Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.3.2010 | 20:20
Pilsfaldakapítalisminn!
Nú rísa þeir upp hver um annan þvera, kapítalistarnir og frjálshyggjupésarnir, og heimta að ríkið reddi málum! Öll samtök vinnumarkaðarins og viðskiptalífsins jarma á ríkið, einsog rammvilt lömb! Svo sem ekki nýtt! Alltaf viljað hanga á spenanum!
![]() |
Fyrr frýs í Hel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2010 | 21:31
Næsta ríkisstjórn Íslands?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2010 | 21:28
Hvað segir Sigmundur Davíð nú?
![]() |
Bretar vilja sýna sveigjanleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2010 | 22:06
Kosning um hvað? Ég sit heima! Ástæðan: Niðurstaðan hefur engin áhrif á stöðu málsins, sem kosið er um!
Ég alveg hjartanlega sammála forseta vorum, "að kjósa er helgasti réttur hins lýðræðislega samfélags og í rauninni grundvöllur þess."
Þessvegna tek ég ekki þátt í kosningunni. Hún er móðgun við þennan helgast rétt og jafnframt móðgun við lýðræðislegt samfélag okkar.
Ástæðan: Niðurstaðan hefur engin áhrif á stöðu málsins, sem kosið er um!
Kosningarétturinn er heilagri en svo, að sjálfsagt mál sé að misnota hann í svona grín!
Lengi lifi lýðveldið Ísland og forseti vor á Bessastöðum!
![]() |
Ólafur Ragnar ætlar að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óþarfi fyrir Sigmund Davíð að látast vera meiri kjáni en hann er! Stjórnarandstaðan á fulltrúa í samninganefndinni. Stjórnarandstaðan tafði framlagningu á svari við tilboði um heilan sólarhring! Sigmundur og Bjarni ofmeta áhrif þessarar atkvæðagreiðslu! En þjóðin er látin hlaupa Apríl í Marz í boði stjórnarandstöðunnar!
Skiptir þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi sköpum :
Sýn okkar Íslendinga á okkur sjálf er oft í undarlegri kantinum. Ef aðeins er litið til síðustu ára koma nokkur tilvik uppi hugann, þar sem þetta sýnir sig.
Fyrsta skal nefna stuðningsyfirlýsingu Davíðs Oddssonar við forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu, þegar sá síðari var að leggja í stríð við svokallaða hryðjuverkamenn í Írak: You have our full support,Mr. President, sagði hann, og fréttaþulir Sky urðu ansi langleitir og örlítið furðu- og efasemdabros færðist yfir andlit þeirra.
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson fengu þá flugu í höfuðið að Sameinuðu þjóðirnar mættu ekki við því, að Ísland væri ekki í Öryggisráðinu. Það kom svo í hlut Ingibjargar Sólrúnar að spandera 18 mánaða ferli sínum sem utanríkisráðherra í að agítera fyrir því og smala saman atkvæðum (milli þess sem hún ferðaðist um og laug til um efnahagsástandið á Íslandi). Nær daglega sagði hún af því fréttir í fjölmiðlum, hversu vel gengi. Þessi þjóðin og hin myndi örugglega kjósa "stóra" Ísland. Ekki komumst við í Öryggisráðið og Sameinuðu Þjóðirnar eru enn starfandi!
Í hinu svokallaða góðæri trúðu flestir Íslendingar, að hér væri risið einhverskonar efnahagsundur, íslenska undrið! Íslenskir fjármálamenn stæðu öðrum framar. Talað var um íslenska viðskiptamótelið og hversu undrasnöggir Íslendingar væru að landa stórviðskiptum. Svo hrundi efnahagsundrið og fjármálaséníin reyndust flestir fjárglæframenn, svindlarar og bófar!
Og nú trúa víst ýmsir því, að þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn muni skipta sköpum. Ekki bara fyrir þjóðina! Nei, líka fyrir gervalla heimsbyggðina!
Og til að bæta gráu ofan á svart er rétt að segja frá því,að komið hefur í ljós að íslendingar eru nánast sambandslausir við alþjóðasamfélagið eftir allan bægslaganginn. Utanríkisþjónustan hefur ekki unnið sín verk, sem eru að afla og viðhalda tengslum við umheiminn!
Lítill áhugi á rökræðum á vef Economist um hvort Íslendingar eigi að greiða Icesave eður ei
![]() |
Tek þetta ekki til mín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2010 | 13:21
Einsog að mæta á tónleika, sem búið er að aflýsa!
Einsog að mæta á tónleika, sem búið er að aflýsa! Og þeir sem mæta eru fyrst og fremst tveir ofbeldisfullir dyraverðir, boltabullur og "skinheads"!
Þegar mér blöskrar hrekkur stundum útúr mér: Aumingja maðurinn og aumingja fólkið! Og það er einmitt það, sem gerðist þegar ég las fyrirsagnir bloggfærslna við þessa frétt moggans. Ofstopinn og ofstækið með slíkum ólíkindum að minnir mest á uppgang þjóðrembu-ofstækismanna á 4. áratugnum. Hvenær má búast við að liðið fari að öskra á götum úti?
Íslandi Allt! Ísland fyrir Íslendinga! Sieg Heil! Sieg Heil!
Hæ! Lilli!
http://skarfur.blog.is/blog/skarfur/entry/1025043/
![]() |
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eitthvað lítur hann stórt á sig. Telur sig þess umkominn að leggja þann dóm á almenning, að hann vanti leiðsögn! Einsog almenningur sé ekki dómbær á veruleikann! Ja, hérna hér! Hrokann og merkilegheitin vantar ekki. Frekar að það vanti almenna skynsemi í ræðuna og ályktanir ræðumanns! Nú spyr ég: Hver eru hin eiginlegu niðurrifsöfl í þjóðfélaginu? Almenningur eða fjárglæframennirnir? Gerendurnir í bankahruninu eða almenningur. Auðmennirnir vinir Helga í SI og Sjálfstæðisflokknum, bera þeir einhverja ábyrgð? Helgi talar einsog "bankakreppan" hafi orðið til af sjálfri sér sisona. Og allir saklausir einsog fyrridaginn! Hann hefur sjálfsagt æft sig vel og vandlega fyrir ræðu dagsins, þar sem hann vogar sér að hnýta í almenning og löglega kjörna ríkisstjórn landsins! Kannski einhver hafi hlýtt þessum gasprara yfir?
Að fortíð skal hyggja þá framtíð á að byggja:
http://www.hafskip.is/myndir/1986-11-13-hp-grein-aefdu-upploginn-framburd-bls1og2.jpg
![]() |
Frjór jarðvegur fyrir hefnigirni og hatur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 18:39
Markaðssetning Morgunblaðsins.
4.3.2010 | 18:00
Nýja lánskjaravísitölu á öll verðtryggð lán! Hagstjórnin er vandamálið, ekki vísitalan!
Ég vil ræða tillögu að nýrri lánskjaravísitölu. Kannski er tillagan tómt rugl, kannski ekki.
Tillaga mín er þessi: Tekin verð upp ný lánskjaravísitala á verðtryggð lán. Hin nýja vísitala verð bundin verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands. Verði sem sagt sú sama. Nú t.d. hún 2,5% með 2ja prósentustiga fráviki. Vextir húsnæðislána verði bundnir með lögum. Þannig myndi Alþingi þurfa að fjalla um allar vaxtabreytingar sem breytinartillögu laga.
Það er nefnilega ekki vísitalan sem er vandamálið, heldur hagstjórnin og óábyrg hegðun fjármálamarkaðarins, sveitastjórna og ríkisvalds!
![]() |
Meinsemd hve verðtrygging er fyrirferðarmikil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2010 | 17:42
Lítill áhugi á rökræðum á vef Economist um hvort Íslendingar eigi að greiða Icesave eður ei
Hvar er allur þessi áhugi á Icesave? Meira um málið:
http://www.economist.com/node/15603167/comments
http://www.economist.com/world/europe/displaystory.cfm?story_id=15603167