Og stjórninn fellur!

Í hverri skoðanakönnuninni eftir annarri fellur stjórnin!
mbl.is Framsóknarflokkur tapar fylgi í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir, Birgir Ármannsson!

Ég hef lengi verið hugsi yfir þessum mikla tekjuafgangi á ríkissjóði.  Nú rann upp fyrir mér ljós, þegar ég las bloggið hans Birgis Ármannssonar.  Hann segir, að hækkun skattleysismarka í 150.000 krónur kosti ríkissjóð 50 milljarða.  Nú ættu skattleysismörk að vera 140.000, ef þau hefðu fylgt vísitölu.  Þannig að skerðing persónuaafsláttar skilar ríkissjóði nær 42 milljörðum á ári.  Skerðing barnabóta skilar 1 milljarði.  Og svona mætti lengi telja.  Ef þetta er hin góða hagstjórn má ég þá biðja um aðra verri!

Yfirlýsingu Vinstrigrænna og Samfylkingar!

Staðan er þannig í pólitíkinni nú, að yfirlýsing Vinstrigrænna og Samfylkingarinnar um að flokkarnir fari ekki í stjórn einir og sér er beinlínis nauðsynleg.  Það er eina leiðin til að svifta Sjálfstæðisflokkinn því forræði í stjórnmálalífi þjóðarinnar, sem forystumenn flokksins telja sig af einhverjum undarlegum ástæðum eiga kröfu til.  Nú fara að verða síðustu forvöð að lýsa því yfir af hálfu Vinstrigrænna og Samfylkingarinnar að flokkarnir setjist aðeins í stjórn báðir saman.

Umræðan um Forsetaembættið, og aðkomu þess að stjórnarmyndunum, sýnir að stöðva verður Sjálfstæðisflokkinn og koma forystumönnum hans um skilning um, að völd þeirra eru ekki eitthvað, sem þeir geti gengið að sem vísum.  Völd sín hafa þeir þegið frá kjósendum og þeir geta ekki rúllað yfir stjórnskipun landsins, ef þeim hentar svo.  Það er ljóst að ritstjórar Morgunblaðsins, þeir Matthías Jóhannessen og Styrmir Gunnarsson, ýmsir forystumenn Sjálfstæðisflokksins og  þingmenn, líta svo á að þegar það hentar Sjálfstæðisflokksins eigi að sveigja stjórnskipun landsins undir vilja Sjálfstæðisflokksins svo hann geti haldið völdum sínum!  Skrif ritstjóranna, ýmis ummæli Sjálfstæðismanna á þingi og utan þings sýna þetta!  Þetta hefur birst uppásíðkastð og gerði það líka í umræðunni um fjölmiðlamálið og stjórnarskránna.


Bloggfærslur 3. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband