Sjálfstæðisflokkurinn og SÍS.

Ætli geti verið, að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn með sömu stöðu og SÍS í gamla daga?  Flestir héldu að SÍS væri eilíft og ómissandi!  Þar til það dó!  Þá voru allar fegnir og önduðu léttar...

Jón Gerald.

Ég var að vona, að nú værum við laus við Jón Gerald útúr íslensku þjóðlífi og allri umræðu hér á landi.  Nei! Ó, ekki!  Þurfti þá ekki Sigurður Tómas að áfrýja frávísuninni í máli Jóns Geralds.  Mér er alveg sama, hvort Jón þessi er sekur um glæp eða ekki.  Sigurður Tómas, gerðu það, dragðu þetta til baka!  Hlífðu nú þjóðinni við að þurfa að hlusta á Jón Gerald tjá sig opinberlega á Ísland.  Er ekki komið nóg?  Maðurinn er... Hér ákvað ég að hætta.  Annars fengi ég örugglega á mig meiðyrðamál!  Einsog Davíð sagði svo eftirminnilega:  Það má bara ekkert segja!  Sigurður Tómas hættu við, gerðu það!  Ekki áfrýja í máli Jóns Geralds...

Áfrýjun Jóns Ásgeirs.

Í gærkvöldi var Gestur Jónsson í Kastljósinu.  Þegar spyrill spurði Gest um áfrýjunina, hváði hún þegar kom í ljós að Jón Ásgeir mundi aðeins áfrýja  þessum eina lið sem hann er sakfelldur fyrir.  Hún hélt greinilega, að Jón mundi líka áfrýja þeim liðum sem vísað var frá!!!??? 

 Það var einusinni sagt um Árna Johnsen, að það heyrðist þegar hann hristi höfuðið.  Ætli þau séu eitthvað skyld þessi tvö, Árni og þessi stúlka í Kastljósinu. 


Ávöxtun lífeyris.

Það þarf  að skoða betur þessa fullyrðingu að meirhluti fjármagns lífeyrissjóðanna sé verðtryggður. Fyrir skömmu skoðaði ég þetta hjá nokkrum af stærstu sjóðum landsins, þá kom í ljós að í þeim tilfellum var 60-70% fjárins ávaxtaður í hlutabréfum og erlendum verðbréfum.  Þannig að ég held að þetta sé kjaftæði.  Meirihluti lífeyriseignar þjóðarinnar er ekki verðtryggður.  Annað er kjaftæði.  Að öðrum kosti sýnið mér frammá annað og vísið nú einu sinni í heimildir!  Hættið þessum fullyrðingavaðli!  Einsog tíðkast endalaus í þessu hundleiðinlega og síheimskulegra Kastljósi.

Gallup, smugan og bylting Matthíasar.

Einkennilegar þessar kannanir.  Var það ekki Spaugstofan sem skopaðist að því hvernig spurt er hjá Gallup:  Er þá ekki smá smuga að þú kjósir Sjálfstæðisflokksinn? Já, smá eða pínulítil?  Hefur eflaust verið ágætt þegar stjórnmálafræðingurinn fann þetta út, en dugir það í dag.  Hefur ekki orðið nein breyting í stjórnmálalífinu, sem segir að þetta sé úrelt?  Nei, ég bara spyr.  Annars var Gallup ansi nærri niðurstöðum kosninganna síðast, en mér skilst nú að smuguflokkurinn hjá þeim hafi fengið heldur slæma kosningu þá.  Þá þriðju verstu í sögunni, þannig að einhver viðbót væri ekki óeðlileg.

Sennilega yrði allt brjálað á ritstjórn Morgunblaðsins færi svo að stjórnin félli og forsetinn fengi Vinstrigrænum fyrstum umboð til stjórnarmyndunar.  Sem hástökkvari kosninganna, sennilega meira en tvöföldun atkvæða, væri Vg eðlilegast fyrsti kostur forsetans.  En þá yrði allt vitlaust.  Gamli ritstjórinn hefur kallað það byltingu á Bessastöðum gegn stjórnskipun landsins.  Og Sigurður Líndal skilur ekkert hvað verið er að fara, sem von er.  Ýmislegt hefur verið sagt og skrifað, en þetta er með því vitlausara!  Það er hættulegt, þegar flokkar og talsmenn þeirra fara að álíta að þeir eigi  sjálfvirkan rétt til valda.  Og sú skoðun hefur birst uppá síðkasti í skrifum Moggans og í orðum Ástu Möller.  Lýðræðisskipulagið byggir einmitt á hinu gagnstæða.  Enginn á sjálfvirkt tilkall til valda!  Og það er ekki sjálfgefið að djélistinn sé eðlilegur fyrsti kostur til að fá umboð til stjórnarmyndunar komi til þess að stjórnin falli.  Hann væri þá að koma útúr ríkisstjórn sem hefði fallið í kosningum og væri sem slíkur ekki fyrsti kostur, þó hann sé stærsti flokkurinn.  En þetta eru nú svona vangaveltur eftir að hafa verið að hlusta aftur á hádegisviðtalið við Sigurð Líndal frá 2.maí.  Ég er einfaldlega enn svo hissa á orðum Matthíasar um "byltinguna á Bessastöðum gegn stjórnskipun landsins".  Ég botna bara ekkert í þeim hugsanagangi sem liggur að baki þessum orðum.  Er það kannski svo að Matthías telji núorðið að Sjálfstæðisflokkurinn sé, á einhvern dularfullan hátt, orðinn hluti af stjórnskipulaginu?  Og það að tryggja ekki sjálfvirkan aðgang flokksins að völdunum tejist  byltingarstarfsemi?  Annað eins hefur nú gerst uppá síðkastið.  Allskyns nýjar skilgreiningar hafa t.d. skotið upp kollinum í þessu svokallaða stríði gegn hryðjuverkum.  Í aðdraganda árásarinnar á Írak skaut upp kollinum ný skilgreining á orðinu "gereyðingarvopn".  Orð sem hafði ekki verið notað um eiturefni, einsog sinnepsgas.  Kannast einhver við að hafa heyrt talað um beitingu gereyðingarvopna í fyrri heimstyrjöldinni 1914-1918?  Skv. þessari nýju skilgreiningu þá var gereyðingavopnum beitt af öllum stríðaðilum þá.  Hversvegna þá ekki að skilgreina stjórnmálahugtökin uppá nýtt.  Ef þú setur völdum Sjálfstæðisflokksins takmörk, þá er það byltingarstarfsemi og þú byltingamaður.  Skv. orðunum "bylting á Bessastöðum gegn stjórnskipuninni" stenst þetta.  Einu sinni voru þeir taldir byltingarsinnar sem aðhylltust lýðræðisskipulagið.  Kannski hefur ritstjórinn endurskilgreint orðið "bylting"?  Og líka "stjórnskipuleg"?


Bloggfærslur 4. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband