14.2.2008 | 21:35
Sómi Íslands? Sverð þess og skjöldur? Eða bara skítapakk?
Ég ætlaði nú ekkert að vera að blogga um þetta mál, en einhvernveginn get ég ekki á mér setið, frekar en oft áður! Ég varð bara svo fjári fúll að lesa nokkrar athugasemdir frá einhverjum óskrifandi strákskröttum. Með leyfi úr hvaða holum skríður þetta "rasista" skítapakk. Þetta er einsog hver önnur plága og óværa í mannlegu samfélagi. Rakst á einhverja síðu sem er sett á netið af einhverjum vesalingum. Þvílíkt rugl! Og miðað við mannalætin gæti maður haldið að þetta hyski ætti eitthvað undir sér eða hefði afrekað eitthvað í lífinu. En er það svo? Ég veit það svo sem ekki, en mér finnst einhvern veginn að það segi sig sjálft, að svo er ekki. Ég hef áður skrifað um þessa svokölluðu "racista" og útlendingahatara, og skilgreint þá svona frá mínu sjónarmiði. Ætla ég að láta það duga svona að mestu, enda nenni ég varla að eyða orði á svona ruglukolla. Einu sinni las ég bók sem heitir að mig minnir "Hvítt skitapakk og hvítur svertingi". Fjallaði um tilveru fátæklinga og fenjalýðs í Flórída að mig minnir. Allt saman ágætis fólk og átti sína spretti í tilverunni einsog við öll. En oft dettur mér í hug titill þessarar bókar þegar íslenskir racistar, les: minnipokalýður, taka til við að "blurpa".
Einu sinni tók sig til svona facistalýður og ætlaði að setja á laggirnar eitt stykki 1000 ára ríki. Þeir skilgreindu stóran hluta mannkyns sem hálfmenni og fenjalýð; Gyðingum reyndu þeir að útrýma, ásamt fleirrum sem þeir töldu sér óæðri! Á endanum fór nú svo fyrir þessum "ofurmennum" að hálfmennin lögðu draum þeirra að í rúst, sem betur fer. Ýmislegt virðist þetta lið í þessu hreyfingum, Combat18, ífí og félagi gegn Pólverjum, eiga sameiginlegt með þessum fyrrnefndu facistum. Vonandi að okkur takist að kveða þetta í kútinn áður en verra hlýst af. Svona vitleysa verður að taka enda!
![]() |
Undiralda útlendingahaturs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2008 | 10:41
Samráð á samráð ofan! Og neytendur hafðir að fíflum af fyrirtækjum og ríkisvaldinu!
Einsog margir hafa vitað lengi er kapítalistum ekki treystandi. Þarf því sífellt að hafa með þeim vakandi auga og eftirlit, einsog óþekkum pörupiltum! Þeim duga nefnilega ekki lögmætar aðferðir í gróðabralli sínu öllu. Olífélögin og iðnaðurinn þurfa nú að greiða sektir vegna þessara þjófnaðatilburða sinna úr vasa okkar hinna. Bankar og tryggingafélög leika enn lausum hala. Nú er það spurningin, hvort ekki þarf að finna aðrar aðferðir til að refsa fyrirtækjum og samtökum gróðapunga fyrir þessa tilburði þeirra. Þeir þurfa að borga sektir vegna þjófnaðatilburða sinna. Til að borga sektirnar okra þeir á okkur viðskiptavinunum. Sem sagt þeir fá sekt fyrir að stela af okkur og við borgum svo sektina. Væri ekki nær að við fengjum að hía á þá og kasta í þá skemmdu grænmeti nokkrar dagsstundir á Lækjartorgi! Allavega leyfið okkur að losna við að borga sektina fyrir þá sem eru nýbúnir að ræna okkur!
![]() |
Greiða sekt vegna samráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |