Til nýrra tíma, hvað?

Samkvæmt máltilfinningu minni þýðir það, að ef einhver vill leiða einhvern annann til nýrra tíma, þá hafi sá sem leiða á átt slæma tíma áður eða fram að þeim tíma, að nýjir tímar taka við! Þannig að í fyrsta skipti í langan er ég sammála Sjálstæðisflokknum! Þjóðin hefur átt slæma tíma alltof lengi og þjóðin á skilið að vera leidd til nýrra tíma! En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fær um að leiða okkur útúr slæma tímanum yfir í annan betri, þar sem hann leiddi slæma tímann yfir okkur. Hér er ég að sjálfsögðu að tala um mig og aðra fátæklinga þessa lands. Já, við erum til enn þrátt fyrir tilraunir til að sanna hið gagnstæða! Áfram VinstriGræn! Áfram Samfylkingin!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

ja bitte ég segi bara ég get ekki verið meiri sammála,eftir 20 ár við völd erum við hvar stödd,jú bankarnir og tryggingafélög,fjárfestingafélög eiga allt og okkur með.Ég bara sé þetta ekki öðruvísi og áfram Samfylking heyr heyr.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.4.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Þrymur minn! Sjálfstæðismenn, þar á meðal Geir (hinn eini), Hannes á Horninu o.fl. hafa reynt að halda því fram að fátækt sé ekki til á Íslandi. Það sé bara rugl í vinstri mönnum, einkum í Háskóla Islands. "Fræðimaðurinn" Hannes hefur skrifað hvern langhundinn eftir annan, þar sem hann þykist rýna í rannsóknir fræðimanna á þessu sviði. Markmið hans virðist hins vegar vera að gera lítið úr fræðimennsku alvöru fræðimanna! En hvað segir ekki hið fornkveðna:  Allt er betra en íhaldið! Þessi er frá framsókn.

Auðun Gíslason, 16.4.2007 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband