1.10.2008 | 01:19
Kapítalisminn á brauðfótum! Spá frá 23. febrúar!
Kapítalisminn á brauðfótum!
Öðru vísi mér áður brá. Hvað eru margar vikur síðan Geir og nær öll þjóðin fékk stjörnur í augun, ef minnst var á bankaburgeisana og allt hitt "útrásarliðið"? Máttu varla vatni halda. En um leið og á móti blæs ætlar allt að kikna af áhyggjum. Kreppa, kreppa.
Kannski við eigum eftir að fá umræður um þjóðnýtingu? Fá ríkisbanka á ný? Verður þá Baugur Group, FL group og GROUPGROUP etc. þjóðnýtt líka? Viðskiptamódel hvað? Það er ekkert að viðskiptamódelinu. Kapítalisminn stendur einfaldlega á braufótum, nú sem áður! Og óþarfi að kenna sparisjóðsstjórum í dreifbýli BNA um ástandið.
Og óþarfi að fá hland fyrir hjartað. Horfumst í augun við sannleikann. Kapítalisminn stendur á brauðfótum og hefur alltaf gert. Þetta vita Bretar. Þeir taka fram löngutilbúnar áætlanir um þjóðnýtingu til að bjarga kapítalistum í klípu. Vanir menn. Hér á landi grípa menn varla til slíkra ráða, heldur munu ráðamenn sitja tárvotir í hlandpollinum meðan allt fer til fjandans. Ef það fer þá til fjandans. Sem ég er reyndar að vona. Nú sé komið að svanasöng kapítalismans
Að sönnu hefur nú DO gripið til sinna ráða og tekið hin raunveruleg völd í landinu í sínar hendur, sbr. orð hans á RÚV hér að neðan í bréfi HH. Jafnvel hið helgasta vé kapítalismans, einkaeignarrétturinn, er svívirtur, svo ég tali nú ekki um blessað lýðræðið, sem bara flækist fyrir þegar stórhuga menn er annarsvegar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bréf HH:
"Kæru viðtakendur.
Atburðir morgunsins segja manni að hér starfi hvorki þing né ríkisstjórn. Eitt stærsta fyrirtæki landsins er þjóðnýtt í nafni ríkisstjórnar Íslands en forsætisráðherra er ekki í aðalhlutverki heldur situr í farþegasætinu og fjármálaráðherra í aftursætinu ... Og Alþingi er einhverstaðar víðs fjarri. Bara hóað í nokkra þingmenn til að vera vitni að aðgerðinni.
Hver fer með æðsta vald á Íslandi?
Ein stærsta aðgerð okkar daga er framkvæmd án umræðu, án sýnilegrar aðildar annars ríkisstjórnarflokkanna. Hvar er Samfylkingin? Í Bandaríkjunum hefur umræða um svipaða aðgerð staðið látlaust í tíu daga. Fyrir opnum tjöldum. Hér er allt í leyni. Og svo er ákvörðuntekin af ... já, af hverjum? - á lokuðum fundi seint um nótt. Minnir óneitanlega á aðra stóra ákvörðun, sem tveir menn tóku fyrir nokkrum árum.
Til hvers vorum við að kjósa fyrir rúmu ári síðan?
Geir gufaði endanlega upp sem forsætisráðherra um helgina. Hér er hvorki starfandi þing né ríkisstjórn. Við erum bara með Seðlabankastjóra, sem ræður, og Silfur Egils, fyrir umræðuna.
Svo bætast við sögur um að Glitnir hefði beðið um aðstoð Seðlabanka í síðustu viku en DO neitað honum um það, nema hann fengi að yfirtaka bankann. Davíð yfirtekur banka Baugs ... Hversu traustvekjandi aðgerð er það? Ekki mjög, eftir að stjórnarformaður Glitnis talar í viðtali við Stöð 2 eins og bankanum hafi verið rænt af sér. Á meðan birtist viðskiptaráðherra dreyrrauður í viðtali við sömu stöð og talar eins og hlutlaus áhorfandi. "Með þessu er ríkisstjórnin að sýna að hún lætur ekki banka fara í þrot." Hann hefði fremur átt að segja: "Með þessu sjáum við að Samfylkingin hefur engin áhrif í ríkisstjórn sem að auki er í vasa Seðlabankastjóra."
Í hádegisfréttum RUV sagði svo Davíð: "Seðlabankanum verður svo bætt þetta upp með ákvörðun Alþingis, væntanlega." Já, væntanlega. Hver ræður á Íslandi í dag?
Ég get ekki betur séð en að ríkisstjórnin sé ónýt. Seðlabankinn hefureignast 75% hlut í henni.
Ég sofnaði í lýðræðisríki í gærkvöldi en vaknaði í konungsríki í morgun."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)