Þurfti nú ekki erlenda sérfræðinga til að segja Íslendingum þetta!

Þetta hefur verið rætt síðan síðasta sumar af innlendum sérfræðingum í efnahagsmálum, hagfræðingum, m.a. af Lilju Mósesdóttur!  Ýmsir leikmenn hafa verið á þessari skoðun jafn lengi!

Það hefði verið gott að vera búin að rétta við efnahag heimilanna, og koma atvinnulífinu á  einhverja siglingu, áður en lýst verður yfir greiðsluþroti íslenska þjóðarbúsins!  Stjórnmálastéttin, og reyndar obbi þjóðarinnar, hefur verið upptekin við annað.  Vandræðamálið Icesave.  Ekki kom til greina að afgreiða það mál, svo að þessi einkennilega þjóð gæti snúið sér að hinu mikilvægasta:  Endurreisn samfélagsins,  endurreisn fyrirtækjanna og heimilanna!  það hefur mátt bíða!

Aðeins dagsetninguna á yfirlýsingu um greiðsluþrot þjóðarinnar hefur vantað!  Það hefur verið nokkuð ljóst nógu lengi til að svigrúm væri til endurreisnarstarfanna. En, nei, þessi einkennilega þjóð lét hið mikilvægasta sitja á hakanum!  Sjálft samfélag sitt.  Meðan rifist var um eina risaupphæðina af mörgum!  Upphæð sem breytir engu til eða frá um þrot þjóðarinnar!

 


mbl.is Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þjóðin er gjaldþrota og það lagast ekki með því að sanka að sér enn meiri skuldum. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem kom okkur í þessa stöðu með aðstoð Framsóknar og Samfylkingar.

Sigurður Þórðarson, 12.3.2010 kl. 05:04

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Það hefði nú ekki verið dónalegt að fá Icesave afskrifað í París!  Ásamt með skuldinni sem féll á þjóðina við gjaldþrot Seðlabankans!  Það væri enn betra ef tækist að "endurskipuleggja" skuldir heimilanna áður en til yfirlýsingar um greiðsluþrot er gefin!

Það vantar aðeins dagsetninguna á yfirlýsinguna!

Auðun Gíslason, 12.3.2010 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband