Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Markaðurinn spáir að yfir 100% af Ivesave innheimtist!

Markaðurinn telur að yfir 100% af Icesave endurheimtist, 11% umfram Icesave nú!

Þeir sem kaupa Landsbankabréfin eru sennilega að veðja á að eitthvað fáist úr þrotabúi bankans umfram forgangskröfur þ.e. Icesave-skuldirnar.
Alþjóðamarkaðurinn með skuldabréf virðist telja að endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans mun nema töluvert meir en sem nemur Icesave-skuldinni. Skuldabréf í Landsbankanum halda áfram að hækka og er gengi þeirra nú komið í 11, það er markaðurinn telur að 11% muni fást upp í kröfur á hendur þrotabúinu.  http://www.visir.is/article/20100415/VIDSKIPTI06/780809771

mbl.is Önnur endurskoðun AGS samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka!

 Ég hlustaði á Hörpu Njáls tala um fátækt á RÚV.  Hafi ég skilið hana rétt, þá er fátækt á Íslandi einfaldlega afleiðing af pólitískri stefnumótun nákvæmlega einsog sífelldur peningaskortur í heilbrigðiskerfinu.  Í eina tíð urðu allir stjórnmálaflokkar sammála um að "aðvitað" þyrfti að spara   (skera niður) í heilbrigðsiskerfinu.  Öfugt við Skandínava, sem forða þjóðfélagshópum með lágar tekjur frá fátækt, höfum við samþykkt fátæktina með þögn, aðgerðum og aðgerðarleysi!  Við höfum ekki beitt skattakerfinu til tekjujöfnunar!  Það er til marks um áhugaleysið hér á landi um þessi mál, að ég þurfti að leita lengi að bloggfærslum um málið.  Fréttir af þessu máli er ekki að finna á Smugunni.  Vinstrigrænir bloggarar eru áhugalausir um málið!  Hvað segir það okkur?  Jú, sá flokkur er lika búinn að samþykkja ástandið!  Meirihluti svokallaðra jafnaðarmanna á íslandi hefur ekki hugmynd um hvað jafnaðarstefna er, og hefur heldur ekki áhuga á að vita það!  Sósialistar eru vandfundnir og undir sömu sök seldir!  Hér ríkir Thatcher-ismi:  Markaðurinn sér um fátæklingana!  Og stjórnmálaelítan er öll sammála um að hafa það þannig!  Fátæktin er ekki hennar mál, heldur mál góðgerðafúsra kellinga!

Næst eru það baðspeglar, og aðrir heimilisspeglar!

Eða kannast engin við að hafa séð nakið fólk í þeim?
mbl.is VG félög álykta um nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski nefndarmenn séu bara fífl?

Viðbrögð þessarar nefndar/nefndarmanna eru þannig, að mér dettur helst í hug að þar sitji fífl ein!  Hér er verið að skapa 150 manns vinnu, 1,2 milljarð í þjóðarbúið og allt að 240 milljónir í tekjur í ríkissjóð af leigu á kvótanum!  Þetta kalla nefndarmenn að hafa sig að fíflum.  Sérstökust eru náttúrulega viðbrögð verkalýðselítunnar, talsmanna sjómanna og forseta ASÍ.  Spurning hvort þeir hafi gleymt hverjir það eru, sem þeir eiga að vera að vinna fyrir!  Í stað þess að gerast hlaupatíkur atvinnurekenda-auðvaldsins!
mbl.is „Nefndarmenn eru hafðir að fíflum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málaliðaher?

Eitthvað var þetta skúffukompaní að brölta með sitt fólk í Afganistan og víðar.  Varla verið að aðstoða við "heræfingar"  Kannski  hafa þeir verið að aðstoða BNA í stríðinu gegn hinu illa.  Stríði sem felst í því að stráfella alþýðufólk.
mbl.is VG hafnar alfarið einkaflugher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frænka Hanoi-Jane?

Jane Fonda, friðarsinni. leikkona og heilsubótarfrömuður, fékk þetta viðurnefni á sinni tíð.  Var mikið hötuð í BNA vegna baráttu sinnar gegn árásarstríðinu gegn Vietnamskri alþýðu.  Dvaldi í Hanoi ein jólin.  Jólin sem BNA hélt heilög með því að "teppaleggja" N-Vietnam með sprengjuregni!  Í þann tíð var þetta stríð BNA gegn hinu illa.  Nú berst BNA stríðinu gegn hinu illa með því að stráfella alþýðufólk í Afganistan og Írak.  Sérkennileg heimsýn!


mbl.is JihadJane segist saklaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað með það?

Þetta er svo gömul frétt, að hún er eiginlega "ekki frétt."  Það hefur komið skýrsla áður, gott ef ekki tvær, sem sögðu frá víðtækum skattsvikum í hagkerfinu.  Þáverandi fjármálaráðherra og þáverandi forsætisráðaherrar, ráðherrar efnahagsmála, gerðu ekkert í málinu!

Ekki nema von, að Björn Bjarnason léti skera niður hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra strax í kjölfar hrunsins!  Auðvitað er voðinn vís, ef þetta verður rannsakað!  það vita innmúraðir best!


mbl.is Bankarnir veittu ekki upplýsingar og skiluðu ekki alltaf staðgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Best að gleyma þessu?

Vona bara að málið gufi upp?

Skelfing er nú fólk illa af guði gert, svo ekki sé meira sagt, sem talar um að hér á landi sé fólk, sem vinni fyrir Breta og Hollendinga!  Varla hægt að leggjast lægra!


mbl.is Erfitt að hefja viðræður aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óábyrgum og trúgjörnum lántakendum bjargað! Hvað um tekjulágu heimilin?

Það hefur greinilega haft forgang í stjórnkerfinu og bankakerfinu að bjarga þeim, sem tóku ekki ákvarðanir sínar á eðlilegum forsendum, heldur trúðu bönkum og allskyns fjármálaspekingum.  Þeim sem á að hjálpa nú töldu hag sínum best borgið með gengistryggðum lánum annarsvegar og hinsvegar með 100% lánum af kaupverði.  Sama sagan er um íbúðalán.  Þeir sem eru með gengistryggð lán eða keyptu svo stórar eignir að ekkert minna en 80-100% lán af kaupverði dugði til, þeim skal bjargað.  Reyndar er búið að bjóða uppá niðurfærslu hjá þeim sem tóku 80-100% lán.  Þeim er boðið uppá niðurfærslu höfuðstóls niður í 110% af fasteignamati (1.1.2010).  Hvert mannbarn, sem orðið er lögráða mátti vita að gengi krónunnar gat fallið hvenær sem er!  Og sama má segja um verðtryggðu lánin.  Eða vorum við farin að trúa að hin svokallaði stöðugleiki í efnahagslífinu myndi haldast?  Ég trúði því reyndar sjálfur að greiðslubyrði láns, sem var að höfuðstóli á bilinu 55-60% af markaðsvirði, gæti ekki breyst svo að yrði illkljúfanleg.  Fannst ótrúlegt að stjórn landsins yrði nokkurtíma svo aum, þó aum væri.  En það ótrúlega gerðist.  Stjórn landsins var svo aum, að hér fór efnahagskerfið á hvolf fyrir augunum á stjórnmálaelítunni.  Og það gerðist ekki svona alltíeinu, einsog haldið hefur verið fram af sömu elítu (með örfáum heiðarlegum undatekningum).  Aðdragandinn var langur og lengi hefði verið hægt að snúa við gangi mála.  Það var ekki gert vegna þess að það hefði strítt gegn þeirra hugmyndafræði, sem hér réð ríkjum í boði helmingaskiptaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks!

Áfram að skuldamálum heimilanna.  Tveir hópar eru í verstri stöðu.  Það eru yfirskuldsett heimili og svo heimili með lágar tekjur.  Hinir tekjulágu áttu, og eiga enn, eðli málsins skv. aðeins lánamöguleika hjá Íbúðalánasjóði.  Þessum hópi hafa aðeins staðið til boða bráðabirgðalausnir, sem miða að því að gera þeim kleyft að fljóta meðan ekki sekkur.  En það kemur að því skúta sekkur hjá flestum slíkra heimila.  Sérstaklega í ljósi þess að endurreisn efnahagslífsins hefur verið látin mæta afgangi vegna karps um mál sem skipta í raun minna máli fyrir þjóðina!  Niðurfærsla á höfuðstóli húsnæðislána þessara heimila virðist aðeins fjarlægur draumur í öllum bægslaganginum kringum hina óábyrgu og trúgjörnu!

Tekjulág heimili eru greinilega í þeim vanda, að þeir sem hæst láta um hagsmuni heimilanna, eru í hópi þeirra stétta,  sem höfðu aðgang að lánum í bönkum til húsnæðiskaupa vegna góðra tekna og svo þeirra, sem töldu hag sínum best borgið með gengistryggðum lánum og vilja nú að aðrir bjargi þeim, þegar dæmið gekk ekki upp.  Hvorugir græddu nefnilega á öllu saman einsog þeir trúðu á sínum tíma og til stóð!

Man einhver þegar allskyns viðurkenndir álitsgjafar voru að mæra hin gengistryggðu lán (t.d. Egill Helgason) eða þegar menn djöfluðust á Íbúðalánasjóði? Töldu honum allt til foráttu og vildu leggja hann niður?  Hið frjálsa bankakerfi einkaframtaksins gæti sko gert miklu betur en það ríkisbatterí!


mbl.is Óttast ekki lögsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfti nú ekki erlenda sérfræðinga til að segja Íslendingum þetta!

Þetta hefur verið rætt síðan síðasta sumar af innlendum sérfræðingum í efnahagsmálum, hagfræðingum, m.a. af Lilju Mósesdóttur!  Ýmsir leikmenn hafa verið á þessari skoðun jafn lengi!

Það hefði verið gott að vera búin að rétta við efnahag heimilanna, og koma atvinnulífinu á  einhverja siglingu, áður en lýst verður yfir greiðsluþroti íslenska þjóðarbúsins!  Stjórnmálastéttin, og reyndar obbi þjóðarinnar, hefur verið upptekin við annað.  Vandræðamálið Icesave.  Ekki kom til greina að afgreiða það mál, svo að þessi einkennilega þjóð gæti snúið sér að hinu mikilvægasta:  Endurreisn samfélagsins,  endurreisn fyrirtækjanna og heimilanna!  það hefur mátt bíða!

Aðeins dagsetninguna á yfirlýsingu um greiðsluþrot þjóðarinnar hefur vantað!  Það hefur verið nokkuð ljóst nógu lengi til að svigrúm væri til endurreisnarstarfanna. En, nei, þessi einkennilega þjóð lét hið mikilvægasta sitja á hakanum!  Sjálft samfélag sitt.  Meðan rifist var um eina risaupphæðina af mörgum!  Upphæð sem breytir engu til eða frá um þrot þjóðarinnar!

 


mbl.is Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband