Gallup, smugan og bylting Matthíasar.

Einkennilegar þessar kannanir.  Var það ekki Spaugstofan sem skopaðist að því hvernig spurt er hjá Gallup:  Er þá ekki smá smuga að þú kjósir Sjálfstæðisflokksinn? Já, smá eða pínulítil?  Hefur eflaust verið ágætt þegar stjórnmálafræðingurinn fann þetta út, en dugir það í dag.  Hefur ekki orðið nein breyting í stjórnmálalífinu, sem segir að þetta sé úrelt?  Nei, ég bara spyr.  Annars var Gallup ansi nærri niðurstöðum kosninganna síðast, en mér skilst nú að smuguflokkurinn hjá þeim hafi fengið heldur slæma kosningu þá.  Þá þriðju verstu í sögunni, þannig að einhver viðbót væri ekki óeðlileg.

Sennilega yrði allt brjálað á ritstjórn Morgunblaðsins færi svo að stjórnin félli og forsetinn fengi Vinstrigrænum fyrstum umboð til stjórnarmyndunar.  Sem hástökkvari kosninganna, sennilega meira en tvöföldun atkvæða, væri Vg eðlilegast fyrsti kostur forsetans.  En þá yrði allt vitlaust.  Gamli ritstjórinn hefur kallað það byltingu á Bessastöðum gegn stjórnskipun landsins.  Og Sigurður Líndal skilur ekkert hvað verið er að fara, sem von er.  Ýmislegt hefur verið sagt og skrifað, en þetta er með því vitlausara!  Það er hættulegt, þegar flokkar og talsmenn þeirra fara að álíta að þeir eigi  sjálfvirkan rétt til valda.  Og sú skoðun hefur birst uppá síðkasti í skrifum Moggans og í orðum Ástu Möller.  Lýðræðisskipulagið byggir einmitt á hinu gagnstæða.  Enginn á sjálfvirkt tilkall til valda!  Og það er ekki sjálfgefið að djélistinn sé eðlilegur fyrsti kostur til að fá umboð til stjórnarmyndunar komi til þess að stjórnin falli.  Hann væri þá að koma útúr ríkisstjórn sem hefði fallið í kosningum og væri sem slíkur ekki fyrsti kostur, þó hann sé stærsti flokkurinn.  En þetta eru nú svona vangaveltur eftir að hafa verið að hlusta aftur á hádegisviðtalið við Sigurð Líndal frá 2.maí.  Ég er einfaldlega enn svo hissa á orðum Matthíasar um "byltinguna á Bessastöðum gegn stjórnskipun landsins".  Ég botna bara ekkert í þeim hugsanagangi sem liggur að baki þessum orðum.  Er það kannski svo að Matthías telji núorðið að Sjálfstæðisflokkurinn sé, á einhvern dularfullan hátt, orðinn hluti af stjórnskipulaginu?  Og það að tryggja ekki sjálfvirkan aðgang flokksins að völdunum tejist  byltingarstarfsemi?  Annað eins hefur nú gerst uppá síðkastið.  Allskyns nýjar skilgreiningar hafa t.d. skotið upp kollinum í þessu svokallaða stríði gegn hryðjuverkum.  Í aðdraganda árásarinnar á Írak skaut upp kollinum ný skilgreining á orðinu "gereyðingarvopn".  Orð sem hafði ekki verið notað um eiturefni, einsog sinnepsgas.  Kannast einhver við að hafa heyrt talað um beitingu gereyðingarvopna í fyrri heimstyrjöldinni 1914-1918?  Skv. þessari nýju skilgreiningu þá var gereyðingavopnum beitt af öllum stríðaðilum þá.  Hversvegna þá ekki að skilgreina stjórnmálahugtökin uppá nýtt.  Ef þú setur völdum Sjálfstæðisflokksins takmörk, þá er það byltingarstarfsemi og þú byltingamaður.  Skv. orðunum "bylting á Bessastöðum gegn stjórnskipuninni" stenst þetta.  Einu sinni voru þeir taldir byltingarsinnar sem aðhylltust lýðræðisskipulagið.  Kannski hefur ritstjórinn endurskilgreint orðið "bylting"?  Og líka "stjórnskipuleg"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband