirstétt spilltra og mútugreiddra pólítíkusa, embættismanna og fjármagnseigenda. Hin stéttin er illa launaður almenningur sem varla á fyrir nauðsinjum.
FLOW FOR THE LOVE OF WATER er margverðlaunuð heimildarmynd frá árinu 2008. Hún fjallar um það hvernig stórfyrirtæki, World bank og fleiri álíka siðlausir aðilar eru að koma hlutunum þannig að það þurfi að borga fyrir allt vatn, líka drykkjarvatn, allstaðar. Með íslensku vatnalögunum verður þessi stefna einnig tekin hér með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn við stýrið.
Hér er stutt kynning á myndinni eða svokallaður trailer:
http://www.flowthefilm.com/trailer
Hér er hægt að horfa á myndina í minni upplausn eða kaupa hana á disk:
http://topdocumentaryfilms.com/flow-for-love-of-water/
HÉR ER MYND UM EFNAHAGSHRUN ARGENTÍNU, sem jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur viðurkennt að sé sér að kenna. Argentína er eitt af auðugustu löndum heims, en var rænt innan frá.
Hér er stutt kynning á myndinni eða svokallaður trailer:
Það kemur margt kunnuglega fyrir sjónir.
http://www.youtube.com/watch?v=sUUoIxeppO0
Hér er hægt að horfa á myndina í minni upplausn eða kaupa hana á disk:
http://topdocumentaryfilms.com/argentinas-economic-collapse/
IMF hefur lofað að gera þetta ekki aftur, en samt er verið að gera sömu hlutina eins hér í dag. Það mun hafa í för með sér sölu allra auðlinda þjóðarinnar til nokkurra sterkefnaðra erlendra stórfyrirtækja. Tekjur íslenska ríkissins munu þar með sama sem hverfa. (Til dæmis mun MAGMA Energy borga sína skatta í Svíþjóð, en ekki hér.)
Hópurinn sem mótmælir AGS í hádeginu á hverjum degi, bendir Íslendingum á þessar heimildarmyndir um sannleikann um International Monetary Fund (IMF) eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), eins og hann hefur verið kallaður á íslensku og meðreiðarsveina þeirra.
Íslendingar standa raunverulega frammi fyrir því í dag að glata öllum auðlindum sínum innan skamms, líka drykkjarvatninu.
ÍSLENDINGAR HAFA HÉR MEÐ VERIÐ VARAÐIR VIÐ.
Endilega setjið inn slóðir á fleiri álíka heimildarmyndir í athugasemdir hér fyrir neðan.
Með kveðju,
Íslenska Andspyrnuhreyfingin gegn AGS