Félagsmálaráðherra svíkur bótaþega Tryggingastofnunar!

Mikill loforðaflaumur Samfylkingarinnar, og stór orð, um umbætur í málefnum lífeyrisþega hafa reynst innantómur lygaþvættingur.  Þetta varð ljóst nú um áramót.  Bætur Tryggingastofnunar hækka aðeins um áramót og hækkunin nú um þessi áramót heldur ekki í við verðbólguna.  Sem sagt, enn mega lífeyrisþegar búa við það að bætur Tryggingastofnunar rýrna að verðgildi.  Það er gott fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, að núverandi formaður Öryrkjabandalagsins er yfirvöldum auðsveipur, enda hefur hann sagt að hann muni ekki beita sömu hörku í baráttunni fyrir lífskjörum umbjóðenda sinna og fyrri formaður.  Ríkisstjórnin getur því verið alveg róleg og haldið áfram að skerða lífskjör elli- og örorkulífeyrisþega.  Og loforðin, skítt með þau!  Enda skal stefnt að því "að fækka öryrkjum" með fulltingi formanns Öryrkjabandalagsins.  Hvort beitt skal sömu aðferðum og í Þriðja Ríkinu forðum er ekki vitað enn.  Þó skal á það bent, að aðeins þar hefur tekist "að fækka öryrkjum."

Bloggfærslur 2. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband