Takk fyrir, Birgir Ármannsson!

Ég hef lengi verið hugsi yfir þessum mikla tekjuafgangi á ríkissjóði.  Nú rann upp fyrir mér ljós, þegar ég las bloggið hans Birgis Ármannssonar.  Hann segir, að hækkun skattleysismarka í 150.000 krónur kosti ríkissjóð 50 milljarða.  Nú ættu skattleysismörk að vera 140.000, ef þau hefðu fylgt vísitölu.  Þannig að skerðing persónuaafsláttar skilar ríkissjóði nær 42 milljörðum á ári.  Skerðing barnabóta skilar 1 milljarði.  Og svona mætti lengi telja.  Ef þetta er hin góða hagstjórn má ég þá biðja um aðra verri!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Auðunn. Sá svarið þitt hjá Birgi. Ég skil ekki hvers vegna þið vinstri menn eruð ósammála því að tekjutengja barnabætur eins ég ég reikna með að þú sért að meina (hef amk. heyrt vinstri menn gagnrýna það).  Er ekki betra að láta þær allar renna til þeirra sem minnstar tekjur hafa frekar en borga fullfrísku hátekjufólki þær? Mér finnst þetta eitt dæmi um viðsnúna vinstrimennsku sem mér finnst vera orðin mjög áberandi. 

Annað dæmi um öfuga vinstrimennsku er þessi andstaða vinstri manna við stóriðju sem skapar ófaglærðu fólki á landsbyggðinni vel launuð störf. Vinstri menn tala mikið um að það eigi fyrst og fremst að efla ferðamennsku og hátækniiðnað.  Störf í ferðamennsku eru mjög ótrygg ig illa launuð. Störf í hátækniiðnaði eru fyrst og fremst fyrir langskólagengið fólk sem reyndar er alls ekki á lausu á Íslandi í dag. Hátækniiðnaður er líka alveg jafn mikill mengunarvaldur og stóriðja þar sem hann er knúinn af heimshagkerfinu sem nærist alltaf að lokum á orkubrennslu og hráefnisvinnslu.

Þorsteinn Sverrisson, 3.5.2007 kl. 20:12

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég er ekki hátekjumaður samt hafa barnabæturnar lækkað, þ.e. þær hafa ekki haldið í við verðbólgu! ok? 

Ég hefði nú viljað sjá athugasemdir við bloggið mitt hér, en ekki athugasemdir tengdar blogginu hans Birgis! 

 Annars svara ég ekki fyrir skoðanir annarra vinstri manna, það gera þeir sjálfir nógu skilmerkilega!  Aðeins fyrir mínar skoðanir og ég minnist þess ekki að hafa sett fram skoðanir sem benda til þess að ég sé alfarið á móti því sem þú kallar stóriðju.  Ég er á móti því að nær allur kraftur og orka samfélagsins beinist að einum þætti.  Ég er á móti því að staðið sé þannig að uppbyggingunni að það kosti stöðugt ójafnvægi í efnahagslífinu með öllum þeim afleiðingum sem það hefur og ég þarf vonandi ekki að telja upp. Ég á skoðanabræður bæði til hægri og vinstri og allt um kring hvað þetta varðar.  Og líka í eftirfarandi.  Við eigum að fara okkur hægar þegar um risavaxin verkefni er að ræða.  Ég er þeirrar skoðunnar að áherslan eigi að vera á uppbyggingu smárra og meðalstórra fyrirtækja.  Í þeim felst vaxtarbroddurinn víðast hvar í Evrópu.  Þið dásamið meint afrek ykkar í efnahagsmálum.  En eru það einhver afrek?  Ekki segja hagvaxtartölur það.  Hagvöxturinn í efnahagsþenslunni hér, verðbólgunni, viðskiptahallanum, háu vöxtunum, nær ekki meðalhagvexti í ESB og ekki heldur í heiminum.  En efnahagslífið er nánast á hliðinni!

Auðun Gíslason, 4.5.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband