Borgar Þó! Einarsson

"Það er ekki óvitlaust hjá Samfylkingunni"...Það væri óvitlaust nema það hafi verið vitlaust?

Hún er að grínast!

5 á þingi og 1 í borgarstjórn. Það eru ca. svona sömu hlutföll. Þarf að segja meira?
mbl.is Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún er að grínast!

5 á þingi og 1 í borgarstjórn.  Það eru ca. svona svipuð hlutföll. Þarf að segja meira?

Skoðanakönnun?

Skil ég það rétt, að útkoman sé reiknuð út frá svörum 477 svarenda?  Af 221.368 kjósendum á kjörskrá.  Hverjar eru líkurnar á að fá rétta útkomu úr svona könnun?  Spyr sá sem ekki veit!
mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðin á blogginu.

Það hringdi til mín ungur maður, Hallgrímur Viðar Arnarson, í hádeginu alveg miður sín. Einhver hafði komist inná bloggið hans og sett þar inn einhverja þvælu, sem ég gerði athugasemd við. Nú hefur það sem betur fer gerst í málinu að gerandinn hefur komið fram og beðist afsökunnar. Það er gott að málið leystist og hið sanna kom í ljós. En betra hefði verið að það hefði aldrei farið af stað.

Einkavæðing heilbrigðiskerfisins.

Skrýtið að heyra varaformann Sjálfsstæðisflokksins, og reyndar fleiri frambjóðendur flokksins, neita því að Sjálfstæðisflokkurinn vilji einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.  Les þetta fólk ekki samþykktir landsfundar flokksins áður en það samþykkir þær.  Það segir skýrum stöfum í samþykkt flokksins að kosti einkarekstrar skuli kanna í heibrigðiskerfinu.  Er ekki ein leiðin til að koma á einkarekstri í heilbrigðiskerfinu einmitt einkavæðing?

Rúmenskir ferðamenn?

Hvernig stendur á því að mér finnst Jón H.B. svo rosalega ótrúverðugur? Annars fannst mér nú þessir músíkantar  lífga skemmtlega uppá tilveruna. Þetta með að þeir séu undanfari glæpaflokka finnst mér hæpið.
mbl.is Nítján Rúmenar fara úr landi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannkærleikur?

Það verður ekki af þeim skafið, íbúunum við Njálsgötu, sem nú mótmæla væntanlegu heimili fyrir heimilislausa. Þeir hafa fjárfest í húsnæði í hverfi, sem varla hefur getað talist barnvænt hin síðari ár. Hversvegna hafa þeir gert það ? Jú, það þykir bæði fínt og þægilegt að búa í grend við miðbæinn, en það verður ekki bæði haldið og sleppt. Vilji maður búa við í miðbænum eða í grend við hann verður maður að sætta sig við ýmislegt, sem ekki fer fram í öðrum íbúahverfum svona yfirleitt. Háreisti og mannaferðir, allskyns starfsemi, skemmtanahald og fleira. Eðli málsins samkvæmt er staðsetning heimilis fyrir heimilislausa ekki starfsemi sem myndi ganga að setja upp í úthverfum fjarri miðbæjarsvæðinu. Bæði er þjónusta, sem íbúarnir sækja gjarna á miðbæjarsvæðinu og svo þrífast væntanlegir íbúar ekki í úthverfaumhverfi vegna þeirra lífshátta sem þeir hafa af ýmsum ástæðum tamið sér. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona mótmæli fara fram í borginni og röksemdir þeirra sem hæst hafa eru þær sömu. Áhyggjur af verðfalli á fasteignum á svæðinu. Buddan er sem sagt þeirra viðkvæmasta líffæri. Ég man í augnablikinu eftir tveim  tilfellum þar sem væntanlegir íbúar einhverskonar heimila hafa ekki verið velkomnir í hverfi, en svo hafa mál einfaldlega gufað upp vegna þess að flest hefur gengið vandræðalaust. Hér á ég við heimili fyrir geðsjúka/geðfatla í Laugarásnum í Reykjavík og svo heimili Verndar á Teigunum (þar sem nú er rekið einskonar opið fangelsi). Í báðum tilfellum varð mönnum illt í buddunni af ástæðulausu. Íbúðaverð er síst lægra í næsta nágrenni við þessi heimili en annars staðar á sömu svæðum. Vandræði sem ýmsir töldu að fylgdi væntanlegum nágrönnum hafa ekki látið á sér kræla og flest gengið snurðulaust fyrir sig. Eða hefur einhver heyrt af einhverjum stórvandræðum á Teigunum eða í Laugarásnum nýlega?


mbl.is Mótmæla staðsetningu á heimili fyrir heimilislausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband