Sjónhverfingar borgarstjórnar fyrir þá trúgjörnu!

Borgarstjórn segist ætla að borga langtímaskuldir, en hvernig lítur þetta út í áætluninni, sem borgarstjórn virðist treysta að borgarbúar lesi ekki:

Heildarskuldir borgarinnar 2007:  128,786 milljarðar.  2010: 168,502 milljarðar. Hækkun um 40 milljarða.  Skuldir án lífeyrisskuldbindinga 2007: 113,963 milljarðar. 2010: 166,094 milljaðrðar. Hækkun um 52 milljarða. Var einhver að tala um fjármálasukk í kosningarbaráttunni. Hér hafa menn fjármálasukk og skuldasúpu. Athugum að hér er aðeins um áætlun að ræða og á föstu verðlagi ársins 2007. Áætlanir stjórnmálamanna eiga til að fara úr böndunum eins og allir vita, og svo er það blessuð verðbólgan. Veruleikafirringin er svo mikil, að þó fjölga eigi leikskólum og grunnskólum vegna fjölgunar borgarbúa um ca 4300, þá er gert ráð fyrir lækkun launakostnaðar hjá borginni. Og að lokum: skuld pr. borgarbúa mun hækka um 393.000 krónur á þriggja ára tímabili. Fer úr 971.000 í 1.364.000 árið 2010 á föstu verðlagi. Það þætti nú óráðssía á mínu heimili að hækka skuldirnar um 40,47% á 3 árum.  Ekki  hækka tekjur né eignir borgarinnar svo mikið á móti. 


mbl.is Segja gráan lit á þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband