Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af Smugunni: "Magmað í mysunni." e. Agnar Kr. Þorsteinsson. Hin undarlega tengslaspillingarsaga, sem ekki má rannsaka!

Jóhanna Sigurðardóttir vildi ekki skipa Svein Margeirsson í nefndarómyndina, sem á að fara yfir feril Magma-málsins.  Sveinn mun glúrinn í að rekja allskyns tengsl.  Var það raunverulega ástæðan fyrir því að Sveinn fékk ekki skipun frá formanni Samfylkingarinnar, þó aðrar ástæður væru gefnar upp? 

"Þann 30. Apríl 2009(nákvæmlega tveimur árum eftir sölu ríkisins á hlutnum til HS) þá fara fulltrúar Magma og GGE á fund með iðnaðarráðuneytinu til að vita hvernig Magma geti farið að til að kaupa HS Orku. Í framhaldi af því þá er stofnuð skúffa í Svíþjóð sem ætluð er til að fara á svig við lög...."

OR og Reykjanesbær virðast hafa tapað milljörðum á viðskiptum sínum, sem svo mikil áhersla var lögð á, að hagsmunir eigendanna voru fyrir borð bornir.  Þar voru enn og aftur á ferð hin undarlegu hagsmunatengsl stjórnmálamanna og fjármálalífs.  Atburðarrásin bendir til að aldrei hafi aðrir en Magma komið til greina.  Og auðvitað vill Leyndarráðuneytið á bak við heilaga Jóhönnu ekki láta rekja tengslin í málinu.  Þar á Leyndarráðið sameiginlega hagsmuni með fjáraflamönnum Sjálfstæðisflokksins.  Jóhanna virðist vera ótrúlega óheppin með val sitt á ráðgjöfum, hvort sem er í ráðuneytinu hennar eða öðrum ráðuneytum, og í flokknum.  Leitt til þess að vita, að svona sé þessu farið á síðustu metrum hennar í stjórnmálum.

http://www.smugan.is/pistlar/fastir-pennar/nr/3701

Hér má svo lesa umföllun Ögmundar um nefndarskipunina og vandræðaganginn kringum hana:  http://www.smugan.is/frettir/nr/3687


"Lögfræðileg fatahönnun og vanhæfi." Af Smugunni e.Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur

Margt í kringum nefndarskipunina virðist löðrandi í spillingu.  Fingraför Leyndarráðuneytisins á bak við Jóhönnu leyna sér ekki. Það virðist sem sagt ekki eiga að rannsaka tengslin við stjórnmálamennina (í SF).    

Niðurlag greinari Þóru er einkar athyglisvert:

"Niðurstaðan er sú að maðurinn sem var valinn til að stýra þeim þætti af rannsókninni sem snýr að einkavæðingu orkugeirans, tengslum við stjórnmálamenn og viðskiptalíf, það er spillingu, er úti í kuldanum á afar hæpnum forsendum.

Og Forsætisráðuneytið ætlar ekki að skipa neinn í hans stað eða aðhafast frekar í málinu."

http://www.smugan.is/fra-ritstjorn/allt/nr/3702

 


"Vanhæfni eftir pöntun." Hvað hefur stjórnin að fela í Magma-málinu?

Hvaða tengsl í Magma-málinu vill Leyndarráðuneyti Jóhönnu ekki að verði afhjúpuð? Er eitthvað svipað í gangi þar og í Verne Holding hneykslinu, þar sem einn makkarinn í SF situr bæði í stjórn Verne Holding og í Iðnaðarráðuneytinu! Hver leiðbeindi Ross Beaty í ráðuneytinu? Hvert er leyndarmálið? 

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Gunnar_Skula/vanhaefni-eftir-pontun


Fát og taugaveiklun í Leyndarráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur.

Eftir því sem teygist á sögunni um dularfullu lögfræðiálitin verður fáránleikinn öllum ljósari, nema ríkisstjórninni, fylgismönnum hennar (einu sinni var ég einn af þeim) og embættismönnunum.  Vitleysan verður æ ískyggilegri.

Hrannar B. Arnarsson sigar lögreglunni á konu eina sem vogar sér að mótmæla fyrir framan ráðuneytið.  Og hverju var hún að mótmæla?  M.a. var það brot á stjórnsýslulögum!  Hrannar hefur greinilega farið á taugum, sem er skiljanlegt í því ástandi sem hlýtur á ríkja á stjórnarheimilinu.  Nýjasta vitleysan er að frú Rafnar bendir nú á nýjan sökudólg.  Fyrrum ráðuneytisstjóra sem farin er í aðra vinnu!

Svein Margeirsson mátti ekki skipa í nefnd um Magma-málið.  Ástæðan er trúlegust sú, að hann hefur sérhæft sig að rekja tengsl.  Getur verið að einhver tengsl séu í því máli falin, sem ekki má rekja!  Að vanhæfi og tengslanet Samfylkingarmanna innan ráðuneytanna þoli ekki dagsljósið, hliðstæð hinum furðulegu tengslum Verne Holding inní Samfylkinguna og Iðnaðarráðuneytið.  Þór Saari hefur gert athugasemdir við þessi tengsl án þess að vera ansað.  Eru einhver viðlíka tengsl í Magma-málinu sem ekki mega koma fram.

Og að lokum.  Væri ekki ráð fyrir Jón Bjarnason að ganga í Framsóknarflokkinn, eða er hann kannski orðinn of nútímalegur?  Er ekki laus einhversstað kaupfélagsstjórastaða fyrir Jón?       

 


mbl.is Upplýsti yfirmenn sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög um vexti og verðtryggingu voru þverbrotin. Vissu stjórnmála- og embættismennirnir ekki neitt allan tímann?

 

 

126. löggjafarþing 2000–2001.

 

Frumvarp til laga um vexti og verðtryggingu.

(Lagt fyrir Alþingi á 126. löggjafarþingi 2000–2001.)



 

http://www.althingi.is/altext/126/s/0872.html

VI. KAFLI
Verðtrygging sparifjár og lánsfjár.
13. gr.

    Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krón um þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðsl urnar skuli verðtryggðar. Með verðtryggingu er í þessum kafla átt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu. Um heimildir til verðtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveði á um annað.
    Afleiðusamningar falla ekki undir ákvæði þessa kafla.

14. gr.

    Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs, sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði. Vísitala sem reiknuð er og birt í tilteknum mánuði gildir um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár næsta mánuð á eftir.
    Í lánssamningi er þó heimilt að miða við hlutabréfavísitölu, innlenda eða erlenda, eða safn slíkra vísitalna, sem ekki mæla breytingar á almennu verðlagi

Um 13. og 14. gr.


    Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um gildissvið kafla um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.
    Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. Frá 1960 var almennt óheimilt að binda skuldbinding ar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessi almenna regla var tekin upp í lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl. („Ólafslög“). Með breytingum á þeim árið 1989 var þó heimilað að gengisbinda skuldbindingar í íslenskum krónum með sérstökum gengis vísitölum, ECU og SDR, sem Seðlabankinn birti. Þessi breyting var liður í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma. Gengisbinding á grundvelli þessara vísitalna hefur notið tak markaðrar hylli.
    Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbind ingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi. Talið er að samningar með viðmiðun við gengisvístölu á grundvelli ákvæðisins í vaxtalögum séu mjög fáir. Í bráðabirgðaákvæði IV er kveðið á um hvernig farið skuli með innstæður og samninga af þessu tagi sem þegar eru í gildi.

***


Meðflutningsmenn

þskj. 1211 á 126. löggjafarþingi.

1. Vilhjálmur Egilsson4. þm. NV, S
2. Einar Oddur Kristjánsson5. þm. VF, S
3. Einar K. Guðfinnsson1. þm. VF, S
4. Hjálmar Árnason10. þm. RN, F
5. Jóhanna Sigurðardóttir5. þm. RV, Sf
6. Ögmundur Jónasson13. þm. RV, Vg

Efnahags- og viðskiptanefnd 2001. 

Í lögunum sjálfum er þetta orðað svona:

VI. kafli. Verðtrygging sparifjár og lánsfjár.

13.gr.  Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar.  Með verðtryggingu er í þessum kafla átt við breytingar í hlutfalli við innlenda verðvísitölu.  14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum........

http://www.althingi.is/altext/stjt/2007.051.html

Getur þetta nokkurn tíma orðið skýrara?  Samt eru menn að rífast um þetta eftir að brot á lögum þessum hafa viðgengist í skjóli stjórnmálamanna, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.

Ég verð að játa, að vera orðinn alveg rosalega þreyttur á þvarginu í íslenskum stjórnmála- og embættismönnum.  Og eftir að hafa skoðað þetta mál um gjaldeyrislánin, sbr það sem sjá má hér að ofan, hef ég komist að þeirri nánast óhjákvæmilegu niðurstöðu, að allt frá árinu 2001 hefur stjórnmála- og embættismönnum verið eftirfarandi ljóst:  Gengistrygging lána er óheimil

Allt þeirra þras og röfl um lög og lögfræðiálit er yfirklór gerspilltra stjórnmála- og embættismanna.  Ég er ekki að ætlast til að menn muni skýrt og skilmerkilega það sem gerðist 2001, en eitthvað hlýtur þá  að óra fyrir hvað þeir höfðu fyrir stafni á því herrans ári.  Og hefðu því auðveldlega með góðri hjálp getað rifjað upp og fundið gömlu frumvörpin og ræðurnar sínar.  Og ummæli hagsmunasamtaka sem voru send Efnahags- og viðskiptanefnd.  Og auðvitað mundu þau eitthvað af þessu, en kusu að þegja um það vegna þess að í skjóli þeirra höfðu lögbrotin fengið að viðgangast.  Hin samansúrraða samtryggingarspilling stjórnmála- og embættismannastéttanna hefur valdið þjóðinni stórtjóni og mun halda því áfram meðan spilling þeirra fær að þrífast.     .

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



Af Svipunni: Sannleikurinn um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn!

Fékk þetta "lánað" af Svipunni.  Ágætis saman þjöppuð skrif um AGS.  

Sannleikurinn um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn

Fréttir, Myndir, Svipufréttir, Svipunni beitt. 13. 7. 2010.
Sannleikurinn um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er engin hjálparstofnun. International Monetary Fund lánar einfaldlega peninga sem sjóðurinn vill fá greidda til baka. Með beinum peningagreiðslum eða með sölu auðlinda. Kerfið er einfaldlega svona, samkvæmt þeim sem varað hafa íslendinga við: Fyrst er byrjað á að rústa fjárhag landsins, svo er lánað til ríkissins meira en það getur greitt til baka. Þá er fjárhagur þjóðarinnar rústaður enn meira og svo eru aulindirnar keyptar á slikk af vel völdum einkavinum IMF. Það eru engir íslendingar í þeim hópi. Millistéttin er þurrkuð út og aðeins eru tvær eftir, yfirstétt spilltra og mútugreiddra pólítíkusa, embættismanna og fjármagnseigenda. Hin stéttin er illa launaður almenningur sem varla á fyrir nauðsinjum.

FLOW FOR THE LOVE OF WATER er margverðlaunuð heimildarmynd frá árinu 2008. Hún fjallar um það hvernig stórfyrirtæki, World bank og fleiri álíka siðlausir aðilar eru að koma hlutunum þannig að það þurfi að borga fyrir allt vatn, líka drykkjarvatn, allstaðar. Með íslensku vatnalögunum verður þessi stefna einnig tekin hér með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn við stýrið.

Hér er stutt kynning á myndinni eða svokallaður “trailer”:
http://www.flowthefilm.com/trailer

Hér er hægt að horfa á myndina í minni upplausn eða kaupa hana á disk:
http://topdocumentaryfilms.com/flow-for-love-of-water/

HÉR ER MYND UM EFNAHAGSHRUN ARGENTÍNU, sem jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur viðurkennt að sé sér að kenna. Argentína er eitt af auðugustu löndum heims, en var rænt innan frá.

Hér er stutt kynning á myndinni eða svokallaður “trailer”:
Það kemur margt kunnuglega fyrir sjónir.
http://www.youtube.com/watch?v=sUUoIxeppO0

Hér er hægt að horfa á myndina í minni upplausn eða kaupa hana á disk:
http://topdocumentaryfilms.com/argentinas-economic-collapse/

IMF hefur lofað að gera þetta ekki aftur, en samt er verið að gera sömu hlutina eins hér í dag. Það mun hafa í för með sér sölu allra auðlinda þjóðarinnar til nokkurra sterkefnaðra erlendra stórfyrirtækja. Tekjur íslenska ríkissins munu þar með sama sem hverfa. (Til dæmis mun MAGMA Energy borga sína skatta í Svíþjóð, en ekki hér.)

Hópurinn sem mótmælir AGS í hádeginu á hverjum degi, bendir Íslendingum á þessar heimildarmyndir um sannleikann um International Monetary Fund (IMF) eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), eins og hann hefur verið kallaður á íslensku og meðreiðarsveina þeirra.

Íslendingar standa raunverulega frammi fyrir því í dag að glata öllum auðlindum sínum innan skamms, líka drykkjarvatninu.

ÍSLENDINGAR HAFA HÉR MEÐ VERIÐ VARAÐIR VIÐ.

Endilega setjið inn slóðir á fleiri álíka heimildarmyndir í athugasemdir hér fyrir neðan.

Með kveðju,
Íslenska Andspyrnuhreyfingin gegn AGS


Ræða Bjarna Benediktssonar: Samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu

136. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2008.
samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu 
Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Mér sýnist að nú sé að ljúka umræðu um þessa þingsályktunartillögu og málið sé á leiðinni til utanríkismálanefndar til frekari skoðunar. Hér er óskað heimildar til þess að leiða til lykta samningaviðræður á grundvelli hinna sameiginlegu viðmiða sem liggja til grundvallar samningaviðræðum sem fara síðan af stað í kjölfarið. Þær voru, eins og fram hefur komið í umræðunni hér í dag og reyndar áður, grundvöllur fyrir því að greiða fyrir afgreiðslu lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Það er mjög áberandi hér í umræðunni að þátttakendur í henni telja sig sjá það fyrir eftir á að hægt hefði verið að fara aðrar og skynsamlegri leiðir sem hefðu verið líklegri til að valda íslenskum skattgreiðendum minni byrðum en sú leið sem málið hefur ratað í. Það er vísað til að mynda í lögfræðileg álit í því samhengi.

Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum. Ef menn ætla að fara að taka þann slag verða menn líka að vera tilbúnir til að tapa því máli ef á það mundi reyna. Þeir sem tala fyrir því að þá leið hefði átt að velja eru auðvitað tilbúnir til að gera það eftir á vegna þess að þeir geta gefið sér það í umræðunni að við hefðum sigrað þá lagaþrætu. Það er fínt að gera það í dag vegna þess að það liggur fyrir að sú leið verður ekki farin, en eru þeir hinir sömu þá tilbúnir til að fallast á að við mundum taka herkostnaðinn af þeirri ákvörðun ef niðurstaðan yrði okkur í óhag? Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt.

Þess utan er líka afar líklegt, eins og m.a. hefur komið fram í máli hæstv. utanríkisráðherra, að á meðan málið væri í slíkum farvegi hefðum við ekki fengið fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, það liggur fyrir, og auk þess eru verulegar líkur á því að Bretarnir hefðu ekki dregið úr aðgerðum sínum á grundvelli hryðjuverkalaganna eins og þeir hafa reyndar þegar gert þó að ekki hafi þeir látið af öllum aðgerðum sínum á grundvelli laganna, þ.e. enn þá eru eignir Landsbankans kyrrsettar í Bretlandi. Þar til viðbótar má leiða líkum að því að á vettvangi samstarfsins um Evrópska efnahagssvæðið hafi verið látið reyna á það hvort hægt hefði verið að hindra eða stöðva eða þvælast fyrir með einhverjum hætti frjálsum viðskiptum okkar inn á svæðið á grundvelli öryggishagsmuna. Allt eru þetta atriði sem þarf að taka með í reikninginn þegar menn eru að gera upp á milli þeirra valkosta sem við stóðum frammi fyrir í þessu máli.

Enn þá hefur engu verið lokað og ég hef ekki heyrt í sjálfu sér í umræðunni í dag mikla gagnrýni á hin sameiginlegu viðmið vegna þess að þau eru tiltölulega opin, það er hægt að fella meira eða minna allt það sem nefnt er hér í umræðunni í dag undir orðalagið í þessum sameiginlegu viðmiðum, þ.e. að fullt tillit verði tekið til þeirra efnahagslegu erfiðleika sem eru hér á landi og jafnframt að okkur verði gert kleift að endurreisa hér fjármálakerfið. Hugmyndir sem fram koma í umræðunni í dag um að við þurfum að setja þak á mögulegar árlegar greiðslur okkar til endurgreiðslu á lánum sem taka þarf til að standa undir þessum skuldbindingum rúmast alveg innan þessa orðalags sem er að finna í sameiginlegu viðmiðunum. Hið sama gildir um það að vera með sérstaklega langan lánstíma eða reyna að koma inn samkomulagi í þessu sambandi um mögulega endurskoðun á kerfinu.

Það er auðvitað alveg augljóst, bæði af því sem kommissjónin hefur sagt nú þegar, þ.e. framkvæmdastjórn Evrópusambandsins — þeir eru nú þegar komnir fram með tillögur um að breyta innstæðutryggingarkerfinu í Evrópusambandinu, hækka tryggingarnar verulega, taka úr sambandi það sem maður getur kannski kallað ákveðna sjálfsábyrgð og ná fram meiri einsleitni í kerfinu á öllu svæðinu. Einnig hefur komið fram mjög rík gagnrýni frá breska fjármálaráðherranum, Alistair Darling, þar sem hann gagnrýnir það að bresk stjórnvöld og þar af leiðandi breskir skattgreiðendur þurfi að sitja uppi með kostnaðinn af því að tryggja innstæður vegna dótturfélaga erlendra banka sem starfa með dótturfélög í Bretlandi. Það er mikil óánægja með þetta.

Við skulum hafa í huga í þessari umræðu að íslensku bankarnir störfuðu ekki eingöngu í gegnum útibú á erlendum vettvangi. Sumir íslensku bankanna sóttu innlán í gegnum dótturfélög. Hvað hefur gerst í tilfellum þessara dótturfélaga? Það hefur lent á innstæðutryggingarsjóðum í Sviss, í Bretlandi, í Þýskalandi og víðar þar sem íslensku bankarnir störfuðu, það hefur lent á ríkisstjórnunum í viðkomandi löndum að fjármagna innstæður tryggingarsjóðanna til að þeir gætu staðið undir endurgreiðslu lágmarkstryggingarinnar þar. Hún hefur ekkert alltaf verið 20.000 evrur, í sumum tilfellum miklu hærri upphæð. Þær ríkisstjórnir sem við höfum verið í viðræðum við hafa tekið á sig gríðarlega miklar skuldbindingar og örugglega í einhverjum tilvikum skuldsett sig til að geta risið undir endurgreiðslum út af innstæðum til dótturfélaga íslensku bankanna. Þetta held ég að menn þurfi að hafa í huga í þessari umræðu, vandanum er ekki að öllu leyti velt hingað heim vegna þessa kerfis.

Þegar heildarmyndin er skoðuð tel ég að ekki sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en að vel hafi verið haldið á íslenskum hagsmunum í þessu máli. Sannarlega hefur verið í mörg horn að líta, það hefur verið úr mjög vöndu að ráða, hagsmunum hefur verið þvælt saman. Auðvitað erum við ósátt við það og höfum kvartað undan því opinberlega, og það er að mínu áliti starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til minnkunar að lánsbeiðni okkar þar skyldi hálfpartinn hafa verið tekin í gíslingu vegna óskyldra mála. Það finnst mér til minnkunar fyrir sjóðinn og það sem hann stendur fyrir, og ekki síst á það við vegna þess ástands sem hér ríkti og það var til mikils tjóns fyrir okkur að málið skyldi dragast svo vikum skipti vegna þessa.

Ég held að það sé augljóst að í framtíðinni muni Evrópusambandið, ekki bara vegna þeirra tillagna sem nú þegar eru komnar fram heldur vegna þess augljósa galla sem er á innstæðutryggingarkerfinu, taka það til gagngerrar endurskoðunar. Þess vegna er skynsamlegt fyrir okkur að halda öllum fyrirvörum varðandi réttarstöðu okkar þegar til slíkrar endurskoðunar kemur í framtíðinni. Eina vitræna leiðin fyrir Evrópusambandið og þar með allt Evrópska efnahagssvæðið er að tengja innstæðutryggingarsjóðina saman vegna þess að þegar það hefur verið gert er fall þriggja til fjögurra banka, þó að þeir séu allir í sama landinu, ekkert vandamál fyrir kerfið í heild sinni. Þetta er 500 milljóna svæði sem getur vel greitt úr slíku en einstök ríki geta ekki risið undir hruni bankakerfisins.


http://www.althingi.is/altext/raeda/136/rad20081128T013823.html


Ábyrgð ríkissjóðs á innstæðutryggingum vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þskj. 219  —  177. mál.   25.11.2008  Flutningsmaður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í rikisstjórn Geirs. H. Haarde.  Ýmsar ræður má finna á vef Alþingis, m.a. ræðu Bjarna Benediktssonar, núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins.  Þá var hann þeirrar skoðunar að ríkið bæri ábyrgð á innistæðutryggingasjóði. 



Tillaga til þingsályktunar

um samninga varðandi ábyrgð ríkissjóðs á innstæðutryggingum
vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka
á Evrópska efnahagssvæðinu.

(Lögð fyrir Alþingi á 136. löggjafarþingi 2008–2009.)




    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við viðeigandi stjórnvöld vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Evrópska efnahagssvæðinu á grundvelli þeirra sameiginlegu viðmiða sem aðilar hafa komið sér saman um.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.
1.    Lagaleg afstaða.
    Í kjölfar bankahrunsins í byrjun október 2008 kom í ljós að umtalsverðar fjárhæðir voru á innlánsreikningum í útibúum íslenskra banka í Evrópu. Þessar fjárhæðir voru að stærstum hluta til á innlánsreikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, svokölluðum Icesave- reikningum. Þar sem starfsemi bankans í viðkomandi löndum var rekin í formi útibúa en ekki dótturfélaga gilda lög nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, um þessa starfsemi en þau lög eru byggð á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/19/EBE um innlánatryggingakerfi.
    Í samræmi við ákvæði 3. gr. laga nr. 98/1999 nær greiðsluskylda sjóðsins, og þar með talin ábyrgð hans á greiðslufalli, til útibúa íslenskra banka á Evrópska efnahagssvæðinu. Í þessu efni er vísað til reglugerðar nr. 120/2000 begin_of_the_skype_highlighting              120/2000      end_of_the_skype_highlighting um sama efni. Á þessari forsendu sneru stjórnvöld í viðkomandi ríkjum Evrópusambandsins sér að íslenskum stjórnvöldum í því skyni að kanna með hvaða hætti þau hygðust tryggja að sjóðurinn stæði við þær skuldbindingar sem í tilskipuninni felast.
    Íslensk stjórnvöld voru ekki tilbúin til að fallast á að íslenska ríkinu bæri að ábyrgjast greiðslur til innlánseigenda ef þær færu fram úr því sem Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta gæti staðið undir af inngreiðslum í sjóðinn. Hafa þau haldið því skýrt til haga í öllum sínum viðræðum við stjórnvöld viðkomandi ríkja að þau telji að vafi leiki á um ábyrgð ríkja á tryggingarsjóðnum, ekki síst undir kringumstæðum þar sem fjármálakerfi aðildarríkis hrynur nánast að fullu eins og reyndin er hér á landi. Þessari lagatúlkun hefur verið hafnað af þeim ríkjum sem hlut eiga að máli svo og af Evrópusambandinu.
    Af hálfu íslenskra stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að fá úr málinu skorið fyrir viðeigandi úrskurðaraðila eða dómstól. Þessu hafa aðildarríki Evrópusambandsins alfarið hafnað. Afstaða þeirra byggist ekki síst á því að þau telja það mjög varhugavert að gefa með einhverjum hætti til kynna að vafi kunni að leika á um gildissvið þess innlánstryggingakerfis sem liggur til grundvallar innlánastarfsemi í Evrópu, þar sem ótvírætt gildi tilskipunarinnar sé forsenda þess að innstæðueigendur treysti bönkum fyrir sparifé sínu. Réttaróvissa kynni að valda ófyrirséðum afleiðingum í evrópsku bankakerfi.

2.    Pólitísk staða.
    Við upphaf þeirrar deilu sem hér um ræðir sneri hún einvörðungu að Bretum og Hollendingum og voru því viðræður teknar upp við þau ríki sérstaklega. Á þeim tíma stóðu líkur þegar til þess að Ísland mundi þurfa að reiða sig á lánafyrirgreiðslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem og tvíhliða aðstoð erlendra ríkja til þess að koma efnahagslífinu á réttan kjöl á nýjan leik. Eftir að gengið hafði verið frá viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í samvinnu við sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var skipulega unnið að því í gegnum tengslanet utanríkisþjónustunnar að kynna málstað og málaleitan Íslands fyrir aðildarríkjum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varð framan af ekki vart neins annars en stuðnings. Það snerist hins vegar og verulegar tafir urðu á fyrirtöku viljayfirlýsingar Íslands í framkvæmdastjórn sjóðsins.
    Þessi staða kom enn skýrar í ljós þegar Frakkland, sem formennskuríki í Evrópusambandinu, ákvað að beita sér fyrir viðræðum milli deiluaðila með pólitíska lausn að markmiði. Þá varð ljóst að ríki Evrópusambandsins töluðu einum rómi í málinu og lögðu kapp á að ábyrgð Íslands skýrðist sem allra fyrst. Sama átti við um starfshóp norrænu ríkjanna um lánafyrirgreiðslu við Ísland sem starfaði í framhaldi af fundi forsætisráðherra Norðurlandanna á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Þannig varð ljóst að lausn þessa máls væri forsenda þess að hægt væri að fjármagna að fullu þá efnahagsáætlun sem íslensk stjórnvöld höfðu sent Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til afgreiðslu og að Ísland stæði einangrað ef pólitískri samningaleið væri hafnað.

3.    Niðurstaða íslenskra stjórnvalda.
    Með allt framangreint í huga er það mat ríkisstjórnarinnar að hagsmunum Íslands til lengri tíma litið sé best borgið með því að stjórnvöld styðji við Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta þannig að hann geti staðið straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um að því marki sem eignir viðkomandi banka standa ekki undir henni. Gert er ráð fyrir því að þau ríki sem hlut eiga að máli muni aðstoða sjóðinn við að standa undir þessu verkefni og það verði í formi lánveitinga viðkomandi ríkja til sjóðsins með ábyrgð íslenska ríkisins. Þær viðræður sem fram undan eru munu skera úr um nánari útfærslu þessara lánveitinga, auk þess sem hin endanlega niðurstaða mun ráðast af því að hve miklu leyti andvirði eigna viðkomandi banka mun renna til sjóðsins við uppgjör á búum þeirra.
    Endanlegar niðurstöður framangreindra samninga munu verða lagðar fyrir Alþingi og aflað viðeigandi fjárheimilda eftir því sem aðstæður krefjast.

Fylgiskjal.

UMSAMIN VIÐMIÐ


    1.      Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/ EBE. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
    2.      Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
    3.      Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

http://www.althingi.is/altext/136/s/0219.html


27.5.2010. Verður það hlutskipti Vg undir forystu Steingríms og leiðsögn AGS að láta alla drauma nýfrjálshyggjumanna rætast á Íslandi?

Verður það hlutskipti Vg undir forystu Steingríms og leiðsögn AGS að láta alla drauma nýfrjálshyggjumanna rætast á Íslandi?  Ekki virðist vera mikil viðspyrna hjá ríkisstjórninni gegn kröfum og hugmyndafræði AGS.  Steingrímur kýs að sparka frekar í eigin liðsmenn en að sporna við fótum gegn frjálshyggjuáætlunum AGS og ESB!  Lilja Mósesdóttir fær að kenna á því fyrir að standa föst fyrir og minna Steingrím á tilmæli þingflokksins í Magma-málinu.  Árni Þór syngur svikasönginn með Steingrími.  Þrír viðstaddra á fundi þingflokksins hafa staðfest orð Lilju.  Þorleifur Gunnlaugsson, Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja. 

Hvaða trakteringar fær Svandís Svavarsdóttir eftir útspil sitt í auðlindamálum þjóðarinnar?  AGS og ESB gera kröfur um að einkaaðilar eignist þær allar.  Leið Norðmanna má reyna en sjálfsagt verður sprenging innan Samfylkingarinnar.  Hjólar Steingrímur í Svandísi?  Er hún gengin í lið með órólegudeildinni?  Auðlindir þjóðarinnar eru í hættu. 

Allsstaðar þar sem AGS kemur elta sjóðinn hýenurnar til að hirða auðlindir þjóða.  Reynt er að þrengja sem mest að þjóðum og fyrirtækjum þeirra.  Koma almúganum á hnén og skera niður samfélagsþjónustuna.   Einkavæða heilbrigðis- og menntakerfið,  einkavæða auðlindirnar, selja fyriritækin og brytja þau niður. Þegar þessu er lokið hefur AGS hefur unnið sitt verk og getur yfirgefið landið í rúst og almúgann á vonarvöl.  Einsog alltaf var ætlunin með komunni. 

Og yfirstéttin, auðvaldið og stjórnmálaelítan, flýtur ofaná einsog kúkurinn í ræsinu.   Með bitlinga sína og mútufé. 

Nú er ekki réttlætanlegt lengur að styðja þessa leppstjórn AGS!


The Big Sell-out of Iceland! Ársgamlar færslur um Magma málið.

3.7.2009 

Geysir Green Energy er í eigu ríkisbanka og fyrirtækja í greiðslustöðvun.  Þannig er heilbrigðisvottorð þess.

Magma Energy Corp.hefur verið nefnt sem fjárhagslegur bakhjarl GGE.  Þetta fyrirtæki var stofnað, að mig minnir í, febrúar 2008.  Það er fjármagnað með lánum og vellukkaðri markaðssetningu á hlutabréfamarkaði.  19. janúar var lán í fréttum uppá 26,3 milljónir dollara.  MEC hefur lýst því yfir að það hyggist ná samtals 100 milljóna dollara fjármögnun með lánum og sölu á hlutabréfum.  Ekki gat ég fundið upplýsingar hvort Ross Beaty forstjóri hefur lagt peninga í fyrirtækið.  Hann seldi koparnámufyrirtæki sitt rétt fyrir hrunið.  Hann hefur auk þess rekið silfurnámur.  Eignir MGC eru 1 gufuorkuver uppá 23 mw,  Það framleiðir þó aðeins 8 mw,  og landareignir í Nevada fyrst og fremst.  Bent er á að þessi rekstur er áhættusamur. 

Förum við Íslendingar ekki strax að kannast við viðskiptamódelið, því er hér ekki mætt sjálft viðskiptamódel útrásarinnar!

Þarf ekki að fara ofaní saumana á þessum gerningi?  Hvort  hann sé lögum samkv. og þó fyrst og fremst ekki gersamlega siðlaus??? 

Reynsla þjóða sem misst hafa auðlindir sínar og veitufyrirtæki í hendur einkafyrirtækja er ekki góð!

 

                                                               bigsell-out

8.9.2009

Hann talar mjúklega!  Og upplýsir, að fyrirtækið Arctic Finance hafi sent 30 aðilum upplýsingar um HS Orku.  Að Arctic Finance hafi hluti OR og Hafnarfjarðarbæjar í HS Orku til einskonar sölumeðferðar.  Og þá spyr maður sig:  Er verið að selja hæstbjóðandi orkuauðlindir landsins?  Stjórn OR og bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hljóta því að hafa gefið AF umboð til þess!  Hér er sem sagt verið að kasta hagsmunum eigenda OR og Bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í hendurnar á gróðapungum!

Ross Beaty er sjálfsagt hinn besti maður, en eina markmið hlutafélags einsog Magma Energy Corp. er að hámarka arðinn af hlutafé eigendanna,  Magma Energy Corp. er ekki líknarfélag.  Og heldur ekki félag sem er rekið áfram af hugsjónum, eða með hag neytenda í huga!  Sama á við um Geysir Green Energy.

Orkuframleiðslu- og veitufyrirtæki hafa lengst af, og af mestu leyti, verið rekin á samfélagslegum grunni.  Hér virðist eiga að verða breyting á.  Nú á að færa þennan rekstur í hendurnar á  einkahlutfélögum.  Hvað þýðir það fyrir kaupendur á orku hér?  Margfaldast verð rafmagns-, heitavatns- og neysluvatns?  Það er ekki ólíklegt miðað við reynslu annarra þjóða af því að koma þessum auðlindum í eigu alþjóðkapítalismans, hins blinda gróðaafls!

Annars vísa ég á síðu Láru Hönnu hér á blogginu.  www.larahanna.blog.is 

Hér er svo frétt af stofnun Arctic Finance.  Takið eftir hvaðan þessir menn koma, jú úr Landsbankanum.  Og hafa möndlað mörg af stærstu fyrirtækjaviðskiptum á landinu undanfarin ár:

 

Viðskipti | mbl.is | 24.11.2008 | 14:48

Nýtt ráðgjafarfyrirtæki

Bjarni Þórður Bjarnason, fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbanka Íslands, hefur ásamt sex öðrum sett á fót fyrirtækið Arctica Finance. Framkvæmdastjóri félagsins, og einn stofnendanna, er Stefán Þór Bjarnason, sem starfaði einnig hjá Landsbankanum.

Aðrir stofnendur og starfsmenn hins nýja fyrirtækis eru Ólafur Finsen, Baldur Stefánsson, Aðalsteinn Jónsson, Jón Þór Sigurvinsson og Gunnar Jóhannesson.

Samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Þórði mun Arctic Finance byggja þjónustu sína á því að veita fagfjárfestum og öðrum fjársterkum aðilum ráðgjöf, svo sem við kaup og sölu fyrirtækja og eða rekstrareininga, fjármögnun, fjárhagslega endurskipulagningu og annað því tengt.

Ætlunin er að starfsemi Arctica Finance verði fyrst og fremst á Íslandi, en tengslanet starfsmanna fyrirtækisins teygir sig víða.

Starfsmenn Arctica Finance hafa komið að mörgum af stærstu viðskiptum sem átt hafa sér stað hér á landi á undanförnum árum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband