Jú, dómurinn mun skapa peninga TIL LENGRI TÍMA LITIÐ! Fái dómurinn að standa óbreyttur!

Á það hefur verið bent, að fái dómurinn að standa óbreyttur, þá mun dómurinn auka veltuna í samfélaginu.  Hann mun virka sem  bein innspýting í efnahagskerfið.  Með dómnum er greiðslubyrði fjölda heimila lækkuð verulega, auknar líkur eru á að heimilin geti staðið í skilum með aðrar skuldbindingar sínar,  heimilin munu hafa fé aflögu í beina neyslu.  Allt þetta mundi efla efnahagskerfið og hjálpa til við að koma því úr því frosti sem það er nú í.  Kannski er það þetta sem ekki má gerast samkvæmt kokkabókum AGS, sem Árni Páll og Már Guðmundsson lesa nú uppúr fyrir þjóðina?

Tæki bankakerfið sig til og lækkaði vexti og færi að lána til atvinnuuppbyggingar, sem þeir hafa neitað að gera, þá væri það enn meiri innspýting fyrir efnahagslífið.  Atvinnuleysi myndi dragast saman með þeirri keðjuverkun að veltan í samfélaginu ykist, og svo koll af kolli!  Kannski er það þetta sem ekki má gerast samkvæmt kokkabókum AGS, sem Árni Páll og Már Guðmundsson lesa nú uppúr fyrir þjóðina?

Eru Árni Páll og Már málpípur AGS?


mbl.is Dómurinn skapar ekki peninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg ferlega ósammála þér. Velta býr ekki til peninga. Skuldir búa til peninga. Þegar skuldum er útrýmt (hvort heldur sem hún er borguð upp eða hún fellur), þá minnkar peningamagn í umferð í samræmi við það. Þessi dómur mun miklu frekar eyða fjármagni heldur en að skapa það, hvort heldur sem það er til lengri tíma eða skemmri.

Í því felst vitaskuld engin réttlæting. Bankarnir eiga að bera ábyrgð á þessu, en svona er nú bankakerfið kjánalegt, að hagsmunir þess eru hagsmunir þjóðarinnar. Það er ástæðan fyrir því að þeir eru svona viðurstyggilega valdamiklir... það er vegna þess að þeirra hagur er okkar hagur, hvort sem okkur líkar það betur eða verr og sama hvað tautar og raular. Eina leiðin til að losna við ósanngjarna bankastarfssemi er með því að VIÐ tökum skellinn fyrir það. Allar hugmyndir um að laga bankakerfið og hjálpa þjóðinni í leiðinni eru tálsýn.

Enda þarf núna íslenska þjóðin að sætta sig við sinn hlut. Það lagast ekkert nema þjóðin borgi fyrir það og það skiptir engu máli hversu ósanngjarnt það er, þannig verður það bara samt.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 13:33

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Þetta er nú ekki rétt hjá þér, að aukin velta muni ekki auka velsæld í þjóðfélaginu.  Ég bendi þér á að þessir peningar, sem þú ert að tala um, gengistryggðu lánin, eru ekki lengur til nema að hluta.  Stærstur hluti þeirra hefur þegar verið afskrifaður.  Skv þinni hugmynd er hagvöxtur vond hugmynd!  Og sskv þinni hugmynd borgar sig hreinlega ekki að endurreisa atvinnulífið!  Til að skapa raunveruleg verðmæti!  Þar sem verðmætasköpun/virðisauki býr ekki til  peninga!  Aðeins pappírspeningar bankakerfisins!  Skuldabréf og þvíum líkt!  Það býr til peninga, ekki virðisauki í framleiðslu, verslun og þjónustu!

Þú hlýtur því skv þessu að það sé best fyrir samfélagið að sem flest heimili og fyrirtæki fari á hausinn, sem flestir verði atvinnulausir og þjóðin lifi í sem mestri eymd.  Því virðisauki í verslun, þjónust og framleiðslu skapi ekki peninga!

Peningar eru ávísun á verðmæti!

Auðun Gíslason, 23.6.2010 kl. 13:44

3 identicon

Neinei, sko... stundum dæsi ég yfir því hvað það virðist vera auðvelt að endurtúlka allt sem er sagt í íslenskri stjórnmálaumræðu. Ég sagði hvorki né gaf í skyn að aukin velta myndi ekki auka velsæld í þjóðfélaginu. Það er hinsvegar ekkert samasemmerki milli velsældar og peningamagns í umferð. Peningamagn getur stóraukist án þess að velsæld aukist neitt og öfugt, enda væru nú efnahagsmál afskaplega einföld ef það væri eitthvað öðruvísi; yfirvöld myndu einfaldlega prenta endalaust af peningum.

Restinni veit ég ekki alveg hvernig ég á að svara, satt best að segja, þar sem þú ákveður fyrir mig hvaða skoðanir ég hef... enda kannski ekki svara vert. Ég gaf ekkert þessu líkt í skyn og furða mig á því hvernig þú dregur þessar ályktanir. Ég gæti hvenær sem er einfaldlega SAGT að samkvæmt þinni skoðun þá sé þjóðarmorð og nauðganir bara hið besta mál, hvernig myndirðu svara því? - Ekki svara þessu, því það er ekki svara vert.

Síðasta setningin í svari þínu útskýrir hinsvegar grundvallar misskilninginn. Peningar eru ekki ávísun á verðmæti. Þeir eru ávísun á skuld. Nú er ég ekki að segja hvernig peningakerfið ÆTTI að vera, né er ég að segja að peningakerfið sé gott... reyndar er það rotið inn að beini einmitt þess vegna.

En það þýðir ekkert að rífast við vindinn. Mér finnst ekkert skemmtilegra en þér að hagsmunir bankanna séu samofnir hagsmunum þjóðarinnar, en það er sú staða sem við erum í. Það verður að skilja vandamálið til að leysa það, og það er vandamálið.

Síðasta setningin "peningar eru ávísun á verðmæti" er misskilningurinn sem því miður virðist ráða hugmynd fólks um peninga. Peningar eru EKKI ávísun á verðmæti þótt að flestir hugsi þannig um þá, enda er það einmitt ástæðan fyrir því að fólk á svona bágt með að skilja hvernig bankakerfið virkar... því það gerir ráð fyrir að eðli peninga sé allt annað en það raunverulega er. Þeir eru ávísun á skuld. Þess vegna er þetta kerfi svona bregðult og þess vegna gerast hlutir eins og þessi kreppa. Þess vegna rokkar fjármagn í umferð upp og niður eftir nánast algeru stjórnleysi, vegna þess að þegar menn búa til skuldir eru þeir í reynd að búa til peninga, og þegar þeir borga niður skuldirnar eða skuldirnar falla, þá eyðast þeir peningar og hætta að vera til. Mér er ekkert betur við þá staðreynd en þér, en enn og aftur verður kerfið ekki lagað nema það verði skilið fyrst.

Ef peningar væru einfaldlega mælikvarði á verðmæti hefði þessi kreppa aldrei getað orðið.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 14:42

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Nú erum við bara ekki sammála, og þar sem þú ert Íslendingur veit ég ekki hvort þú getur sætt þig við það án þess að fara úr límingunum! 

Auðun Gíslason, 23.6.2010 kl. 17:48

5 Smámynd: drilli

Þvílík hundalógik !

Er ekki rétt að "búa til" meiri peninga og gefa ÖLLUM upp ALLAR skuldir ? ´

Það býr til ennþá meiri peninga !

drilli, 24.6.2010 kl. 13:57

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rætur mikils hluta þess vanda sem þjóðin fæst við núna liggja í því mikla valdi sem bankar og fésýslustofnanir hafa. Ég veit ekki hvort mér er óhætt að lýsa þeirri skoðun minni að í jafn litlu samfélagi og Ísland er skapar það mikla hættu að bankar séu einkareknir. Ég ætla að láta mig einu gilda þótt ég verði kallaður kommúnisti þegar ég lýsi þessu yfir.

Í mínum huga er það orðið ljóst að við þurfum að eiga í það minnsta einn ríkisbanka. Auðvitað er alltaf hætta á því að einkareknir bankar ráðist á þann banka í því skyni að lama hann en þá kemur til kasta stjórnvalda að setja hér það sterkar reglur um samkeppni að slíkt verði ekki látið gerast.

En til lengri tíma litið þá eru þessi mál öll í mikilli óvissu því ef okkur verður þröngvað af Samfylkingunni inn í ESB þá verðum við ekki spurð neins í þessu sambandi.

Bankar hafa í mínum huga því eina hlutverki að gegna að miðla peningum frá þeim sem hafa safnað þeim til þeirra sem þurfa að taka peninga að láni.

Liklega er ég bara helvítis kommúnisti þegar allt kemur til alls.

Árni Gunnarsson, 25.6.2010 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband