Allt á leið til andskotans!

Nú er allt á leið til andskotans í hinu íslenska kapítalíska þjóðfélagi.  Það er merkilegt, að sá sem stendur fyrir myrkustu dómsdagsspánni úr Svörtuloftum ku hafa verið helsti hönnuður og hugsuður þessa frjálsa viðskipta- og fjármálakerfis, sem við búum við.  Því hefur allavega verið haldið fram af Sjálfstæðismönnum, að Davíð Oddsson sé helsti frömuður nýjunga og frelsisvæðingar kapítalismans á Íslandi.  Það liggur því beinast við að reka þennan kjaftfora lögfræðing úr starfi Seðlabankastjóra, og allt hans hyski, þ.e. bankaráðið allt, og aðra sem þar sitja við stjórn.  Og auðvitað á að svipta Davíð öllum hans eftirlaunum í ljósi þess að hann ber persónulega ábyrgð á öllum þeim efnahagslegu óförum, sem þjóðin stendur frammi fyrir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 12. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband