Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Endurbirting.

Það skal vera öllum ljóst, að ég áskil mér rétt til að endurbirta, hér eða annarsstraðar, þessar færslur hefjist Río Tinto handa undir handarjaðri Samspillingarinnar SF!

...Sögulok?

Ég verð svo bara að treysta því að það sé ekki Björgólfur Thor sem klagaði mig í bloggstjórnina; svona "nobody" útí bæ! 

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi!  Kannski hef ég hrist eitthvert tréð, og ofanúr því dottið þessi vitleysa öll!


Svona fer.... Sögulok?

Sæl!  Breyting hefur verið framkvæmd!  Vonandi er hún nægileg að þínu mati!

Kær kveðja
Auðun

Svona fer ritskoðunin/þöggunin fram. 2. Kafli

Sæl, Soffía!  Á sínum tíma skrifaði ég umræddar færslur.
http://skarfur.blog.is/blog/skarfur/entry/1068561/ og svo þessa 

http://skarfur.blog.is/blog/skarfur/entry/1067239/#comments  þar sem kemur fram

 og er birt orðrétt athugasemd  XXX.  Í framhaldi skrifaði hann eftirfarandi athugasemd:   

9

"Afsökunarbeiðni þín er tekin til greina og ekki verða eftirmál af minni hálfu

En jú, það væri auðvitað gott að vita hvort þú hafir sent leiðréttingu til alþingismannanna."

XXX, 18.6.2010 kl. 12:23. 

 

Í trausti þessa er því ljóst að einhverjum er ekki treystandi í þessu máli.  Ég mun því í ljósi þessarar sögu, 

og samskipta við XXX, afmá  nafn hans úr umræddum færslum! 

Óvíst verður að teljast að það nægi honum  eða samstarfsfólki hans. 

 

Takk  fyrir samskipti þessi!  Þú lætur mig vita ef ekki er nægilega brugðist við af minni hálfu. 

Hvað með athugasemdir hans sjálfs?  Á að strika út nafn hans þar? 

Mér er ekkert sér staklega umhugað um Samspillinguna/Samfylkinguna! 

 Það er því með mikilli tregðu að ég geri þetta!

Kær kveðja
Auðun


Svona fer ritskoðunin/þöggunin fram! 1. kafli

Mér hefur borist eftir farandi bréf: 
Sæll Auðun,
Okkur hefur borist kvörtun um ærumeiðingar í færslunum
http://skarfur.blog.is/blog/skarfur/entry/1067239/ og
http://skarfur.blog.is/blog/skarfur/entry/1068561/ þar sem nafngreindur
einstaklingur eru borinn röngum sökum.

Í skilmálum blog.is kemur þetta fram:
"Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi
skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir
sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða
hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða
kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr.
19/1940."

Vertu svo vinsamlegur að fjarlægja færslurnar eða nafn þess sem þarna er
borinn sökum.

Með kveðju,
f.h. umsjónarmanna blog.is
Soffía Haraldsdóttir

Eitt tækifæri til að afstýra þessu!

Fleiri bjóðast ekki.  Vg setur málið í salt til hausts af ótta við stjórnarslit.  Hefðu betur lýst strax yfir andstöðu sinni við málið í stað þess fela sig með það í málefnanefnd!
mbl.is Óvíst hvort annað tækifæri gefist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jú, dómurinn mun skapa peninga TIL LENGRI TÍMA LITIÐ! Fái dómurinn að standa óbreyttur!

Á það hefur verið bent, að fái dómurinn að standa óbreyttur, þá mun dómurinn auka veltuna í samfélaginu.  Hann mun virka sem  bein innspýting í efnahagskerfið.  Með dómnum er greiðslubyrði fjölda heimila lækkuð verulega, auknar líkur eru á að heimilin geti staðið í skilum með aðrar skuldbindingar sínar,  heimilin munu hafa fé aflögu í beina neyslu.  Allt þetta mundi efla efnahagskerfið og hjálpa til við að koma því úr því frosti sem það er nú í.  Kannski er það þetta sem ekki má gerast samkvæmt kokkabókum AGS, sem Árni Páll og Már Guðmundsson lesa nú uppúr fyrir þjóðina?

Tæki bankakerfið sig til og lækkaði vexti og færi að lána til atvinnuuppbyggingar, sem þeir hafa neitað að gera, þá væri það enn meiri innspýting fyrir efnahagslífið.  Atvinnuleysi myndi dragast saman með þeirri keðjuverkun að veltan í samfélaginu ykist, og svo koll af kolli!  Kannski er það þetta sem ekki má gerast samkvæmt kokkabókum AGS, sem Árni Páll og Már Guðmundsson lesa nú uppúr fyrir þjóðina?

Eru Árni Páll og Már málpípur AGS?


mbl.is Dómurinn skapar ekki peninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

24. júní kemur Alþingi saman og ræðir fjármál heimilanna! Mætum öll og Stöndum vörð um heimilin!

24. júní kemur Alþingi saman og ræðir fjármál heimilanna! Fjöldi fólks er lentur í fátæktargildru, fjöldi fólks er á leið í langvarandi fátækt. Marga skortir brýnustu lífsnauðsynjar! Fátækt er óþörf! Krefjumst þess að fátækt verði útrýmt! Krefjumst þess að mannréttindi séu virt! Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka! Þessu þurfum við að breyta! Stjórnmálamennirnir gera það ekki ótilneyddir!

Hæstaréttarbyltingin býður uppá möguleika fyrir fólk.

Kannski næsta bylting á Íslandi verði vatnsbylting!  Við höfum á stuttum tíma fengið tvær byltingar ef má orða það þannig.  Fyrst Búsáhaldabyltinguna og svo nú þessa byltingu, sem Hæstiréttur setti af stað.  Rétturinn hefur vikið til hliðar þeirri "heilögu" reglu að fjármagnseigendur og bankarnir eigi allan rétt.  Fólkið engan!  Það sem meira er, að verið getur að dómur Hæstaréttar verði það "boost" fyrir efnahagslífið sem ríkisvaldið hefur tregðast við að setja af stað!  Það verður meira fjármagn í umferð, neysla og eftirspurn verður meiri!  Og setji jafnframt af stað öldu lagfæringa, sem kallað hefur verið eftir, á öðrum skuldbindingum almennings.  Sú verður krafan!  Það er komin sprunga í glerhúsið!  Ein leið til að binda enda á efnahagskreppu er að auka peningamagn í umferð (Bill Still t.d.).  Lagfæringar á lánakjörum almennings gæti einmitt verkað sem leið til þess.  Ekki hefur mátt gefa efnahags- og atvinnulífinu inn, því þá hefði atvinna aukist.  Það eitt og sér hefði gert réttinn súran á metseðlinum.  Eignaupptakan hefði verið trufluð vegna þess að fólk í fullri vinnu getur greitt af lánunum sínum.  Það mátti ekki gera neitt fyrr en eignaupptakan væri um garð gengin!

Ríkisstjórninni er vandi á höndum!  Dómur Hæstaréttar truflar nefnilega eignaupptökuna, sem er einn af föstu réttunum á matseðli AGS.  Og alltaf í boði! Þessvegna truflar dómurinn áætlun AGS.  Þessi matseðill AGS hefur líka inni að halda einkavæðingu auðlinda.  Þess vegna mátti ekki afnema Vatnalögin frá 2006.  Þessvegna voru ekki tilbúin ný vatnalög í iðnaðarráðuneytinu, því aldrei stóð annað til en að 2006 lögin tækju gildi.  Eignaupptaka á eignum þjóða er fastur réttur á matseðli AGS.  OG eignaupptaka á heimilunum er þar líka reglulega í boði.  Nú er sem sé áætlun AGS í uppnámi, þannig séð!  Og ráðamenn slegnir ótta


XXX segir ekki rétt sagt frá ferð hans !

XXX segir, að ekki sé rétt, að hann sé í '?í boði einhvers sem tengist MMM!  Þar sem svo er í pottinn búið er rétt og ljúft að biðja hann afsökunar á því sem rangt er í frásögninni!  Leitt að hafa ekki farið á síðuna fyrr í dag!

Athugasemd XXX:

 

Heyrðu væni, hefði ekki verið nær að hafa samband við mig til að tékka söguna af áður en svona hugarburður og getsakir eru sett á blogg og sent á alla alþingismenn?!

Það er rétt að undirritaður er staddur í ???, kom þangað núna í morgun (þjóðhátíðardaginn) til að vera viðstaddur brúðkaup. Bróðir brúðgumans er ágætur vinur minn, Íslandsvinur mikill og bauð mér og konunni minni í brúðkaupið (leturbreyting AG)  Þessi ferð er á minn eigin kostnað að öllu leyti. MMM tengist þessu bara alls ekki neitt (leturbr. AG), ef þú veist um einhverjar fjölskyldutengingar brúðhjónanna við það fyrirtæki þá veistu meira en ég.

"Let the bastards deny it", sagði Nixon, það er kannski nýja Ísland?

En gleðilega þjóðhátið, annars.

XXX, 17.6.2010 kl. 15:34

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband