20.3.2007 | 22:02
Björn Ingi, Hvaða skuldir?
Ætli geti verið að Björn Ingi hafi ekki lesið 3ja ára áætlunina? Skv. henni hækka skuldir borgarinnar pr. borgarbúa um 40,47%! Eru 2007 971.000, en verða 1.364.000 árið 2010; hækka semsagt um 393.000 á haus. Ber það vott um að greiða eigi skuldir borgarinnar?
Heildarskuldir A og B hluta borgarsjóðs hækka úr 113,963 milljörðum 2007 og fari í 166,094 milljarða 2010, hækka um 52 milljarða (skuldir án lífeyrisskuldbindinga). Ekki veit ég hvaða skuldir það eru sem Björn Ingi segir að eigi að borga. Þær sjást ekki í þessari áætlun. Svo á víst að leggja áherslu á umhverfismál. Eitt er víst að fjárframlög til umhverfissviðs borgarinnar lækka til muna. Lenda í þessari meintu tiltekt á stjórnsýslu borgarinnar. Ætli sú tiltekt felist ekki í að setja vini og vandamenn niður við kjötkatkana; les: í vellaunaðar stöður í stjórnsýslu borgarinnar. Það fyndnasta við þessa áætlun er að þar er gert ráð fyrir að launakostnaður borgarinnar lækki næstu 3 árin. Hvernig það á að gerast hlýtur að flokkast undir galdra. Borgarbúum á að fjölga um 4300, byggja á nýja leikskóla og nýja grunnskóla. Eitthvað á þá að skeerast niður hlýtur að vera, en því miður þess sér ekki stað í áætluninni. Sem sagt: Hókus, pókus!
20.3.2007 | 19:04
Hæstaréttardómari?
![]() |
Hefur eftir Jóni Steinari að þrýst hafi verið á hann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 18:53
Hækkun gjalda hafin!
![]() |
Nauðsynlegt að fjölga borgarbúum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2007 | 17:56
Sjónhverfingar borgarstjórnar fyrir þá trúgjörnu!
Borgarstjórn segist ætla að borga langtímaskuldir, en hvernig lítur þetta út í áætluninni, sem borgarstjórn virðist treysta að borgarbúar lesi ekki:
Heildarskuldir borgarinnar 2007: 128,786 milljarðar. 2010: 168,502 milljarðar. Hækkun um 40 milljarða. Skuldir án lífeyrisskuldbindinga 2007: 113,963 milljarðar. 2010: 166,094 milljaðrðar. Hækkun um 52 milljarða. Var einhver að tala um fjármálasukk í kosningarbaráttunni. Hér hafa menn fjármálasukk og skuldasúpu. Athugum að hér er aðeins um áætlun að ræða og á föstu verðlagi ársins 2007. Áætlanir stjórnmálamanna eiga til að fara úr böndunum eins og allir vita, og svo er það blessuð verðbólgan. Veruleikafirringin er svo mikil, að þó fjölga eigi leikskólum og grunnskólum vegna fjölgunar borgarbúa um ca 4300, þá er gert ráð fyrir lækkun launakostnaðar hjá borginni. Og að lokum: skuld pr. borgarbúa mun hækka um 393.000 krónur á þriggja ára tímabili. Fer úr 971.000 í 1.364.000 árið 2010 á föstu verðlagi. Það þætti nú óráðssía á mínu heimili að hækka skuldirnar um 40,47% á 3 árum. Ekki hækka tekjur né eignir borgarinnar svo mikið á móti.
![]() |
Segja gráan lit á þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2007 | 16:37
Einkennilegar fréttir af borgarstjórn!
Ágætt að greiða niður langtímaskuldir, en það segir ekki alla söguna. Ég legg til að bloggarar lesi þessa áætlun yfir áður en þeir blogg og visti jafnvel áætlunina til upprifjunar síðarmeir.
Heildarskuldir A og B hluta: 2007 2010
128,786 milljarðar 168,502 milljarðar
Heildarsk. að slepptum líf eyrissk. 113,963 " 166,094 "
Skuld pr. íbúa 971.000 1.364.000
Það er alveg ljóst að stóru orðin eru gufuð upp, loforðin að engu orðin. Hér á að fjölga íbúum um ca. 4300 byggja leikskóla og grunnskóla, þrátt fyrir það á að draga saman í launakostnaði á föstu verðlagi. Það vantar fólk til starfa við þjónustu við borgarbúa, samt á að fækka starfsfólki en jafnframt fjölga íbúunum. Var ekki búið að lofa að auka þjónustuna og lækka skuldirnar. Ekki er neitt slíkt að finna í þessari 3ja ára áætlun borgarstjórnar. Það kemur kannski allt á næsta kjörtímabili, eins og umbætur ríkisstjórnarinnar?
![]() |
Reykjavíkurborg stefnir að því að greiða niður langtímaskuldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |