Dögg Pálsdóttir og niđurskurđarminniđ!

Dögg Pálsdóttir rifjar upp fyrir okkur kjósendum međ gullfiskaminniđ, ađ Sighvatur Björgvinsson nokkur, alţýđuflokksmađur, var heilbrigđisráđherrra í ríkisstjórn Davíđs Oddssonar. Sighvatur mun skv. niđurskurđarminni Daggar hafa hćkkađ greiđsluţátttöku foreldra í tannlćknakostnađi í 25% úr 12%. Glađur vildi ég, sem foreldri, greiđa 25% af tannlćkniskostnađi/eftirliti dóttur minnar. Máliđ er ekki svona einfalt. Tryggingastofnun er međ einhvern afgamlan taxta sem endurgreiđslan er miđuđ viđ, ţannig ađ ţessi regla um 25% greiđsluţátttöku er ekki viđ líđi. Ćtli sé ekki nćr ađ greiđsluţátttaka foreldra sé á bilinu 40-60%. Og svo er ekki greitt fyrir allar heimsóknir barna til tannlćkna og ţá er greiđsluţátttakan 100%. Ţađ getur veriđ ágćtt ađ hafa gott minni, en enn betra er ađ eigi smávegis sannleiksást í pokahorninu.

Í ríkisstjórnartíđ Davíđs Oddssonar hófst nýtt tímabil í íslenskum stjórnmálum. Áđur höfđu ráđherrar variđ málaflokka sína og reynt ađ gera veg ţeirra sem mesta og bestan. Nú hófu ráđherrar ađ skera niđur í málaflokkum sínum sem mest ţeir máttu eđa fá bágt fyrir ella. Ríkisstjórn Davíđs Oddssonar hóf stórfelldar árásir á velferđarkerfiđ međ niđurskurđi og sultarólaađhaldi. Eđli málsins skv. voru ţađ forsćtisráđherrann Davíđ Oddsson og Friđrik Sófusson fjármálaráđherra, sem mótuđu stefnuna í ríkisfjármálum ţessarar ríkisstjórnar.

Vonandi hefjast ţeir tímar einhvern tíma aftur, ađ ráđherrar gegni stöđum sínum ţannig, ađ ţeir verji málefni ráđuneyta sinna og stöđu, en séu ekki hlaupatíkur sparibauka fjármálaráđuneytisins, eins og ráđherrar velferđarmálanna og menntamálanna hafa veriđ síđan 1991!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband