Til nýrra tíma, hvað?

Samkvæmt máltilfinningu minni þýðir það, að ef einhver vill leiða einhvern annann til nýrra tíma, þá hafi sá sem leiða á átt slæma tíma áður eða fram að þeim tíma, að nýjir tímar taka við! Þannig að í fyrsta skipti í langan er ég sammála Sjálstæðisflokknum! Þjóðin hefur átt slæma tíma alltof lengi og þjóðin á skilið að vera leidd til nýrra tíma! En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fær um að leiða okkur útúr slæma tímanum yfir í annan betri, þar sem hann leiddi slæma tímann yfir okkur. Hér er ég að sjálfsögðu að tala um mig og aðra fátæklinga þessa lands. Já, við erum til enn þrátt fyrir tilraunir til að sanna hið gagnstæða! Áfram VinstriGræn! Áfram Samfylkingin!

RÚV: Skoðanakönnun um útlendinga eða ekki neitt?

Skrýtin spurning, ekki satt?  Kannski ekki, ef maður íhugar, hversu vel við þessir almennu borgarar þekkjum þau lög og reglur sem gilda um veitingu landvistarleyfa fyrir útlendinga. Ég  fullyrði, að við vitum ekkert í okkar haus um þessi lög og reglur, að minnsta kosti sáralítið! Með tilliti til þess, að hér ríkja ströngustu reglur sem þekkjast meðal vestrænna þjóða, spyr ég: Vilja þeir sem eru fylgjandi strangari reglum láta loka landinu með gaddavír og tundurduflum?  Nei, er ekki málið það, að þessi skoðanakönnun var um ekki neitt, þar sem svarendur vissu ekkert í sinn haus, um málefnið sem spurt var um, frekar en við hin velflest! Því var þetta skoðanakönnun um ekki neitt!

Partíin búin og veruleikinn tekur við!

Nú  er landsfundunum lokið og vonandi lenda fulltrúarnir fljótt og vel á jörðinni. Persónudýrkunin er svolítið svakaleg, þykir mér. Liggur við að ofhólið snúist uppí andhverfu sína. Einkum virðast Sjálfstæðismennirnir blessaðir lenda í því. Geir er að sjálfsögðu mestur og bestur. Og Ingibjörg er líka mest og best, en þó ekki eins mikið mest og best og Geir. Geir hefur sér það til ágætis helst, að hann aftekur aldrei neitt. Sumir segja, að samþykktar hafi verið stefnumótandi samþykktir og að mark sé tekið landsfundarsamþykktum. SUS hefur ítrekað í gegnum árin gagnrýnt að ekkert mark eða lítið sé tekið á ályktununum. Er það sennilega rétt, því þeir einir voga sér að gagnrýna forystu Sjálfstæðisflokksins af flokksmönnum öllum. Frekar á ég von á að Ingibjörg og félagar fari eftir hinum stefnumótandi samþykktum síns flokks, þó sumir flokksmenn hafi talað soldið út og suður uppásíðkastið. Nú gildir flokksaginn og samstaðan, þó aldrei komist Sf með tærnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hælana í flokksaga; sá agi er hreinlega Lenínískur! Nú þegar veruleikinn blasir við Sf og öðrum félagshyggjusinnum, þá vaknar sú spurning, hvort hugmynd Péturs Tyrfingssonar nær fylgi meðal félaga Vg og Sf. Að þessir flokkar snúi bökum saman í kosningabaráttunni, og í væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum, og myndi eina heild sem standi saman og hvor flokkur um sig fari ekki í stjórn án hins. Má e.t.v. segja, að árangur Sf og Vg sé undir því kominn, að þetta gerist? Og þá einnig líf og heill þúsunda Íslendinga, sem eiga tilveru sína undir því, hvort velferðarþjóðfélagið verði endurreist eða  lagt endanlega í rúst af núverandi stjórnarflokkum? Nú stendur valið um áframhaldandi frjálshyggjustjórn eða velferðarstjórn félagshyggjuflokkanna, Vg og Sf! Hvað vilja menn leggja á sig til þess? Kannski vilja menn taka sénsinn og fara fram hver fyrir sig? En er það líklegra til árangurs en að standa saman, einsog lagt hefur verið til?  Áfram VinstriGræn! Áfram Samfylkingin!


Bloggfærslur 15. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband