Grænt svæði?

Er þetta þá svona grænt svæði, eins og græna svæðið í Bagdad?
mbl.is Öryggissvæðið að verða tilbúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dögg Pálsdóttir og niðurskurðarminnið!

Dögg Pálsdóttir rifjar upp fyrir okkur kjósendum með gullfiskaminnið, að Sighvatur Björgvinsson nokkur, alþýðuflokksmaður, var heilbrigðisráðherrra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sighvatur mun skv. niðurskurðarminni Daggar hafa hækkað greiðsluþátttöku foreldra í tannlæknakostnaði í 25% úr 12%. Glaður vildi ég, sem foreldri, greiða 25% af tannlækniskostnaði/eftirliti dóttur minnar. Málið er ekki svona einfalt. Tryggingastofnun er með einhvern afgamlan taxta sem endurgreiðslan er miðuð við, þannig að þessi regla um 25% greiðsluþátttöku er ekki við líði. Ætli sé ekki nær að greiðsluþátttaka foreldra sé á bilinu 40-60%. Og svo er ekki greitt fyrir allar heimsóknir barna til tannlækna og þá er greiðsluþátttakan 100%. Það getur verið ágætt að hafa gott minni, en enn betra er að eigi smávegis sannleiksást í pokahorninu.

Í ríkisstjórnartíð Davíðs Oddssonar hófst nýtt tímabil í íslenskum stjórnmálum. Áður höfðu ráðherrar varið málaflokka sína og reynt að gera veg þeirra sem mesta og bestan. Nú hófu ráðherrar að skera niður í málaflokkum sínum sem mest þeir máttu eða fá bágt fyrir ella. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hóf stórfelldar árásir á velferðarkerfið með niðurskurði og sultarólaaðhaldi. Eðli málsins skv. voru það forsætisráðherrann Davíð Oddsson og Friðrik Sófusson fjármálaráðherra, sem mótuðu stefnuna í ríkisfjármálum þessarar ríkisstjórnar.

Vonandi hefjast þeir tímar einhvern tíma aftur, að ráðherrar gegni stöðum sínum þannig, að þeir verji málefni ráðuneyta sinna og stöðu, en séu ekki hlaupatíkur sparibauka fjármálaráðuneytisins, eins og ráðherrar velferðarmálanna og menntamálanna hafa verið síðan 1991!


Bloggfærslur 30. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband