Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.5.2010 | 15:29
Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka!
Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka!
Fátækt á Íslandi er afleiðing af pólitískri stefnumótun á sama hátt og sífelldur peningaskortur í heilbrigðiskerfinu. Í eina tíð urðu allir stjórnmálaflokkar sammála um að "auðvitað" þyrfti að spara/skera niður í heilbrigðiskerfinu. Öfugt við Skandínava, sem forða þjóðfélagshópum með lágar tekjur frá fátækt, höfum við samþykkt fátæktina með þögn, aðgerðum og aðgerðarleysi! Við höfum ekki beitt skattakerfinu til tekjujöfnunar! Það er til marks um áhugaleysið hér á landi um þessi mál, að ég þurfti að leita lengi að bloggfærslum um málið. Fréttir af þessu máli er ekki að finna á Smugunni. Vinstrigrænir bloggarar eru áhugalausir um málið! Hvað segir það okkur? Jú, sá flokkur er líka búinn að samþykkja ástandið! Meirihluti svokallaðra jafnaðarmanna á íslandi hefur ekki hugmynd um hvað jafnaðarstefna er, og hefur heldur ekki áhuga á að vita það! Sósíalistar eru vandfundnir og undir sömu sök seldir! Hér ríkir Thatcher-ismi: Markaðurinn sér um fátæklingana! Og stjórnmálaelítan er öll sammála um að hafa það þannig! Fátæktin er ekki hennar mál, heldur mál góðgerðafúsra kellinga!
Thatcherismi=Blairismi=Þriðja leiðin: Stefna Samfylkingarinnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar. Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, er fulltrúi þessarar stefnu í núverandi ríkisstjórn. Jóhanna og Steingrímur hafa samþykkt þessa stefnu nú, ef marka má aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna!
Ætli ég endurveki ekki þessa færslu vikulega þar til breytt verður um stefnu!
Viðbót: Samfylkingin gefur út nú, að flokkurinn hafi leiðst útí Blair-isma. Það er alfarið rangt! Blair-isminn/þriðja leiðin var tekin upp sem stefna flokksins yfirvegað og samþykkt af stofnunum flokksins! Samfylkingin getur ekki haldið því fram að hún hafi lent eða leiðst útí Blair-ismann, einsog fyllibytta sem leiðst hefur útí drykkjuskap!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2010 | 15:28
Egill Helgason og greiðsluvandi heimilanna í Silfrinu.
Athyglisvert hvað Egill sýndi lítinn áhuga fyrir að ræða sérkennilega útfærslu stjórnvalda og bankanna á úrræðum fyrir heimilin. Að hátekjufólk fengi mesta, besta og fljótasta afgreiðslu vegna vanda síns fannst Agli ekki áhugavert að ræða! Enda er hann í þessum hópi, svo og vinir hans.
Úrræðaleysið vegna vanda heimila lágtekjufólks eru enn til staðar. Lækkun tekna og hækkun verðtryggðra lán og greiðslubyrði lána almennt bitnar verst á þessum hópi. Og ekki er boðið uppá úrræði sem duga. Hér er enn og aftur ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Hagsmunasamtök heimilanna hafa EKKI sinnt þessum hópi, enda háværasti hópurinn þar borgaralegir menntamenn með þokkaleg laun! Teljast ekki til láglaunahópsins í þjóðfélaginu og vilja sem minnst af honum vita! Lágstéttin á sér ekki harða lobbyista með aðgang að ráðamönnum og bankamönnum. Millistéttin tilheyrir sama hópi og þeir og hefur því greiðan aðgang þessum ráðamönnum. Og sem fyrr lætur ríkisstjórnin sér fátt um finnast um vanda lágstéttarinnar. Að því leiti er hún ekkert skárri en aðrar ríkisstjórn. Hvað sem líður öllu tali um hina Norrænu Velferð!
Allar borgaralegar ríkisstjórnir eru í eðli sínu vondar!
Lifi byltingin!
Í sjálfumgleði minni sem Íslendings hef ég verið nokkuð ánægður með skýrsluna, þó ég ætli mér ekki að fara fjalla um hana í stórum stíl. það sjá aðrir um, og sumir í þeim tilgangi að hvítþvo sjálfa sig eða Flokkinn sinn.
Nú fer ég að efast um ágæti skýrslunnar eftir að William K. Black lýsti því hversu bláeygir skýrsluhöfundar eru gagnvart hinum meintu glæpamönnum, sem áttu bankana, stjórnuðu þeim og störfuðu í þeim! Þeir hafi rænt bankana vafningslaust undir vökulu eftirlit opinberra embættismanna með samþykki og velþóknun stjórnmála- og embættismannaelítunnar. Ýmsir hafa þegið styrki og fengið himinhá lán hjá glæpaklíkunum. Í minni orðabók eru slíkir þjófsnautar, og þeir sem snúa blinda auganu að glæpsamlegu framferði samsekir! Og sumir eru hvorutveggja þjófsnautar og samsekir.
***
Stundum skellir maður uppúr við lestur blaðanna. það gerðist í morgun, þegar ég las forsíðufrétt Fréttablaðsins um tryggingasvik. Það segir m.a. annars: "Páll Sigurðsson, sérfræðingur hjá Sjóvá, segir sviðsetta árekstra og þjófnaði vandamál hér á landi." Þetta er einsog að nefna snöru í hengds manns húsi hafandi sögu Sjóvár í huga! Tryggingasjóður Sjóvár var tæmdur, sem kunnugt er, vafningslaust og með Vafningi Engeyjarættarinnar!
***
Neðar á síðunni segir svo Guðlaugur Þór Þórðarson, að hann hafi ekki hugleitt að segja af sér. Þó ekki væri! Og að ekki sé víst að hann sé styrkjakóngur stjórnmálanna. Sem er náttúrulega aðalmálið!
28.4.2010 | 12:50
Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka!
Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka!
Fátækt á Íslandi er afleiðing af pólitískri stefnumótun á sama hátt og sífelldur peningaskortur í heilbrigðiskerfinu. Í eina tíð urðu allir stjórnmálaflokkar sammála um að "auðvitað" þyrfti að spara/skera niður í heilbrigðiskerfinu. Öfugt við Skandínava, sem forða þjóðfélagshópum með lágar tekjur frá fátækt, höfum við samþykkt fátæktina með þögn, aðgerðum og aðgerðarleysi! Við höfum ekki beitt skattakerfinu til tekjujöfnunar! Það er til marks um áhugaleysið hér á landi um þessi mál, að ég þurfti að leita lengi að bloggfærslum um málið. Fréttir af þessu máli er ekki að finna á Smugunni. Vinstrigrænir bloggarar eru áhugalausir um málið! Hvað segir það okkur? Jú, sá flokkur er líka búinn að samþykkja ástandið! Meirihluti svokallaðra jafnaðarmanna á íslandi hefur ekki hugmynd um hvað jafnaðarstefna er, og hefur heldur ekki áhuga á að vita það! Sósíalistar eru vandfundnir og undir sömu sök seldir! Hér ríkir Thatcher-ismi: Markaðurinn sér um fátæklingana! Og stjórnmálaelítan er öll sammála um að hafa það þannig! Fátæktin er ekki hennar mál, heldur mál góðgerðafúsra kellinga!
Thatcherismi=Blairismi=Þriðja leiðin: Stefna Samfylkingarinnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar. Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, er fulltrúi þessarar stefnu í núverandi ríkisstjórn. Jóhanna og Steingrímur hafa samþykkt þessa stefnu nú, ef marka má aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna!
Ætli ég endurveki ekki þessa færslu vikulega þar til breytt verður um stefnu!
Viðbót: Samfylkingin gefur út nú, að flokkurinn hafi leiðst útí Blair-isma. Það er alfarið rangt! Blair-isminn/þriðja leiðin var tekin upp sem stefna flokksins yfirvegað og samþykkt af stofnunum flokksins! Samfylkingin getur ekki haldið því fram að hún hafi lent eða leiðstútí Blair-ismann, einsog fyllibytta sem leiðist hefur útí drykkjuskap!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2010 | 14:11
Ruslahaugar eru venjulega urðaðir!
Er þessi eitthvað öðruvísi? Ekki hefur mér sýnst það! Hef gengið stíginn fyrir neðan þennan haug og undrast hversvegna þetta er látið viðgangast. Skýringin er nærtæk við nánari umhugsun. Hrafn er náinn vinur Davíðs Oddssonar allt frá ungdómsárum þeirra í vesturbænum!
Mokið yfir þetta rusl, einfalt!
Hrafn fær líklega frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2010 | 17:06
Sjaldan er ein báran stök!
Það var svo sem ekki við öðru að búast en að samskonar lið tæki við og nú hrökklast af þingi! Tveir blindir frjálshyggjupésar, sem viðurkenna aðeins einn eignarrétt, einkaeignarréttinn. Og svo ein beint af spena hins opinbera, sem er einskonar lífsmáti hinna þægu og þóknanlegu innan fjórflokksins! Sigurður Kári, sérstakur áhugamaður um brennivín, fór beint á spena hins opinbera, þegar kjósendur höfnuðu honum á sínum tíma (skrýtið hvað margir áhangendur hins frjálsa framtaks eru áhugasamir um dropann úr þeim spena). Og Óli Björn mun vera einn af kálfum hins hrunda bankakerfis, sem voru teknir reglulega á spenann, og skuldar upphæð, sem almúgamenn kunna vart að krota á blað, hvað þá meir!
Þrír nýir þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2010 | 16:45
Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka!
Fátækt á Íslandi er afleiðing af pólitískri stefnumótun á sama hátt og sífelldur peningaskortur í heilbrigðiskerfinu. Í eina tíð urðu allir stjórnmálaflokkar sammála um að "auðvitað" þyrfti að spara/skera niður í heilbrigðiskerfinu. Öfugt við Skandínava, sem forða þjóðfélagshópum með lágar tekjur frá fátækt, höfum við samþykkt fátæktina með þögn, aðgerðum og aðgerðarleysi! Við höfum ekki beitt skattakerfinu til tekjujöfnunar! Það er til marks um áhugaleysið hér á landi um þessi mál, að ég þurfti að leita lengi að bloggfærslum um málið. Fréttir af þessu máli er ekki að finna á Smugunni. Vinstrigrænir bloggarar eru áhugalausir um málið! Hvað segir það okkur? Jú, sá flokkur er líka búinn að samþykkja ástandið! Meirihluti svokallaðra jafnaðarmanna á íslandi hefur ekki hugmynd um hvað jafnaðarstefna er, og hefur heldur ekki áhuga á að vita það! Sósíalistar eru vandfundnir og undir sömu sök seldir! Hér ríkir Thatcher-ismi: Markaðurinn sér um fátæklingana! Og stjórnmálaelítan er öll sammála um að hafa það þannig! Fátæktin er ekki hennar mál, heldur mál góðgerðafúsra kellinga!
Thatcherismi=Blairismi=Þriðja leiðin: Stefna Samfylkingarinnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar. Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, er fulltrúi þessarar stefnu í núverandi ríkisstjórn. Jóhanna og Steingrímur hafa samþykkt þessa stefnu nú, ef marka má aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna!
Ætli ég endurveki ekki þessa færslu vikulega þar til breytt verður um stefnu!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.4.2010 | 16:31
Rannsóknarnefnd Alþingis þarf að starfa áfram. Og skila skýrslu eftir hvert kjörtímabil!
Þarf ekki FLokkurinn að fara hugsa sinn gang.
Bjarni, hinn veruleikafirrti, segir að stefna flokksins hafi ekki leitt til hrunsins. Var það ekki þannig að vegna stefnu flokksins fékk bankakerfið, og allskyns þjófaflokkar þar og annars staðar, að blása út stjórnlaust! Stefna flokksins var að allt skyldi frjálst og ekki mátti setja lög og reglur sem voru hugsanlega á einhvern hátt íþyngjandi fyrir bankana, og önnur fyrirtæki.
Ríkisstjórnir FLokksins stóðu ekki vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Hagsmunir bankanna voru þeim æðri vegna stefnu flokksins. Því fór sem fór. Vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórna hans!
Sjálfstæðisflokkurinn ber því þunga sök. Hann er aðal sökudólgurinn!
Óli Björn tekur sæti Þorgerðar á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2010 | 11:50
Skítt með þjóðina! Flokknum allt!
Ber er hver að baki, nema sér varaformann eigi! Þorgerður Katrín kúlulánadrottning og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á djamminu með Kjartani Gunnarssyni, varaformanni stjórnar Landsbankans og, á sama tíma, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins!
Ég sé að ég hef ekki fyllilega sama traust og ég hef áður notið. Ég hef því eftir mikla umhugsun komist að þeirri niðurstöðu að það sé best fyrir Sjálfstæðisflokkinn eins og sakir standa að ég láti af embætti varaformanns og ég fari í tímabundið leyfi sem þingmaður meðal annars með tilliti til þeirra þingnefndar sem er að fjalla um rannsóknarskýrslunnar," sagði Þorgerður Katrín.
Þorgerður stígur til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)