15.4.2007 | 23:13
Til nýrra tíma, hvað?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2007 | 22:59
RÚV: Skoðanakönnun um útlendinga eða ekki neitt?
15.4.2007 | 22:36
Partíin búin og veruleikinn tekur við!
Nú er landsfundunum lokið og vonandi lenda fulltrúarnir fljótt og vel á jörðinni. Persónudýrkunin er svolítið svakaleg, þykir mér. Liggur við að ofhólið snúist uppí andhverfu sína. Einkum virðast Sjálfstæðismennirnir blessaðir lenda í því. Geir er að sjálfsögðu mestur og bestur. Og Ingibjörg er líka mest og best, en þó ekki eins mikið mest og best og Geir. Geir hefur sér það til ágætis helst, að hann aftekur aldrei neitt. Sumir segja, að samþykktar hafi verið stefnumótandi samþykktir og að mark sé tekið landsfundarsamþykktum. SUS hefur ítrekað í gegnum árin gagnrýnt að ekkert mark eða lítið sé tekið á ályktununum. Er það sennilega rétt, því þeir einir voga sér að gagnrýna forystu Sjálfstæðisflokksins af flokksmönnum öllum. Frekar á ég von á að Ingibjörg og félagar fari eftir hinum stefnumótandi samþykktum síns flokks, þó sumir flokksmenn hafi talað soldið út og suður uppásíðkastið. Nú gildir flokksaginn og samstaðan, þó aldrei komist Sf með tærnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hælana í flokksaga; sá agi er hreinlega Lenínískur! Nú þegar veruleikinn blasir við Sf og öðrum félagshyggjusinnum, þá vaknar sú spurning, hvort hugmynd Péturs Tyrfingssonar nær fylgi meðal félaga Vg og Sf. Að þessir flokkar snúi bökum saman í kosningabaráttunni, og í væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum, og myndi eina heild sem standi saman og hvor flokkur um sig fari ekki í stjórn án hins. Má e.t.v. segja, að árangur Sf og Vg sé undir því kominn, að þetta gerist? Og þá einnig líf og heill þúsunda Íslendinga, sem eiga tilveru sína undir því, hvort velferðarþjóðfélagið verði endurreist eða lagt endanlega í rúst af núverandi stjórnarflokkum? Nú stendur valið um áframhaldandi frjálshyggjustjórn eða velferðarstjórn félagshyggjuflokkanna, Vg og Sf! Hvað vilja menn leggja á sig til þess? Kannski vilja menn taka sénsinn og fara fram hver fyrir sig? En er það líklegra til árangurs en að standa saman, einsog lagt hefur verið til? Áfram VinstriGræn! Áfram Samfylkingin!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)