Allt á leið til andskotans!

Nú er allt á leið til andskotans í hinu íslenska kapítalíska þjóðfélagi.  Það er merkilegt, að sá sem stendur fyrir myrkustu dómsdagsspánni úr Svörtuloftum ku hafa verið helsti hönnuður og hugsuður þessa frjálsa viðskipta- og fjármálakerfis, sem við búum við.  Því hefur allavega verið haldið fram af Sjálfstæðismönnum, að Davíð Oddsson sé helsti frömuður nýjunga og frelsisvæðingar kapítalismans á Íslandi.  Það liggur því beinast við að reka þennan kjaftfora lögfræðing úr starfi Seðlabankastjóra, og allt hans hyski, þ.e. bankaráðið allt, og aðra sem þar sitja við stjórn.  Og auðvitað á að svipta Davíð öllum hans eftirlaunum í ljósi þess að hann ber persónulega ábyrgð á öllum þeim efnahagslegu óförum, sem þjóðin stendur frammi fyrir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

 já er þetta svona  svart vinur  ?

það er sól á akureyri í dag vorir að koma

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 12.4.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi maður er búinn að vera heimilisógæfa þjóðarinnar um árabil. En ásamt Hannesi Hólmsteini er hann tákn hinnar sönnu pólitísku trúar sem öllum sjálfstæðismönnum er nauðsyn.

"Ég er ekki á leið út úr Seðlabankanum!"

Þessi garmur virðist ekki gera sér grein fyrir því að hann er einungis embættismannstittur í vinnu hjá þjóðinni og getur þurft að sæta því að vera sagt upp eins og hyskinni póstburðarstelpu ef hann stendur sig ekki í vinnunni.

Árni Gunnarsson, 12.4.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Ef við göngum í Evrópusambandið þarf ekki að rekann.  Helv... bankanum yrði lokað.

Auðun Gíslason, 13.4.2008 kl. 16:15

4 identicon

Sæll Auðunn!

Nú gustar allhressilega,en eitt er öruggt og það er það að það er stórlega mikið að í stjórn þessarar þjóðar okkar þessa dagana,og undir það tek ég.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband