Skiptir þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi sköpum fyrir heimsbyggðina?

Sýn okkar Íslendinga á okkur sjálf er oft í undarlegri kantinum.  Ef aðeins er litið til síðustu ára koma nokkur tilvik uppi hugann, þar sem þetta sýnir sig.

Fyrsta skal nefna stuðningsyfirlýsingu Davíðs Oddssonar við forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu, þegar sá síðari var að leggja í stríð við svokallaða hryðjuverkamenn í Írak:  You have our full support,Mr. President, sagði hann, og fréttaþulir Sky urðu ansi langleitir og örlítið furðu- og efasemdabros færðist yfir andlit þeirra. 

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson fengu þá flugu í höfuðið að Sameinuðu þjóðirnar mættu ekki við því, að Ísland væri ekki í Öryggisráðinu.  Það kom svo í hlut Ingibjargar Sólrúnar að spandera 18 mánaða ferli sínum sem utanríkisráðherra í að agítera fyrir því og smala saman atkvæðum (milli þess sem hún ferðaðist um og laug til um efnahagsástandið á Íslandi).  Nær daglega sagði hún af því fréttir í fjölmiðlum, hversu vel gengi.  Þessi þjóðin og hin myndi örugglega kjósa "stóra" Ísland.  Ekki komumst við í Öryggisráðið og Sameinuðu Þjóðirnar eru enn starfandi!

Í hinu svokallaða góðæri trúðu flestir Íslendingar, að hér væri risið einhverskonar efnahagsundur, íslenska undrið!  Íslenskir fjármálamenn stæðu öðrum framar.  Talað var um íslenska viðskiptamótelið og hversu undrasnöggir Íslendingar væru að landa stórviðskiptum.  Svo hrundi efnahagsundrið og fjármálaséníin reyndust flestir fjárglæframenn, svindlarar og bófar!

Og nú trúa víst ýmsir því, að þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn muni skipta sköpum.  Ekki bara fyrir þjóðina!  Nei, líka fyrir gervalla heimsbyggðina!

 Og til að bæta gráu ofan á svart er rétt að segja frá því,að komið hefur í ljós að íslendingar eru nánast sambandslausir við alþjóðasamfélagið eftir allan bægslaganginn.  Utanríkisþjónustan hefur ekki unnið sín verk, sem eru að afla og viðhalda tengslum við umheiminn!


mbl.is Kann að frestast um viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

"Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi" segir máltækið.

Sjáum svo til eftir vikuna hvort og hver áhrif NEI þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur á heimsbyggðina. :)

Kolbrún Hilmars, 2.3.2010 kl. 18:19

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Kannski hefur þráinn, og þó sérstaklega Jónas http://jonas.is/ , rétt fyrir sér!

Auðun Gíslason, 2.3.2010 kl. 18:22

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðunn, ef þú ert að skírskota til orða WC "við munum berjast í fjörunum", þá er fordæmið ekki heppilegt fyrir okkar sitjandi ríkisstjórn. Churchill var misvinsæll og einmitt í óþökk margra kallaður til á stríðstímum vegna þess að þáverandi ríkisstjórn UK var duglaus.

Ég trúi því a.m.k. ekki að þú sért að ýja að því að við ættum að hóa í DO til þess að bjarga málum??

Kolbrún Hilmars, 2.3.2010 kl. 18:36

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Nei, ég er að tala um orð þeirra um fjölda fábjána á Íslandi!!!

Auðun Gíslason, 2.3.2010 kl. 18:47

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Við skiptum öll frekar litlu máli en við gerum það sem við getum til að koma því góða áfram í þessum heimi, neita að taka þátt í því óréttlæti sem er í gangi og gera okkar hlut í að snúa þeim við. Það er ekki verra hlutverk en hvað annað, hér á jörð.

Héðinn Björnsson, 2.3.2010 kl. 18:49

6 Smámynd: Auðun Gíslason

"Fjöldi fávita vanmetinn."   http://jonas.is/

Auðun Gíslason, 2.3.2010 kl. 18:50

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég gef lítið fyrir fábjánahjal þingmannsins utanveltu.

Fjórflokkurinn hefur áratugareynslu af því að blekkja fólk.

Sjáðu til dæmis núverandi stjórnarflokkafylgi - ekki hvarflar að mér að kalla þeirra fráhverfandi og fyrrverandi fylgjendur fábjána...

Kolbrún Hilmars, 2.3.2010 kl. 19:13

8 Smámynd: Auðun Gíslason

Kolbrún!  Ég læt alveg liggja milli hluta hverja ég tel fábjána, en vísa á Jónas, sem er goðsögn.  Og í hans tilviki, og Þráins, sannast, að oft ratast kjöftugum satt orð á munn!

Auðun Gíslason, 2.3.2010 kl. 20:09

9 Smámynd: Auðun Gíslason

Auðun Gíslason, 2.3.2010 kl. 20:15

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hefði bankahrunið komið svona fáeinum vikum seinna þá værum við í Öryggisráðinu og fulltrúi okkar þar Össur Skarphéðinsson með allt helvítis móverkið í gíslingu.

Þá væri kannski ekki þessi hrokasvipur á fólkinu þarna í Downingstræti númer tíu!

Árni Gunnarsson, 2.3.2010 kl. 22:19

11 Smámynd: Auðun Gíslason

Amen!

Auðun Gíslason, 3.3.2010 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband