8.10.2007 | 15:59
Já, já! Nú skal stungið í feitt!
Nú á ekki bara að selja ofanaf sér heldur undan sér líka. Hverslags fífl eru borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins. Villi Góði er búinn að hegða sér eins og löggiltur hálfviti í þessu máli öllu. En nú á að láta plottið ganga til enda. Haukur gerður að blóraböggli og aukaatriðin gerð að aðalatriði (kauprétturinn). Sér einhver handa sinna skil í rykmekkinum, sem nú er kastað í augu okkar? Nú á að afhenda REI einkavinunum á silfurfati fyrir slikk. Nú hefur einhver stungið í feitt! Var einhver að halda því fram að hér þrífist ekki spilling í stjórnmálum og viðskiptum. Berusconi og Marcos eru einsog mjóróma piparjómfrúr í ensku teboði hjá svona liði.
![]() |
Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2007 | 14:16
Ógildið samningana!
Það sem þjónar hagsmunum allra í þessu máli er að allir samningar verði látnir ganga til baka. Síðan verði gengið frá málum á löglegan máta og fyrir opnum tjöldum.
![]() |
Tilbúinn að ræða hvort OR dragi sig út úr útrás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 14:03
Ógildið samningana!
Það hlýtur að verða gerð sú krafa að samningarnir verði ógiltir, enda ólöglega til þeirra stofnað! Hvenær fer málið til dómstóla? Er ekki ráð að fara að hraða því svo það verði ekki um seinan? Er það ekki brot á landslögum þegar stjórnmálamenn og aðrir eru að braska með eigur skattgreiðenda uppá eigin spýtur og umboðslaust? Já, umboðlaust, því ólöglega boðaður stjórnarfundur OR gat ekki tekið löglegar ákarðanir. Því voru menn umboðlausir þegar þeir tóku ákvarðanir og gengu frá samningum sameiningu REI og GGE.
![]() |
Minnihlutinn í borgarstjórn biður um aukafund vegna REI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 13:51
Ólöglegur gjörningur?
Hvaðan kom stjórn REI umboð til sameiningar við Geysir Green Energy? Frá ólöglegum fundi í stjórn OR? Er það ekki eitthvað nýtt að ákvarðanir teknar á ólöglegum fundum í fyrirtæjum eru látnar standa? Það hlýtur að vera krafan að samningum um sameininguna verði rift enda ólöglega til þeirra stofnað! Nema það verði þá viðtekin venja að stjórnarmenn geti tekið ákvarðanir um framtíð fyrirtækja borgarinnar á fundum sem hafa ekki meira vægi en kaffiboð hjá Siggu frænku! Þessi ólöglega boðaði fundur var nefnilega ekki hæfur til að taka ákvarðanir sem leiddu til sameiningarinnar. En borgarstjórnarmeirihlutinn(?) skilur það að sjálfsögðu ekki þannig heldur lætur ólöglegan gjörning standa!
![]() |
Fundur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |